Franskir dagar - 01.07.2014, Side 14
FRMlDMIt °o lCJOlKFRMCíffi
Á síðasta ári komu 305 manns á launaskrá hjá
Loðnuvinns/unni hf.,cn að meðaltali störfiðupar
177 manns. Þá greiddi fe'/agið 1,2 miUjarða í
vinnu/aun til starfsmanna sinna. Brúttótekjur
Loðnuvinnslunnar hf. árið 2013 voru 6 millj-
arðar og hagnaður eftir skatta 541 mil/jón. Eigið
féLoðnuvinnslunnar hf. íárslok2013 var3 millj-
arðar, sem er53,7% afniðurstöðu efnahagsreiknings.
Hagnaður Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga samkvæmt
samstæðureikningi árið 2013 var 427 milljónir og
eigiðféfélagsins társlok var2,7 milljarðar, sem er
98,8% eiginfiárhlutfall.
Fiskimjölsverksmiðja LVF byggð 1995.
arsson frá árinu 1995. Skipstjóri á skuttogar-
anum Hoífelli þau tuttugu ár sem skipið var á
Fáskrúðsfirði var Högni Skaftason. Sérstakir
útgerðarstjórar hafa verið íjórir: Jón Erlingur
Guðmundsson 1972-1976, Gunnar Jónasson
1976-1981, Eiríkur Ólafsson 1981-2006, og
Kjartan Reynisson frá árinu 2006.
Hinn 12. maí árið 1978 tók Gunnar Jónasson
stjórnarformaður KFFB fyrstu skóflustunguna
að nýju verslunar- og skrifstofúhúsi félagsins að
Skólavegi 59. Húsið er á þremur hæðum og er
gólfHöturinn samtals 1500 fermetrar. Verslunin
var flutt í húsið frá Tanga um miðjan nóvember
árið 1980 og skrifstofúrnar íjúh' árið 1985. Mikil
breyting varð til batnaðar í verslunarmálum Fá-
skrúðsfirðinga þegar nýja verslunin að Skólavegi
59 var opnuð í miðju kauptúninu. En tímarnir
breytast og þá þurfa fyrirtækin að aðlaga sig að
nýjum aðstæðum. Með bættum samgöngum og
tilkomu stórmarkaðanna áttu litlar dreifbýlis-
verslanir stöðugt á brattann að sækja. Einingin var
of lítil og hafði ekki eðlilegan rekstrargrundvöll.
Finna varð henni stað í stærri verslunarrekstri til
að freista þess að lækka vöruverðið. Frá 1. janúar
árið 2000 var verslunin leigð til Kaupfélags Hér-
aðsbúa, en árið 2009 tóku Samkaup hf. við henni
°g leigja hana í dag. Hefúr þetta fyrirkomulag í
verslunarmálum á Fáskrúðsfirði reynst ágædega.
Um 1990 var keyptur 26 metra stálbátur frá
Hvammstanga sem fékk nafnið Búðafell SU 90.
Búðafell var gert út á rækju og línu í um þrjú ár.
Báturinn var lengdur um 4 metra í Gdynia í Pól-
landi. Hann var svo seldur til Hafnarfjarðar og
fékk nafnið Lómur HF 177.
I árslok 1993 var Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar
hf. sameinað Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga, enda
nær alfarið í eigu þess. Astæða sameiningarinnar
var sú að ný lög um innlánsdeildir litu dagsins ljós
og í nýju lögunum var kveðið á um aukið eigið fé
hjá félögum sem ráku innlánsdeildir. Til þess að
KFFB þyrfti ekki að leggja niður innlánsdeildina
var brugðið á það ráð að sameina félögin og skapa
með því eiginfjárstöðu sem myndi uppfylla hin
nýju lagaskilyrði. Innlánsdeildirnar voru kaup-
félögunum mjög nauðsynlegar, en þær áttu sinn
14
þátt í því að tryggja félögunum eðlilega lausa-
fjárstöðu.
Árið 1994 var stofnað fyrirtækið Loðnuvinnslan
hf. af kaupfélaginu og fleiri aðilum, sem hafði það
að markmiði að reisa 1000 tonna fiskimjölsverk-
smiðju á Fáskrúðsfirði. Verksmiðjan var byggð
árið 1995 og tók til starfa í janúar 1996. Bygg-
ing verksmiðjunnar hafði mikil áhrif á íslenskan
fiskimjölsiðnað á sínum tíma. Þar er sérstaklega
til að taka að við verksmiðjuna voru reistir fjórir
32ja metra háir mjöltankar, þeir fyrstu sinnar
tegundar hér á landi. Frá þeim er sjálfvirkur
losunarbúnaður fyrir mjöl til útskipunar um borð
í flutningaskip. Þá var verksmiðjan tölvuvæddari
en nokkur önnur verksmiðja hér á landi.
Afar vel gekk að fá hráefni í hina nýbyggðu verk-
smiðju og var hráefnismagn hennar fyrstu árin
frá 75.000 tonnum og upp í 123.000 tonn. Þetta
hráefnismagn var langt umfram þær áætlanir
sem gerðar höfðu verið um væntanlegt hráefni
í verksmiðjuna. Mjög mikilvæg viðskiptatengsl
sköpuðust t.d. við tvö útgerðarfyrirtæki í Vest-
mannaeyjum, Berg hf. og ísfélag Vestmannaeyja
hf. Þá hefúr verksmiðjan frá upphafi verið með
hæst hlutfall íslenskra verksmiðja af hráefni frá
erlendum skipum. I áætlunum var gert ráð fyrir
þessum möguleika einkum vegna staðsetningar
verksmiðjunnar. Þá er verksmiðjan að sjálfsögðu
lykillinn að manneldisvinnslu á uppsjávarfiski sem
verið hefúr stöðugt mikilvægari þáttur í starfsemi
fyrirtækisins. Loðnuvinnslan hf. hefúr t.d. í mörg
ár verið nær eina fyrirtækið hér á landi sem fram-
leiðir saltsíld.
Bygging fiskimjölsverksmiðjunnar árið 1995 er
eitt stærsta verkefni sem Kaupfélag Fáskrúðs-
firðinga hefúr ráðist í. Hún var byggð á einu ári
og störfúðu um 80 manns við bygginguna þegar
flest var. Þó að hér hafi verið um hlutafélag að
ræða var það kaupfélagið sem dró vagninn til
enda. Ef ætti að byggja nýja verksmiðju í dag
og gera hana sambærilega þeirri sem Fáskrúðs-
firðingar hafa, myndu slíkar framkvæmdir ekki
kosta undir þremur milljörðum króna.
Árið 1997 kaupir kaupfélagið hlutabréfRagna-
borgar sem hér hafði haft aðsetur í nokkur ár.
Með kaupunum eignaðist kaupfélagið húseignir
þær sem áður voru í eigu Pólarsíldar hf. I þessum
húsum var komið upp frystihúsi fyrir uppsjávar-
fisk og byggður frystiklefi og kæligeymsla. Einnig
fylgdu með í kaupunum húseignir þær sem áður
tilheyrðuTrésmiðju Austurlands hf. innst í kaup-
túninu. Þá voru einnig keyptar húseignir Hilmis
ásamt eignarlóð við Hafnargötu.
Arið 1998 kaupir Loðnuvinnslan hf. fjölveiðiskip
frá Irlandi sem fékk nafnið Hoffell. Þessi kaup
voru mjög mikilvæg fyrir starfsemina vegna þess
að þróunin var sú að uppsjávarskipin tóku að
færast á færri og færri hendur og tilheyrðu nú
fleiri ákveðnum verksmiðjum. Það fór því svo að
erfiðara var að ná í hráefni fyrir verksmiðjuna en
áður hafði verið. Hoffell var í fyrstu kvótalaust
skip. Það aflaði sér veiðireynslu í kolmunna,
makríl og lítilsháttar í norsk-íslenskri síld. Þá
tókst að kaupa inn á skipið kvóta í íslenskri síld
og loðnu. Fyrsta árið var Helgi Kristjánsson
skipstjóri á Hoffelli, en þá tók Bergur Einarsson
við skipinu og hefúr verið skipstjóri á því fram
á þennan dag.
Á árunum 1999-2000 varð stórfellt verðfall á mjöli
og lýsi. Mjölverð lækkaði á skömmum tíma um
50% og lýsi um 60%. Þetta verðfall kom mjög
illa við Loðnuvinnsluna hf. (fyrri) með sína nýju
fiskimjölsverksmiðju og nýkeypt fjölveiðiskip.
Þá var brugðið á það ráð að stofna nýtt fyrirtæld
með sama nafni hinn 29. október 2001, sem tók
Alda Oddsdóítir og Friðrik Guðmundsson kaupfélagsstjóri.
til starfa 1. janúar 2002. Þá var sjávarútvegs- og
viðhaldsstarfsemi kaupfélagsins ásamt Loðnu-
vinnslunni hf. fyrri komið fyrir í hinu nýja félagi og
þar með var KFFB orðið 83% eigandi að Loðnu-
vinnslunni hf. seinni. Þessi tilhögun hefúr staðið
fram á þennan dag og reynst vel fyrir byggðarlagið.
Eignarhaldið á atvinnustarfseminni er í traustri
eigu heimamanna í gegnum samvinnufélagið.
Trúlega mun vera einsdæmi hér á landi að íbúar