Franskir dagar - 01.07.2009, Page 23
menn kol og vatn. Skrúðinn sáu menn fyrst
25. apríl. Hafís var rúmar tvær sjómílur frá
landi og var siglt norður með ísnum í besta
veðri, en hvergi sást glufa. Hinn 29. april
kom sunnan gola og þá komst skipiö undir
Skrúð í gegnum rennu. Rjukan lagðist svo
að bryggju á Eskifirði 30. apríl og stoppaði
þar í tvo daga. Þá var haldið til Fáskrúös-
Qarðar og komið þangað á krossmessudag-
inn 3. maí.
Jón Stefánsson Scheving hét verslunar-
stjóri Carls á Fáskrúðsfirði, en kona hans
Stefanía. Hjá þeim var uppeldissonur þeirra
Bjöm Gíslason, bróðir Þorsteins Gíslasonar
ritstjóra. Vilhelm var nú komið fyrir hjá Hall-
dóri Stefánssyni, en það var köld og lítil vist-
arvera, ólíkt því sem hann hafði haft síðustu
árin. Þetta sumar kynntist hann Guömundi
Ásbjamarsyni sem síöar varð frikirkjuprestur
á Eskifirði. Hann var við verslun Carls vegna
kunnáttu sinnar í frönsku og öðmm tungu-
málum.
Á meðan timbri og vömm var skipaö upp
úr Rjukan fór Vilhelm í að rífa gömul hús
á Búðatanga. Þá var grafinn og hlaðinn
gmnnur undir húsið, reknir niður staurar
og byggð biyggja. “Þaö var mikið að gera
á Fáskrúðsfirði og varla verið meira fjör í
annan tíma. Carl Andreas var hinn besti
húsbóndi og gott að vinna fyrir hann,”
segir Vilhelm. Það hefði ekki verið til mikils
að fara eftir teikningu, því að nú var öllu
breytt, húsið minnkað mikiö og lækkaðir
veggir, en gmnnflötur þó nokkuð látinn
halda sér. Þetta varð allt aö ganga fljótt og
vom bráðabirgðaskúrar reistir fyrir vömmar.
Margir hjálparsmiðir vom fengnir til þess
að verkið gengi sem fljótast. Frá Eskifirði
komu Einar Einarsson, Guðmundur Jónsson
og Ásmundur Bjamason. Húsið sjálft, sem
var bæði ívemhús og verslunarhús var reist
29. ágúst 1895 og komið undir þak, alklætt
og fokhelt í byrjun október. Þá var haldið
reisugildi í stærsta húsi sem þá hafði verið
Franskir dagar - Les jours fran^ais
reist á Búðum.
“Reisugildið var hið veglegasta og líklega
það rausnarlegasta, sem haldið hafði verið
á Fáskrúðsfirði eöa í nærliggjandi sveitum”,
segir Vilhelm í æviminningum sínum. Þama
vom settar á stokka brennivínstunna, bjórt-
unnur og ein tunna af Ratafía. Þetta var fyrir
utan það sem dmkkið var úr flöskum svo
sem kampavín, líkjör og sænska bankóið sem
dömurnar dmkku. Þama var saman komið
um þijú hundmð manns, dansað alla nóttina
og fram á dag. Guðmundur Ásbjarnarson,
vinur Vilhelms, var skenkjari á meðan hann
gat og svo vom ótal hjálparkokkar.
Þessar upplýsingar um upphafið að Tanga
em byggöar á æviminningum sem Vilhlem
Jensen ritaði sjálfur og nefndi “Séð, lifað og
starfað.” Steindór Steindórsson frá Hlöðum
og Ari Harðarson lásu yfir og endurrituðu
þessi minningabrot, en handritið var ekki
ætlað til útgáfu.
Eins og að framan greinir fóm Hinar sam-
einuöu íslensku verslanir í þrot árið 1926.
Jón Davíðsson (1875-1954) bjó með fjöl-
skyldu sinni í Tanga og hafði lengi starfað
við Tangaverslun. Kona hans var Jóhanna
Kristjánsdóttir (1882-1973). Jón tekur að sér
verslunarreksturinn í nokkur ár eða fram
undir stofnun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga
6. ágúst 1933, en þá kaupir kaupfélagið hús-
eignir Tangaverslunar. Jón Davíösson var
m.a. faðir Þorvaldar Jónssonar (1908-1995)
skipaafgreiðslumanns á Fáskrúðsfirði. Þor-
valdur var fæddur í Tanga 18. ágúst 1908 og
var kunnur Fáskrúðsfirðingur á sinni tíð.
Björn Ingi Stefánsson (1908-2000) var
fyrsti kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðs-
firðinga 1933-1946. Hann bjó ásamt konu
sinni Þómnni Sveinsdóttur (1913-1999) og
bömum i Tanga til 1946 og er það síðasta
fólkið sem bjó í húsinu. Frá 1946 var Tangi
eingöngu notaður fyrir verslun og skrif-
stofur kaupfélagsins. Eftir að Björn flutti
úr Tanga höföu kaupfélagsstjóramir Einar
Guðni Sigurðsson, Guðlaugur Eyjólfsson,
Helgi Vigfússon og Guðjón Friðgeirsson
skrifstofur sínar í Tanga. Kaupfélagið rak
verslun í Tanga fram í nóvember 1980, en
þá var hún flutt í nýtt húsnæði að Skólavegi
59. Eftir aö verslun var lögð niður í Tanga
var rekiö netaverkstæði í húsinu í nokkur
ár á vegum kaupfélagsins.
Magnús Skúlason fyrrv. forstööumaður
Húsafriðunarnefndar rikisins segir m.a. í
bréfi til kaupfélagsins þann 23. maí 2003.
“Að mati undirritaös hefúr húsið mikið varð-
veislugildi fyrir Fáskrúðsfjörð vegna aldurs,
gerðar og menningarsögu. Þá hefúr húsið
einnig varðveislugildi vegna staðsetningar
við Hafnargötu og tengsl við önnur hús
þar.”
Hinn 19. nóvember 2007 hófst endurbygg-
ing Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga á Tanga í
samstarfi við Húsaffiöunameíhd i því augna-
miöi að koma húsinu i eins uppmnalegt horf
og hægt væri. Það er fyrirtækið Svarthamrar
ehf. í Neskaupstað, undir stjórn Guðbjarts
Hjálmarssonar, sem verið hefur aðal fram-
kvæmdaaðili við endurbygginguna. Þegar
þessar línur em ritaðar er Ingólfur Arnarson
málarameistari í Neskaupstað og hans fólk að
bera málningu á síðustu fletina og aö end-
ingu bera þau fernisolíu á trégólf hússins.
Það er alveg ljóst að Tangi er eitt sögu-
frægasta hús á Fáskrúðsfirði og hefur i
gegnum tíðina gegnt miklu þjónustuhlut-
verki við ibúana. Með endurbyggingu Tanga
er verið að bjarga merku nítjándu aldar húsi
og um leiö menningarverðmætum fyrir Fá-
skrúðsfjörö. Þar að auki má segja að rætur
atvinnulífs á Fáskrúðsfirði liggi frá Tanga
alveg fram á þennan dag.
Það verður svo að vera þróunarverkefni
næstu ára hvernig húsið verður útbúiö og
hvernig það verður nýtt í framtíðinni. Það
má með sanni segja að Tangi sé mjög góð
viðbót við skemmtilega flóm gamalla húsa
við Hafnargötuna á Búðum.
Bjöm Stefánsson
Carl A. Tulinius
Pétur Vilhelm Jensen