Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 9

Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 9
ÁhugavercI listsýning Fallaskipti - textilverk Sólrúnar Friöriksdóttur. Sólrún vann verkið til minningar um fööur sinn, Friörik Sólmundsson, sem var sjómaö- ur. Þaö er þrískipt og mjög stórt (100 x 280 cm). Verkið var á sýn- ingu í Frakklandi fyrir tveimur árum og haföi veriö valiö úr inn- sendum verkum. í því fólst mikil viöurkenning fyrir listamanninn. Sólrún sýnir verkiö á Frönskum dögum en þaö hefur aðeins einu sinni áöur veriö sýnt hér á landi, í Reykjavík. Mynd: Ríkharöur Valtingojer. Listamennirnir Sólrún Friðriksdóttir og Ríkharður Valtingojer á Stöðv- arfirði halda sýningu á verkum sínum á Frönskum dögum. Sýningin verður opnuð í Grunnskóla Fáskrúðsfjaröar fimmtudagskvöldið 22. júlí kl. 20:00 og verður opin alla helgina. Nánar er hægt að lesa um opn- unartímann í dagskrá hátíðarinnar annars staðar í blaðinu. Hjónin Ríkharður og Sólrún eru fjölhæfir listamenn. Ríkharður, sem er þekktur grafíklistamaður, fer að þessu sinni inn á nýja braut og ætlar að sýna eigin Ijósmyndir í fyrsta sinn. Sólrún er meðal annars þekkt fyrir textíl- og glerlist og hefur síðustu ár stundað silkimálun og unn- ið með keramik. Hún ætlar að sýna textílverk að þessu sinni. Sólrún og Ríkharður hafa rekið listgallerí á Stöðvarfirði frá árinu 1988, Gallerí Snærós, og er það eitt fyrsta gallerí sem stofnað var á lands- byggðinni. Þar hafa verk þeirra verið til sýnis og sölu og fyrstu árin seidu þau einnig verk annarra listamanna. Þau hafa staðið fyrir sýn- ingum í galleríinu þar sem innlendir og erlendir myndlistarmenn hafa sýnt og þar hafa þau haldið námskeið sem notið hafa vinsælda. Gall- eríið hefur lengi búið við þröngan húsakost og eru þau hjón því að byggja nýtt hús fyrir keramik- og leirverkstæði og fleira. Dóttir þeirra, Rósa Valtingojer myndlistarnemi, erfarin að vinna með foreldrum sín- um en hún stefnir að frekara listnámi erlendis. Galleriið á Stöðvarfirði hefur nú hlotið nýtt heiti - mun hér eftir nefnast Gallerí S+R. Ríkharður Valtingojer er austurrískur að uppruna. Hann stundaði nám í silfursmíði og myndlist í borginni Graz og síðar við Listaakademíuna í Vínarborg og útskrifaðist þaðan úr málaradeild. Hann flutti hingað til lands árið 1960, stundaði sjó fyrstu tvö árin en kenndi síðan um ára- bil við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Var hann um margra ára skeið deildarstjóri grafíkdeildar. Ríkharður hefur haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og alþjóðlegum sýningum hér á landi og víða um lönd og hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir verk sín. Verk eftir hann er víða að finna í söfnum og opinberum byggingum heima og erlendis. Sólrún Friðriksdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og útskrifaðist þaöan sem myndmenntakennari. Síðan nam hún við Textílinstitutet í Borás í Svíþjóð og Listaskólann í Graz í Austurríki. Hún hefur haldið margar einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og alþjóölegum sýningum heima og erlendis. Sólrún hefur starfaö við kennslu og kennt myndlist meðal annarra greina. Listamennirnir Sólrún Friðriksdóttir og Ríkharður Valtingojer. Mynd: Rósa Valtingojer. Sólrún og Ríkharður hafa áður heiðrað nágrannana í norðri með myndlistarsýningu. Var það þegar haldnir voru Menningardagar á Fáskrúðsfirði í aprílmánuði 1998. Er sérstakiega ánægjulegt aö fá þau í heimsókn með listaverk sín öðru sinni. ms Gestir á Frönskum dögum 2004 Fjórir gestir koma á Franska daga frá vinabæ Austurbyggðar í Frakklandi, Gravelines, bæjarstjórinn og þrír bæjarstjórnar- menn. Þessir gestir eru: Mr. Bertrand Ringot, bæjarstjóri Mrs. Maryléne Zimmer Mrs. Marie-Michéle Bétourné Mme. Christiane Desplanques Frá Franska sendiráðinu á íslandi kemur Mrs. Odile Brelier, sendiráðunautur. 9

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.