Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 22

Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 22
Franskir dagar - Les jours franqais Myndir og texti: Albert Eiríksson láturmildur gúmmulaðisaumaklúbbur Um alllangt skeið hafa gengið sögur I bænum um ein- staklega veglegt kaffimeðlæti I saumaklúbbi nokkrum. Þegardömurnarkoma saman, ertalið að réttirnir séu yfirleitt ekki færri en klúbbmeðlimir. Blað Franskra daga gerði innrás ogfékk þærtil að Ijóstra upp „broti af því besta" sem galdrað hefur verið fram í gegnum árin. Og gaman er að segja frá því, að tröllasögurnar um kaffimeðlætið reyndust engar ýkjur - eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Að grunninum til er klúbburinn, sem þær kalla Pallí- etturnar, frá árinu 1983 og hefur komið saman allar götursíðan. Til marksum það hve kökuáhugi kviknaði snemma hjá þeim stöllum er þegar ein sagði frá því þegar hún tíu ára gömul var að baka í fjarveru móður sinnar og hringdi einu sinni sem oftar til Gerðu á sím- stöðinni til að spyrja hvort matarsóti og natron væri sama fyrirbærið. „Þetta varfyrirfarsímavæðinguna og áður en hægt varað hringja í 118 ogfá þar upplýsingar um allt milli himins ogjarðar." í dag eru aðeins tvær konur í klúbbnum sem eru upphaflegu meðlimir hans, fólkflytur í burtu eða snýrséraðöðrum málefnum og einn kær klúbbfélagi hefur kvatt þennan heim, langt fyrir aldur fram. Sumarlega klæddar „Palliettur", frá vinstri:Jóna Björg Júnsdúttir, Steinunn Björg Elisdúttir, Eyglú Aðalsteinsdóttir, Dagný Elisdóttir, Elsa Sigrún Elisdúttir, Berglind Agnarsdóttir og Guöný Elisdóttir. Saumaklúbbsfundir eru haldnir reglulega yfir vetrarmánuðina, þó aðeins ef allar geta komið. Fljótlega eftir að klúbburinn hóf göngu sína, fóru þær að leggja fyrir I ferðasjóð, en hafa aldrei látið verða af því að að drífa sig í ferð. Þær gantast með að hugsanlega verði ekkert úr ferðalagi fyrr en í rútuferð með eldri borgurum, þegar þær verða komnar á þann aldur. Miðað við söfnunartímann má ætla, að það verði að minnsta kosti nokkrir hringir i kringum landið! En hvers konar rétti bjóða þær aðallega upp á? „Við erum sko enginn heilsu- klúbbur, Albert minn, hér eru hvorki hundasúru- né arfaréttir I þínum stíl á Þær sauma, prjóna, heklaogmargtfleira og leggja miklaáhersluáaðstandaundirnafnisemsaumaklúbbur. 22 boðstólum, við borðuðum nefnilega yfir okkur af hundasúrum í æsku," segja þær sposkar og geta ekki haldið niðri í sér hlátrinum. „Við erum sko ekki neitt á leiðinni í neitt bio fæði. Flér er aftur á móti kjörinn vettvangur til að prófa nýja rétti og við skeytum hvorki um skömm né heiður þegar kemur að kaloríum eða transfitusýrum. Eina skilyrðið er að gúmmulaðið sé gott!" Það lá því beint við að spyrja hvernig stæði á því að þær héldu sér svo fínum í vextinum? „Við erum í rauninni svínfeitar, við erum bara svo miklir snill- ingar I að klæða það af okkur!" Og nú ætlar allt um koll að keyra, hlátrasköllin fara I kollhnísa út eftir götunni. Umræðuefnin voru afar fjðlbreytt allt frá Rafha ofnskúffum til giftinga til fjár.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.