Franskir dagar - 01.07.2011, Síða 24

Franskir dagar - 01.07.2011, Síða 24
Franskir dagar - Les jours franqais Rósettur 2 stk. egg 2 bollar mjólk 2 bollar hveiti 2 tsk. sykur 2 tsk. salt 2-3 msk. pilsner (má sleppa) Hrærið eggjum og mjólk saman við þurrefnin og látið deigið standa við stofuhita 120 mín. Hitið matarolíu í potti og steikið með ró- settujárni og berið fram með því salati sem ykkur þykir best, t.d. laxa-, skinku- eða ávaxtasalat. Súrmjólkurterta 125 gsmjör 1 1/4 bolli sykur 2 egg 1 1/3 bolli hveiti 1 tsk. vanilla 1 tsk. lyftiduft 75 g brytjað súkkulaði 50 g kúrennur 50 g möndlur 1 bolli súrmjólk Þeytið saman smjör og sykur, setjið eggin út í og hrærið áfram. Bætið þurrefnum, súkkulaði, kúrennum og möndlum við og loks súrmjólkinni. Blandið vel saman. Setjið í tvö tertumót, bakið við 200°C I 20 mín. Þeytið 4 dl rjóma og stráið 4 msk. af Jell-o straw- berry hlaupdufti saman við og 1/2 til 1 dós af jarðar- berjum og setjið milli botnanna, fyllingin verður fallega bleikog góð. Krem ofan á: 150 g gott dökkt súkkulaði 50 g smjör 2 msk. síróp Bræðið saman í potti við vægan hita og hellið yfir kökuna. Skreytið með jarðarberjum. Skonsubrauðterta 3 egg /2 bolli sykur 3 bollar hveiti 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt mjólk eftir þörfum Aðskiljið eggin, þeytið eggjahvít- urnar vel. Þeytið síðan saman eggjarauður, sykur, salt og 2 dl mjólk. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við. Bætið mjólk I eftir þörfum. Setjið að síðustu þeyttar eggjahvítur út í deigið og hrærið varlega saman. Bakið á pönnu, t.d. pönnu- kökupönnu. Það er svo smekkur hvers og eins hve þykkar kökurnar eiga að vera. Setjið salat á kökurnar, t.d. rækju-, bauna- eða tún- fisksalat og skreytið með grænmeti og ávöxtum. Um að gera að nota hugmyndaflugið. Döðlugotterí 200 gsmjör 125 g púðursykur 500 g döðlur 5-6 bollar Rice krispies Ofan á: 300 g gott dökkt súkkulaði 3 msk. olía Bræðið smjör í potti, bætið við púðursykri og döðlum (hver þeirra skorin i u.þ.b. fimm bita). Hellið þá rice krispies út I og hrærið vel saman. Þjappið í mót eða á plötu og hafið kökurnar u.þ.b. 2 cm þykkar. Ofan á: Bræðið saman suðusúkkulaði og olíu og hel lið yfir gotteríið. Til tilbreytingar er gott að strá kókosmjöli yfir súkkulaðið og það gerir þetta bara meira nammi. Skerið í bita. 24

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.