Franskir dagar - 01.07.2009, Síða 6
Franskir dagar - Les jours fran^ais
Texti: Albert Eiríksson
myndir: Albert og úr einkasafni
Sigurrós frá Brimnesgerði
Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði lœtur ekki mikið yfir se'r í dag. Þar var áður blómlegt mannlíf þótt fátt beri þess nú merki -fjórbýlt þegar
mest var, enflest höfðu býlin litlar landnytjar. Brimnesgerði var í alfaraleið þvi aðfjallvegur lá upp afbœnum um Hrossadalsskarð yfir í
Hafranes íReyðarfirði. Fljótlega eftir að síminn kom til landsins var línan lögð þar um. Vegurinn lagðist af þegar bílvegur var lagður yfir
Staðarskarð á fimrnta áratugnum.
Anna, Elinborg, Jón, Sigurður i fangi fóöur sins Ólafs, Lovísa,
Sigriöur með Sigurrós, Ragnhildur og Ásgeir. Á myndina vantar Sigurrós
sem dó á Akureyri.
í hlýlegri íbúð á hjúkrunarheimili í Reykja-
vík hitti ég níutíu og níu ára gamla konu
sem fæddist og ólst upp í Brimnesgerði, flutti
síðar að Búðum og loks til Reykjavíkur. Eg
bað hana að segja mér frá æskuárunum á
Fáskrúðsfirði.
Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir fæddist 21.
febrúar 1910 i Brimnesgerði. Foreldrar
hennar voru Ólafur Finnbogason (1861-
1935) frá Brimnesgerði og Sigriðurl. Bjarna-
dóttir (1868-1942) úr Skriðdal.
Systkini Sigurrósar voru: Sigurrós (1891-
1908), Jón Emil (1893-1982), María Ragn-
hildur (1896-1980), Lovisa (1898-1919),
Anna Sigriður (1900-1980), Bjarni Ásgeir
(1903-1933), Elínborg Pálína (1906-1998),
Sigurður (1907-?) hálfbróðir hennar sam-
feðra var Ágúst Ólafur (1899-1976).
Gamla húsið í Brimnesgerði stóð á sama
grunni og það sem seinna stóö þar. „Afí
gerði vandaða hleðslu úr höggnu stein-
límdu grjóti undir húsið. í kjallaranum var
góð geymsla fyrir mjólkurarfurðir, slátur og
fleira. Húsið var stofuhæð og ris, nokkuð
undir súð, og háaloft þar fyrir ofan. Á vest-
urloftinu var hlaðinn skorsteinn úr stein-
límdum rauðum tígulsteini. Hann var óspart
notaður af okkur krökkunum til að hlaupa
í kring eins og jólatré. Ég hef oft undrast
þann dugnað og hagsýni sem foreldrar mínir
sýndu með því að ráðast í húsbyggingu og
margt annað, á helmingnum af þessu litla og
ótrúlega erfiða koti. Auk hússins var vetr-
arQós fyrir tvær til þrjár kýr, rétt við hlaðiö,
en svo var sumarfjós fyrir kýrnar neðar við
Villingaána sem var notað fyrir hestana á
veturna. Hlaðan var skammt fyrir vestan
ibúöarhúsið og fjárhús áfast við hana, rétt
við litinn læk, sem þá varð bæjariækurinn
okkar.”
Eftir að foreldrar Sigurrósar, Ólafur og
Sigríöur, fluttu frá Brimnesgerði brann
húsið. Þá var húsið Hamborg (sem stóð
fyrir innan Templarann á Búðum) flutt á
grunninn.
Fleiri bjuggu í Brimnesgerði um síðustu
aldamót. „Ásmundur föðurbróðir minn flutt-
ist að Brimnesgerði árið 1895 ásamt konu
sinni, Júlíönu Rasmusdóttur og börnum
þeirra. Hann stundaði mest sjó en bjó litið,
átti í miklum Qárhagserfiðleikum. Árið 1908
flutti hann í Höfða (milli Höfðahúsa og
Lækjamóts). Þaðan stundaði hann sjó, en
fórst í róðri við annan mann í fárviðri í
október árið 1910.
Annar föðurbróðir, Indriði, og Guðný
kona hans Magnúsdóttir fluttust um 1899
að Bakkagerði. Þar var lítill torfbær sem
stóð innan við Villingaána niður við sjóinn.
Þar var engin grasnyt. Indriði var við sjó-
róðra upp á hlut og þarna lifðu þau við sára
fátækt með fimm börn. Indriði fékk slæma
brjósthimnubólgu og var lengi veikur og
rúmliggjandi. Það voru miklir erfiðleikar
þangað til hann gat farið aftur að vinna. Þau
fluttust áriö 1905 í Búðakaupstað, byggðu
Hlíðarenda (þar sem Draumaland stendur
nú) og smám saman vænkaðist hagur fjöl-
skyldunnar. Indriði var glaöur í lund þrátt
fyrir erfiðleika, söngelskur, spilaði á harm-
óníku og var oft fenginn til að spila á böllum
í kaupstaðnum.”
SELSKAPSKONA í REYKJAVÍK
Áður en leiöir Sigríðar og Ólafs lágu saman
var hún selskapsdama i Reykjavík hjá Elínu
Jónasdóttur Stephensen, eiginkonu Magnúsar
Stephensen, síðasta landshöfðingja á Islandi.
Af henni lærði hún dönsku vel. „Mamma
sagði okkur oft sögur frá þessu ári hjá hjón-
unum, greinilegt var að henni hafði líkað
vistin þar vel.” Hún fór með Elínu hvert sem
hún fór, meðal annars í allar veislumar.
Sigríður hafði áður gætt barna prests-
hjónanna á Valþjófsstaö i Fljótsdal og var
þaðan fermd. Sigurrós telur sennilegt aö
presturinn hafi þekkt til landshöfðingja-
hjónanna og að móðir hennar hafi komist
til þeirra að hans tilstuðlan.
EFTIRMINNILEG KIRKJUFERÐ
Ein af fyrstu minningum Sigurrósar er
kirkjuferð á aðfangadag þegar hún var á
sjötta ári. „Mamma og pabbi voru eftir
heima að undirbúa jólin og jólasteikina. Við
systkinin fómm samferða fólkinu af byggð-
inni til messu. Það bættist í hópinn eftirþví
sem viö nálguöumst prestssetrið Kolfreyju-
stað. Harðfenni var yfir öllu, miklar stillur,
tunglsljós og stjörnubjart. „Siggi strákur,
flýttu þér, það liggur á,” man ég að Jónína
á Höfðahúsum kallaði til sonar síns þegar
þau vom að hafa sig til. Þegar inn í kirkjuna
kom, blasti við mér sú mesta fegurð sem ég
hafði augum litið. Kristalsljósakrónan glitr-
aði svo fallega og endurspeglaði stórkostlega
fegurð og birtu. Séra Haraldur var glæsi-
legur maður, hár og grannur og bar sig vel.
Þarna var hann klæddur í rautt og gyllt
vesti utan yfir hvítan kyrtil. Þetta fannst
mér stórkostlegt að sjá og eftirminnilegt.
Mér fannst kirkjuferðin mikið ferðalag, en
óskaplega var gott að koma heim í rifjasteik
og jólagraut til mömmu.”
Eins og siður var áður fyrr, vom lesnir
6