Franskir dagar - 01.07.2011, Síða 3
Franskir dagar - Les jours frangais
nnmv. aettarhringur. is
%
*
nM1 ■fSr
\tf jyi ,4%
v,
W
-/ - .
-5;.
'«sa '
■«£
’*V //.
Mr í
> i
—<^1: -
% \ v
, § -í
f
A^tri
EiríÁsstHo
16. ágúst 1966
Hverra manna ertu?
Það er ekki ofsögum sagt að ættfræðiáhugi hafi
fylgt Islendingum frá landnámi.
Ættarhringur er persónuleg gjöf - tilvalin tækifærisgjöf.
Hjónahringir, stórir og litlir ættarhringir og tækifæriskort.
10% afsláttur af hjónahringjum og stórum ættarhringjum
til 1. ágúst 2011.
Sjá nánar á www.aettarhringur.is
Nánari upplýsingar: aettarhringur@gmail.com - Sími 864 2728
L / 1-
• C. r-
% %
'^rieáistíÁ^
1 -*|p
.\S
t,f
$
^ ÍJ
QjihjQj)
%
sV
%
vaí
v
ii -
*
/ \>
%
ÆTTARHRINGUR
áJtteOri,
Kæru íbúar og góðir gestir á Frönskum dögum 2011
í mínu fyrra starfi hér í Fjarðabyggð fékk ég oft góða gesti og skapaðist
sú venja hjá mér að eftir að gestirnir höfðu lokið sínu erindi var farið í
stutta ferð um sveitarfélagið til að sýna viðkomandi bæjarkjarnana hér
í Fjarðabyggð. Lagði maður sig fram við að segja frá sögu staðanna, at-
vinnu- og mannlífi þeirra. Gestum mínum þótti ávallt merkilegt að koma
til Fáskrúðsfjarðar, ekki síst fyrir þær sakir að á skiltin við göturnar var
ritað á frönsku tungumáli og staðreyndir um tengsl Fáskrúðsfjarðar og
Frakklands og þá sér í lagi franska bæjarins Gravelines þóttu merkileg.
Stundum var komið við á Franska safninu þar sem upplifunin undirstrikaði
þessa merkilegu sögu. Mittfyrsta verkefni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar
var að fara á hátíð íslandssjómanna í Gravelines á síðastliðnu hausti. Ég
verð að segja að þá áttaði ég migfyrst af alvöru á þessum miklu tengslum,
þessari merkilegu sögu og þeim miklu tilfinningum sem Frakkar bera til
Fáskrúðsfjarðar, sögunnar og þessara samskipta. Franskir dagar á Fáskrúðs-
firði eru því gríðarlega mikilvæg hátíð til þess að minnast veru franskra
sjómanna við íslandsstrendur og á Fáskrúðsfirði og styrkja tengslin enn
frekar á vettvangi vinarbæjarsambanda.
Eins og öllum íbúum er kunnugt um eru fyrirhugaðar framkvæmdir Minja-
verndar við endurbyggingu Franska spítalans og var spítalinn fluttur frá
Hafnarnesi inn í þorpið síðastliðið haust. Ljóst er að þessi metnaðarfulla
endurbygging mun verða gríðarleg lyftistöng fyrir samfélagið á Fáskrúðs-
firði og Fjarðabyggð alla til fram-
tíðar þar sem endurbyggingin mun
skapa umgjörð fyrir aukna atvinnu-
starfsemi tengda ferðaþjónustu
með nýju hóteli og veitingaað-
stöðu, að ógleymdu nýju safni sem
hin endurnýjuðu húsakynni munu
hýsa. Þá mun endurbyggður spítali,
læknishúsið og kapellan mynda
eina sýnilega heild og gera þannig sögu og minningu þeirra frönsku sjó-
manna sem fórust við íslandsstrendur góð skil inn í framtíðina. Ég vil
fá að nota tækifærið hér til að þakka forráðamönnum Minjaverndar fyrir
þann mikla áhuga sem þeir hafa sýnt þessu verkefni og staðfestu með
áætlunum sínum um þessa endurbyggingu alla.
Um leið og ég óska öllum hátíðargestum góðrar skemmtunar á Frönskum
dögum vil ég minnast á mikilvægi þessarar hátíðar fyrir okkur íbúana sjálfa
þar sem við komum saman, gleðjumst og tökum á móti góðum gestum.
Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að efla hátíðina enn
frekar, menningar- og mannlífi á Fáskrúðsfirði og í Fjarðabyggð til heilla.
Mínar bestu kveðjur og með von um góða skemmtun á Frönskum dögum.
3