Franskir dagar - 01.07.2011, Qupperneq 23
Franskir dagar - Les jours franqais
Tartalettur með lúxusfyllingu
12-15 tartalettur 200 g rækjur
100 g smurostur, t.d. rækjuostur 1 bolli soðin hrísgrjón
2 msk. majónes 3 msk. ananaskurl
2 eggjarauður 3 msk. saxaður spergill
1/2 tsk. Aromat 2 eggjahvítur
1/2 tsk. Season-AII 50 g rifinn ostur
1 tsk. karrý
Hrærið saman smurosti, majónesi, eggjarauðum og kryddi. Bætið rækjum, hrísgrjónum, ananas-
kurli og sperglum út í. Blandið vel saman og skiptið niður á tartaletturnar. Stífþeytið eggjahvít-
urnar, bætið ostinum út í og smyrjið yfirfyllinguna.
Bakið við 180° í u.þ.b. 10 mínútur.
Skessuskot
Botnar:
4 eggjahvítur
150 gsykur
50 g púðursykur
1 tsk. lyftiduft
2 bollar rice crispies
Stífþeytið eggjahvítur og sykur.
Blandið lyftidufti og rice crispies
saman við en passið að hræra
ekki mikið eftir að allt hráefnið
er komið í skálina. Setjið í tvö form
og bakið við 160°c í 45 mín.
Krem:
4 eggjarauður
60 gflórsykur
50 g smjör
150 g súkkulaði
Vz dl Amarulla líkjör
Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til blandan er
Ijósgulleit og loftkennd. Bræðið saman smjörlíki og súkkul-
aði og blandið saman við eggjarauðurnar. Að lokum er
Amarulla bætt útí og hrært vel.
Á milli:
300 ml þeyttur rjómi
Jarðarber, vínber, bláber, Nóa kropp
Samsetning:
Setjið annan botninn á disk og smyrjið ca % af kreminu
ofan á botninn. Setjið þeyttan rjóma ásamt niðurbrytj-
uðum berjum þar ofaná og lokið með hinum botninum.
Látið afganginn af kreminu drjúpa yfir kökuna ogskreytið
með Nóa kroppi og ávöxtum.
Pallíettuísterta með hindbeijum
úr Hallormstaðarskógi
Botn
4 eggjahvítur
200 gsykur
200 g kóksmjöl
250 g rjómasúkkulaði
Þeytið eggjahvítur og sykur,
bætið hinu við og bakið í spring-
formi I 30 mín. við 150°C.
Vanilluís
4 eggjarauður
4 msk. sykur
2 tsk. vanilludropar
1/2 I rjómi
150 g hindber
Þeytið eggjarauður og sykur
bætið dropum í. Þeytið rjóm-
ann og blandið honum og
berjunum við eggjahræruna
og setjið þetta ofan á kókos-
botninn þegar hann er orðinn
kaldur. Setjið svo í frysti.
Þegar kakan er orðin frosin
er kremi smurt á hana.
Krem
2 Snikkers
50 g rjómasúkkulaði
1 msk. smjör
2 msk. rjómi
Bræðið saman og látið kólna.
Smyrjið kreminu yfir. Setjið
aftur í frost og kakan er svo
borin fram hálf frosin, það
má svo skreyta hana með
þeyttum rjóma og berjum
að vild.
23