Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 13

Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 13
Franskir dagar - Les jours franqais S öngskemmtun í kirkjunni TÓNLEIKAR í FÁSKRÚÐSFJARÐARKIRKJU FÖSTUDAGINN 22. JÚLÍ KL. 19. Fram koma Þórunn Guðmundsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Bragi Bergþórsson og Bergþór Pálsson. Söngvararnir sameinast í áhuga sínum á íslenskri menn- ingu og tónlistararfi. Því má búast við tvísöngslögum og þekktum ættjarðarlögum, en einnig verður brugðið á leik með frönskum barnalögum í þeirra eigin útsetningum. Þá er Fáskrúðsfirðingurinn í hópnum og tónskáldið, Þórunn, líkleg til að koma á óvart með frumsaminni tónlist fyrir þessa tónleika. Þórunn Guðmundsdóttir lauk einleikaraprófi á flautu og burtfararprófi í söngfrá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám í söng í Bandaríkjunum. Þórunn hefur getið sér gott orð sem leikskáld og hefur leik- félagið Hugleikur sett upp leikrit og söngleiki eftir hana. Þá hefur hún samið þrjár óperur. Til gamans má geta þess að Þórunn á ættir sínar að rekja til Tungu, langafi hennar og iangamma voru Páll og Elínborg. Eyjólfur Eyjólfsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í flautuleik og söng árið 2002. Næst lá leiðin til Lundúna þar sem hann lauk M.Mus gráðu í óperusöng og frönskum Ijóðasöng frá Guildhall School of Music. Hann býr nú og starfar í Hollandi. Bragi Bergþórsson erfæddur árið 1981 i Reykjavík. Hann hófungurtón- listarnám á fiðlu og píanó en söng í fyrsta skipti á sviði í barnakór í óperunni Otello i íslensku óperunni árið 1992. Eftir nám við Guildhall School of Music í Lundúnum starfar hann nú við óperuhús i Þýskalandi. Bergþór Pálsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Bergþór er löngu vel kunnur, hefur tekið þátt í yfir 50 óperuuppfærslum, sungið á ótal tónleikum og haldið kynningar um ýmis mál, m.a. borðsiði og raddgerðir í óperu. 13

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað: Franskir dagar 2011 (01.07.2011)
https://timarit.is/issue/380283

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Franskir dagar 2011 (01.07.2011)

Aðgerðir: