Franskir dagar - 01.07.2009, Síða 8

Franskir dagar - 01.07.2009, Síða 8
Franskir dagar - Les jours fran^ais Texti: Sigríöur Fanney Guðjónsdóttir myndir: Úr einkasafni Þorsteinn á Þernunesi / ár eru 100 ár liðin frá fœðingu langafa míns, Þorsteins K. Björnssonar bónda á Þernunesi. Segja má að hann hafi verið sannkallaður maður 20. aldarinnar þar sem hann lifði liana nánast alla. Þorsteinn upplifði þvíþœr miklu tœkni- og þjóðfélagsbreytingar sem þá áttu sér stað. Frá 25 ára aidri ogfram á 77. aldursár hélt Þorsteinn dagbók. ídagbókina skrifaði hann hvern einasta dag íþessi rúm fimmtíu ár. Með aðstoð bókanna er hœgt að skyggnast inn í líf Þorsteins og samferðamanna hans og varpa Ijósi á atburði líðandi stundar útfrá sjónarhóli austfirsks bónda. íþessari grein verður œvi Þorsteins rakin stuttlega í máli og myndum og inn á millifœr hann sjálfur orðið með beinum tilvitnunum í dagbœkur hans. Þorsteinn K. Björnsson fæddist 30. des- ember árið 1909 í Hvammi í Fáskrúðsfirði. Foreidrar hans voru Björn Oddsson (1882- 1961) frá Hvammi og Jónína Guðlaug Þor- steinsdóttir (1880-1967) frá Eyri í Fáskrúðs- firði. Þorsteinn var þeirra þriðja barn. Þau sem komust upp eru Stefán Björn, Magnea Elínbjörg, Þorsteinn Kemp, Oddný Þórunn, Óskar Daníel, Jón, Anna og Sigrún. Fyrstu æviár Þorsteins bjó fjölskyldan i Hvammi en árið 1917 fluttist hún i Berunes við Reyðar- fjörð. Þorsteinn tók þátt í störfum á bænum eins og gengur en um tvítugsaldurinn fór hann aö heiman og þá til náms. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni veturna 1930-1932 og minnist oft þeirra tíma í dagbókum sínum, sem hann haföi þá ekki byrjað að skrifa. Á Laugarvatni kynntist Þorsteinn Steinunni Lovísu Ein- arsdóttur (hér eftir nefnd Lovísa eða Lúlla), frá Feijubakka í Borgarfirði, sem síðar varð eiginkona hans. Eftir skólavistina á Laugarvatni fór Þor- steinn aftur að Berunesi til foreldra sinna og sinnti þar, eins og hann orðaði það sjálfur „venjulegum heimilisstörfum, heyvinnu á sumrum og sauöfjárhirðingu á vetrum.“ Þennan tíma á Berunesi var Lovísa þar einnig og starfaði sem vinnukona. Ekki hefur Þorsteini þótt fýsilegt að fara austur á land og skilja Lovísu sína eftir á suðurlandi og sagði Oddný systir hans einhveiju sinni þá sögu að hún hefði, fyrir tilstilli bróður síns, þóst þekkja stúlku sem gæti ef til vill oröið vinnukona á Berunesi. Því varð það úr að Lovísa kom sem vinnukona á bæinn og leið vist nokkur timi þar til fólk komst aö hinu sanna um samband þeirra Þor- steins og Lovísu. Tveimur árum síðar, eða 1934, fór Þor- steinn til náms við Bændaskólann á Hvann- eyri. Það var þar sem hann hóf að halda dagbók. í inngangi bókarinnar greinir hann frá atburðum sföustu missera áöur en dag- bókin byrjar þann 1. janúar 1935. Þá var hann ný orðinn 25 ára gamall og búinn að dvelja á Hvanneyri í nokkra mánuði. Segir Þorsteinn meðal annars i inngang- inum „Timinn leið í mestu rólegheitum, Þorsteinn á námsárunum á Laugarvatni fram til jóla. Menn stunduöu námið, sumir af kappi, aðrir lakar, eins og gerist. Nem- endur voru 50, 25 í hvorri deiid. Tíðin var ágæt, einkum eftir að desember byrjaði. Ég kom á nokkra staði nálægt Hvanneyri, t.d. nokkrum sinnum að Ferjubakka, að heim- sækja Lúllu, sem ég þekkti frá Laugarvatni og einnig var hún búin að vera heima, eins og áður er sagt.“ Á Hvanneyri deildi Þorsteinn herbergi með þremur öörum ungum mönnum. Auk náms- ins tók hann virkan þátt í félagslífi skólans og var meöal annars í málfundafélaginu Fram. Af skrifum Þorsteins um málfundafé- lagiö má glöggt sjá að nokkur kraftur hefur oft og tíðum verið i störfum þess. í dagbók sinni lýsir Þorsteinn nárninu og ýmsu því sem henti við skólann. Bolludeginum 1935 lýsir hann svo: „Veðrið: Suðvestan gola, snjóél. Við lögðum af stað i nótt 3 hér af no 8, inn í hús til að hýða stúlkurnar. Litið varð þó um hýðingar, því heimamenn tóku á móti okkur i dyrum hússins og vörðu okkur inngöngu. Ryskingar urðu þar nokkurar, en meiðingar þó litlar. “ Þegar skólaárinu á Hvanneyri lauk vorið 1935 fór Þorsteinn í verknám á Sámsstöðum í Fljótshlið ásamt Jörgen Kjerúlf skólabróður sínum frá Krossavík í Vopnafirði. Búnað- arfélag íslands hafði nokkrum árum áður keypt Sámsstaði og voru þar stundaðar til- raunir í jarðrækt. Klemenz Kristjánsson var fýrsti tilraunastjórinn og jafnframt kennari þeirra Þorsteins og Jörgens. I dagbókum Þorsteins eru nákvæmar lýsingar á tilraun- unum svo og af ýmsu því sem átti sér stað Laugarvatnskórinn. í öftustu röð t.v. eru tveir áberandi háir piltar, Þorsteinn er sá sem horfir á stjómandann. Lovisa er þriöja stúlka ifremstu röð frá hægri. 8

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.