Franskir dagar - 01.07.2014, Side 11
fMlMDAGM - LDJÖŒömnnCAB
Endurfundir stelpnanna sem komu til Fáskrúðsjjarðar árið 1977. Þœr hittust í Toowoomba, Astralíu í september
2012. Frá vinstri: Lynette, Mystie, Denise, Christine, Susan, Roslyn, Donna.
Susan með Gísla t Hótel Valhöll í júlí 2013. Mynd frá David McDonald.
þjökuðu stundum samskiptin og er
skondin saga af því þegar nokkrar ný-
komar fóru niður í eldhús á fyrsta degi
og spurðu ráðskonuna „Can we have
breakfast?“ (Getum við fengið morg-
unmat?) Ráðskonan horfði ringluð
á móti. „Ha...vilja þær tala við Berg-
kvist...?”
I annað sinn kom í ljós að vanafesta
okkar getur tekið öllu fram. Stelpurnar
urðu fljótlega að gera sér Ijóst hverjir
áttu sitt sæti í kaffistofunni og víðar.
Þannig ætluðu tvær þeirra að skreppa
með frystihúsrútunni inní Kaupfélag
eftir vinnu og voru sestar, þegar einn af
elstu starfsmönnum fyrirtækisins kom
inní rútuna og sá sætið „sitt“ upptekið.
Það var sko ekkert EXXKJUUSMÍÍ
!!! Sá gamli settist einfaldlega í fangið
á stelpunum og hreyfði sig ekki þaðan
fyrr er var stoppað fyrir ofan Melgerði.
Fréttin breiddist út og var „einkarétt-
urinn“ ávallt virtur eftir það.
Veturinn 1981 óskuðu stelpurnar eftir
því að elda sinn mat sjálfar í stað þess
að hafa matráðskonu. Orðið var við því,
en varla var nægt rými í ísskápum fyrir
allt sem þær vildu hafa hver fyrir sig.
Tvær stelpur frá Astralíu töldu þetta
ekki vera neitt mál, það vantaði ekki
snjóinn og kuldann úti. Maturinn væri
best geymdur úti í skafli. Þær urðu því
heldur skrítnar á svipinn þegar fiskurinn
þeirra varð úldinn og Emmess ísinn
þeirra bráðnaði allur á stuttum tíma.
I svona hópum var að sjálfsögðu að
finna misjafnlega afkastamikla ein-
staklinga. En heilt yfir reyndist þetta
ágætur starfskraftur og voru jafnvel
„bónusdrottningar" í sumum hópunum.
Ymislegt var reynt til að halda í sína
siði. Þannig var á sólbjörtum vordegi
að stelpurnar vildu hafa „barbeque" og
kveiktu sér eld í fjörunni neðan við
Valhöll. Það var áður en grillmenn-
ing okkar Islendinga varð til og skildi
enginn í því þegar svartur reykur stóð
upp af Valhöll séð ofan úr bæ á þessum
góðviðrisdegi. Það varð því stelpunum
heldur betur óvænt heimsókn þegar
allt í einu birtust menn úr slökkviliði
bæjarins til að athuga hvað væri í gangi.
Oft var glatt á hjalla í Valhöll um helgar
og það var alls ekki svo að stelpurnar
vildu ekki blanda geði við annað fólk.
Ymsar heimsóknir voru þó alls ekki
viðeigandi og varð þeim ekki um sel
þegar tveir góðglaðir menn á hestum
heimsóttu stelpurnar og þegar útidyrnar
voru opnaðar, þá skyldi hestur stinga
hausnum fyrst inn. Samskiptin við
heimafólk voru af öllum toga. Flest
eldra fólkið í frystihúsinu átti í erfið-
leikum með enskuna, en hlýlegt bros
segir meira en mörg orð. Þannig eign-
aðist Jói Gests margar vinkonur sem
héldu sambandi við hann alla ævi. Það
var ekki mikið sagt, en brjóstsykurpoki
sem laumað var í sloppvasa, karamella
sem hengd var í svuntuband eða lopa-
vettlingar sem laumað var á kalda fingur
sýndu hlýhug og vináttu sem var mikils
metin.
í fyrrasumar kom Susan Chisholm
ásamt sambýlismanni sínum David í
heimsókn til Fáskrúðsfjarðar. Susan var
í fyrsta hópnum sem hingað kom 1977
og hefur hún staðið fyrir merkilegu
starfi við að halda sambandi við þá hópa
kvenna sem hingað hafa komið. Hún
hefur stofnað fasbókarsíðu:
Faskrudsfjordur Overseas Workers
1977 -1986 til að hafa uppi á öllum
sem til þessa hópa tilheyrðu og hefúr
orðið vel ágengt. Þannig komu
nokkrar þeirra saman til endurfúndar
í Ástralíu 2012 til að rifja upp gamla
tíma frá Fáskrúðsfirði.
Jólamaturinn í Valhöll 1978. Frá vinstri: Sharon, Val, Gaelyn, Maggie, Margret, Trudi,
Ronni, Maxine. Myndfrá Maxine.
Nokkrar stelpur úr hópnum sem kom árið 1977 á bryggjunni t morgunkaffipásu. Frá vinstri:
Donna, Lynette, Denise, Mystie, Margret, Susan, Christine. Myndfrá Roslyn.
11