Franskir dagar - 01.07.2014, Page 5
mnnMmonR ~ LöJOiKmnngffi
Gamli bœrinn á Nautabúi í Skagajirði sem Anna ólst upp t.
A Hafranesi vorið 1965. F.v. Ragnar Þorsteinsson Þemunesi,
Anna Björk, Jón Helgi Asmundsson Koljreyjustað og Vtðir
sonur Onnu.
skyldan flutti í Þernunes. Faðir hans, Kristinn
Jónsson, var frá Ausu í Borgarfirði syðra og móðir
hans Sigríður Gísladóttir úr Suðursveit. Ur varð
að Kristinn og fjölskylda fluttu frá Þernunesi í
Hafranes 1940 og Þorsteinn Björnsson og Lovísa
Einarsdóttir, sem bjuggu á Hafranesi, fluttu inn
í Þernunes.
„I Eyjum þekkti ég vel Gunnar bróður Sigga og
hans konu. Þau sögðu mér að Sigurður væri að
leita sér að ráðskonu um sumarið og ég sló til.
Þar með voru örlögin ráðin. Á Hafranesi var ég
í 9 ár og eftir það á Búðum í 23 ár.“
inn og Sigríður, voru hætt búskap en bjuggu þar
áfram í skjóli sona sinna. Tíu barna Kristins og
Sigríðar komust til fullorðinsára."
Aðallega var sauðfé á Hafranesi þegar Anna kom
þangað, nokkur hundruð kindur. Kýr voru aðal-
lega fyrir heimilið en á sumrin var seld mjólk
suður að Búðum. Þar voru auk þess þrír hestar,
hænur og endur.
Sigurður hafði áður stundað útræði en var hættur
því og byrjaður í vegagerð með eigin vörubíl á
sumrin og var það árin sem þau voru á Hafranesi.
Hvernig var fyrsti dagurinn á Haffanesi?
segir Anna og bætir við að mesta fjölmenni hafi
verið á öllum bæjum fyrir norðan fyallið, tvíbýli á
Eyri og Kolmúla og fjórbýli á Vattarnesi. „Þetta
var skemmtilegt samfélag, mér var vel tekið og
eins og gengur var margt öðruvísi en ég var vön.“
Kosningadagar voru stórir dagar í sveitinni. Um
mánuði eftir að Anna kom austur voru kosningar
til alþingis. Kosið var á Hafranesi, Kristinn var
formaður kjörstjórnar og Sigurður tók seinna við
af honum. Allir af bæjunum komu, bæði börn og
fullorðnir, á kjörstað. „Ég hafði kaffi og með því
handa öllum. Kona ein kom til mín eftir á og
spurði á hvaða kvennaskóla ég hefði farið. Hún
var svo ánægð með kaffimeðlætið að ég hlaut
að hafa farið á kvennaskóla en svo var nú ekki.“
Anna og Sigurður eignuðust Jón Víði í ágúst
1960. Þau giftu sig 17. desember sama ár og þá
var sonurinn skírður. „Við ætluðum að gifta okkur
1. desember en veðrið leyfði það ekki. Stuttu eftir
giftinguna fór að snjóa þannig að Staðarskarðið
lokaðist og opnaðist ekki fyrr en næsta vor.
Það var ekkert í kringum brúðkaupið en bún-
aðarfélagsfundur var á Hafranesi um kvöldið.
Þeir funduðu uppi og komu niður á eftir í kaffi,
karlarnir undruðust glæsilegt kaffimeðlæti og
spurðu hvert tilefnið væri og fengu þá að vita af
giftingunni."
Kennslukonudraumurinn rætist
Fyrsta veturinn fyrir austan var farkennsla, þá
kenndi Bjarni Jónsson frá Grófargili á Völlum,
síðan kenndu Guðlaug Þorsteinsdóttir á Þernu-
nesi og Magnús Stefánsson á Berunesi sitt hvorn
veturinn og eftir það vantaði kennara. Siggi var
þá í hreppsnefnd og úr varð að ákveðið var að
ráða Onnu til að kenna á Hafranesi haustið
1962. Anna kenndi í þrjá vetur og eftir það var
kennt í Tunguholti.
Þegar Anna kom í Hafranes var búið í öðrum
endanum á stóra steinhúsinu sem byggt var 1913
en hinn endinn var orðinn einskonar geymsla.
Lengst af bjuggu tvær fjölskyldur í húsinu og
um tíma bjuggu þar fjórar fjölskyldur.
„Þegar ég kom í Hafranes voru þar þrír bræður,
Sigurður, Jón og Gísfi. Foreldrar þeirra, Krist-
„Fyrir það fyrsta þá var ég algjörlega óvön sjónum.
Fyrsta morguninn kom Gísli inn með spriklandi
rauðmaga sem hann skellti í eldhúsvaskinn - ég
rak upp stór augu. En hann sýndi mér handtökin
og rauðmagaverkunin og fjölmargt annað lærðist
smátt og smátt - eftir þetta fannst mér vorið vera
komið þegar fyrsti rauðmaginn kom. Annað
eftirminnilegt atvik varð
þennan fyrsta dag sem var
20. maí árið 1959. Mér varð
litið út um eldhúsgluggann
og sá mannlausan bíl koma
keyrandi niður að húsinu.
Það var sama hversu mikið
ég rýndi, ég sá engan við
stýrið. Þá var þetta Borgþór
á Kolmúla, ellefu ára gamall,
sem kom keyrandi á jepp-
anum inneftir. Kolmúla-
krakkarnir fengu að keyra
jeppann þegar þeir náðu
niður á olíugjöfina.
Eitt af því sem ég lærði
á Hafranesi var að sjóða
ábrysti úr sauðabroddi,
hann hafði ég ekki smakkað
áður en ég kom austur,”
Steinhúsið á Hafranesi, byggt 1913. Annan veturinn sem Anna bjó á Hafranesi keypti Guðjón
á Kolmúla nýjan bát og reri pá út frá Hafranesi en mjög gott skipalægi er par, Siggi reri með
honum í nokkurár. Bryggjan brotnaði undan hafís 1964 ogpá var smíðuð ný bryggja.
5