Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 7

Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 7
Sögusvið óperunnar er á íslandi. Hún segir frá franska fiskimanninum Tual á skútunni Étoile frá Arvor á Bretagne, sem ferst við suðurströnd íslands. Tual einn kemst af og dregst illa slasaöur á land í Fífufirði. Þar verður fyrir honum kviksyndi mikið, sem hann er að sökkva í þegar bóndinn Jörundur Egilsson bjargar honum og flytur heim á afskekkta bæinn sinn, þar sem hann býr meö Kötu dóttur sinni, sem hjúkrar hon- um til lifs. Auðvitað takast ástir með franska sjómanninum og ungu stúlkunni og þar sem vetur er genginn í garð og ófært til byggða heit- ast þau eiginorði við kviksyndið Hrafnafen. ÞarsverTual við þennan á- lagablett að bregðist hann henni megi kviksyndið gleypa hann. Þessi dramatíska frásögn geymir dulmagnaðar sögusagnir og hjátrú, sem bæði ísland og Bretagne eru svo rík af. Eins og gjarnan gerist í óperu þá ferstTual meö dramatískum hætti í lokin, þegar hestur hans sekkur með hann í foraðið er hann fréttir að frönsku skúturnar séu aftur komnar inn á fjörðinn og honum halda engin bönd. Og hrafnagerið þyrlast um Kötu, sem örvilnuð horfir á. í þessum flutningi syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir Kötu, franska fiski- manninn Tual syngur Gunnar Guðbjörnsson og bóndann Jörund syng- ur Bergþór Pálsson. Auðvitað er ekki til taks stór sinfóníuhljómsveit, en Helga Bryndís Magnúsdóttir lætur sig ekki muna um að koma í henn- ar staö. Þetta óvílna listafólk lætur aðstæður ekki á sig fá þegar svo spennandi viöfangsefni er á döfinni. Flytjendur óperunnar Fósturlandsins freyja. Talin frá vinstri: Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guöbjörnsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Sannsögulegur atburður Vestra-Homi þegar aðrir skipbrotsmenn voru ýmist komnir undir græna torfu eða farnir áleiðis heim. Ekki er ýjað að þessu i frönskum heimild- um og læröum skrifum um óperuna. En höfundur hefur sýnilega haft sömu heimildagögn sem Elín notar til að skrifa um þetta sjóslys og Legarff annan stýrimann af skútunni Oiseau-de-Mer í bók sinni Fransí Biskvi. Veltir þar fyrir sér hver af konun- um á bænum hefði grátið svo óskaplega þegar hann var sóttur haustið eftir. Ge- orges Aragon, sem kom á franska eftir- litsskipinu til aö sækja skipbrotsmann- inn, lýsir því í grein 1875 hvernig allt fólkið á bænum kom til að kveöja hann í fjörunni og þar á meðal ung kona sem hallaði sér aö honum og grét með kveinstöfum. Um borð hefur stýrimað- urinn svo sagt Aragon alla söguna af því sem hann upplifði í strandinu, sem kemur í ýmsu heim og saman við það sem segir i smásögunni og óperunni. Fífufjörður í óperunni er aö vísu ekki til, en er staðsettur sem vík milli Vestra- Horns og Hornvíkur. Og nú 130 árum síðar er franski skipbrotsmaðurinn, sem sigldi burt, orð- inn að hetjutenór í óperu, sem flutt verður í konsertformi í kirkjunum á Fá- skrúðsfirði og Höfn í Hornafirði. Rúsínan í pylsuendanum er að þessi saga gerðist raunverulega, er sannsöguleg eins og Elín þykist hafa sannreynt með samanburði heim- ilda og frásagna. Aðalsöguhetjan er i raun franski stýrimaðurinn Leg- arff, sem af komst í sjóslysinu mikla 1873, þegar fimm franskar skútur fórust í miklu óveðri í Lóni og hann varð illa slasaður eftir á bænum Tvœr franskar gólettur i Reykjavikurhöfn sumarlö 2000. Mynd: Guöný Elisdóttir. 7

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.