Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 5

Franskir dagar - 01.07.2011, Blaðsíða 5
Franskir dagar - Les jours frangais Séttur á sjó ogþorpið í baksýn. F.v. Haukur Vilhjálmsson, Sveinn Eiðsson, Hörður Jakobsson, Karl Siggeirsson, Sigurður Haraldsson, Friðfinnur Guðjónsson og Axel Guðjónsson. Mýndasmiður: Baldur Björnsson. og keyptu árið 1909 hús sem síðar var kallað Kompaníið. Þar settu þau á laggirnar fyrstu greiðasölu og gistingu að Búðum. Til að fjölga herbergjum lyftu þau þakinu, en byggðu skúr við húsið fyrir skósmíðaverkstæðið. Afi varyfirleitt með einn til tvo lærlinga sem bjuggu hjá þeim. Þau höfðu mikið umleikis, voru með vinnufólk, mjaltakonu og stúlkur til að sjá um gistinguna og fleira. Viðskiptin byggðust talsvert á aðkomufólki sem kom til að leita sér lækninga eða annarrar þjónustu í þorpinu, en þegar skip voru við bryggju var einnig töluverð bjórsala. Afi keypti bjór frá Danmörku, en tengdamóðir hans, Guðný Péturs- dóttir, langamma mín, bruggaði líka sterkan og góðan bjór, en af honumfórgottorð víða. Humla og malt fékk hún frá Noregi." Þegar Hrefna kom austur með foreldrum sínum, úr Kelduhverfi, voru Einar og Emelía búin að kaupa hálft húsið að Nýju-Búðum og voru hætt með greiðasöluna. Marteinn Þorsteinsson og Björgvin Þorsteinsson keyptu húsið af þeim og stofnuðu verslun Marteins Þorsteinssonar & Co, sem kölluð var Kompaníið í daglegu tali. „Skömmu áður en við fluttum í hús ömmu og afa að Nýju-Búðum lést afi Einar en amma bjó með okkur áfram næstu 2-3 árin þartil hún flutti til Reykjavíkurtil Sigfríðar dóttursinnar. Búskapur okkarað Búðum myndi ekki kallast stórbúskapur á nútíma kúabúum, en við fjölskyldan höfðum þar hálfa kú, fyrst á móti Stefáni Pálssyni á Bergþórs- hvoli og seinna með Jónasi og Sigríði á Grund. Kýrin Dalla, sem við áttum með Jónasi, var afar nythá, með 24 merkur í mál. Heimilin í Búðaþorpi höfðu samvinnu með rekstur kúnna. Hvert heimili tók að sér að reka allar kýrnar og sækja tvo daga á sumri. Eitt sumarið töldum við pabbi áttatíu kýr með tvo kálfa, þegar þær fóru yfir vaðið á Kirkjubólsá, en þar var þeim sleppt á beit". „Við krakkarnir höfðum ýmislegt fyrir stafni. Meðal annars lékum við okkur á ís, sem var höggvinn á íshúss- og Stangelandstjörnunum og notaðurtil aðkæla beitu. íshúseigandinn.Tómas Stangeland, skammaði okkur og tók stundum í lurginn á strákunum, því hann vildi ekki að við óhreinkuðum ísinn. Stangelandsfeðgar voru mikil snyrtimenni, þeir ráku einnig lifrarbræðslu og þar gegndi sama máli. Ég var stundum send þangað að fá volgt lýsi í þriggja pela flösku. Við tókum lýsi á hverjum degi." Þess má geta að Stangelandsfjölskyldan hafði talsverð umsvif á þessum tíma á Fáskrúðsfirði, rak útgerð og verslun, var með íshús og lifrar- bræðslu en auk þess með umboð fyrir skipin Lyra og Nova, en þau komu reglulega frá Noregi, fyrst til Fáskrúðsfjarðar og fóru þaðan til Akureyrar og sneru svo aftur austur til Fáskrúðsfjarðar og loks til baka til Noregs. Þessi skip fluttu bæði farþega og varning. Heimilisverk og ferming „Þegar ég man fyrst eftir mér var mamma orðin mikill sjúklingur og ég leitaði til pabba með allt. Fljótlega eftir að ég fermdist gekk ekki lengur að mamma væri heima því hún þurfti á mikilli hjúkrun að halda. Þá fór hún á sjúkrahúsið á Seyðisfirði og var þar í mörg ár." „Tólfára gömul bakaði égfýrst pönnukökur alein, mamma var þá fyrir sunnan til lækninga. Ég fór eftir handskrifaðri uppskriftabók hennar frá Kvennaskólanum. Pönnukökurnarskruppu mikið saman vegna þess að mömmu hafði láðst að skrifa að nota ætti smjörlíki. Þær urðu eins og lummur að stærð, en smökkuðust vel. Tveimur árum síðargaf pabbi mérmatreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur. Ég hafði alltaf gaman af að elda og nota bókina ennþá. Framan af var ég voða löt að taka til hendinni heima. Til dæmis átti ég að búa um rúmið mitt, en undirsængin var níðþung og hana þurfti að hrista á alla lund og snúa til að fá loft í hana. Égfékk Möggu Döggu (Margréti Jakobsdóttur), vinkonu mína, oft til að hrista sængina mína, en tók svo við þegar ég heyrði að einhver var að koma. Pabbi vildi ekki að ég fengi aðra til að vinna verkin fýrir mig. Magga var þremur árum eldri en ég og hörkudugleg." Hrefna fermdist árið 1942 ásamt tuttugu ferm- ingarsystkinum. „Eðlilega hjálpaði ég mömmu að baka fyrir fermingarveisluna. Þegarégvarað renna vanil luhringjalengjur í hakkavél inni, vildi svo illa til að ég lenti með löngutöng í vélinni og flipifóraf. Síðan hef ég alltaf haft ör á fingrinum." Fermingargjafirnar voru af ýmsu tagi. „Frá for- eldrum mínum fékk ég armbandsúr. Frá fólkinu hinum megin fékk ég frakka og innan á honum var silfurskjöldur með nafninu mínu. Einnig fékk ég myndavél og tók töluvert af myndum um tíma. Sjaldan koma lánin hlæjandi, segir mál- tækið, ég lánaði myndavélina og hún var aldrei almennilega í lagi eftir það." Skemmtanir og afþreying „Þótt sumar stelpur hafi fengið að fara á böll 12 ára, var ekki við það komandi hjá Birni Dan, skal égsegja þér! Égfékk þó aðfara á „fyrsta des ballið" í Templaranum eftirferminguna. Róbert Arnfinnsson, leikari, sem þá bjó á Eskifirði, spil- aði á harmóníku. Einnig var söngur og fleira til skemmtunar. Á ballinu var gert hlé og allirfóru upp á loft og drukku kaffi hjá Bjössa og Helgu sem þar bjuggu. Kvenfélagið eða slysavarnakon- urnar sáu um böllin og veitingarnar. Fyrsta des böllin þóttu eftirsóknarverðustu böll ársins, en ekki fóru þau alltaf friðsamlega fram. Þarna var mikið slegist og við stelpurnar stukkum æpandi uppá sviðið. Svo man ég vel eftir balli sem égfór á sautján ára, þar var slegist af mikilli hörku, þá logaði Templarinn í slagsmálum. Meira að segja ein kona tók þátt og lét höggin dynja með vesk- inu sínu. Það voru miklir eftirmálar eftir það ball, sýslumaður var kallaðurtil og klögumálin gengu á víxl. í kjölfarið bannaði sýslumaður dansleiki á Búðum í hálft annað ár en þó fékkst sérstakt leyfi öðru hverju þegar mikið lá við. Hins vegar voru ekki alltaf læti á böllum. Ég man eftir böllum bæði á Sjómannadaginn og 17. júní sem stóðufram á rauðan morgun. Þá var fjölmenni á gangi í bænum. Sérstaklega man ég eftir einum morgni þar sem var glampandi sól ogfjörðurinn spegilsléttur. Allirá göngu og mjög gaman, sumir ölvaðir eins og gengur." „Á sumrin voru krakkar mikið að veiða á bryggj- unum og ein aðalskemmtun unga fólksins var að fá lánaðar séttur og róa út á fjörðinn. Oft voru margar í einu þegar veðrið var gott. Þegar ég varunglingurvarþetta mikið stundað. Karlarnir voru mjög liðlegir að lána okkur bátana sína. 5

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.