Franskir dagar - 01.07.2014, Síða 15
miMDflGM ~ LEJOuKnmncnis
Frá 80 ára afmæli KFFB.
í liðlega 700 manna byggðarlagi eigi sjálfir jafn
öfluga atvinnustarfsemi og hér um ræðir.
Á árunum 2000-2001 var Hoffell lengt um 8
metra og gerðar á því umfangsmiklar endurbætur í
Gdynia í Póllandi. Eftir þær breytingar ber skipið
um 1430 tonn. Hoffell er mjög vel útbúið og hefur
það verið aflasælt í gegnum árin. Hoffell bjargaði
flutningaskipinu Olmu í nóvember2011 eftir að
Alma hafði tapað stýrinu utan við Hornafjarðarós
með 1500 tonn af freðfiski um borð og dró það
til Fáskrúðsfjarðar.
Á síðasta ári tók Loðnuvinnslan hf. á móti 40.500
tonnum af hráefni og framleiddi 15.750 tonn af
afurðum. Aflamark Loðnuvinnslunnar hf. árið
2013 var tæplega 7500 þorskígildistonn, en á
árunum 2012 og 2013 tókst að auka verulega
við bolfiskkvóta félagsins. Enginn vafi er á því
að samvinnufélagsformið hentar einkar vel til
að halda utan um eignarhlut og aflaheimildir
Loðnuvinnslunnar.
Árið 2008 var hafist handa við að gera upp versl-
unarhúsið Tanga í samstarfi við Húsafriðunar-
nefnd. Húsið var gert upp sem næst upprunalegri
mynd og var Stefán Björnsson fenginn til aðstoðar
við skipulag þess. Stefán er fæddur í Tanga árið
1934 og alinn þar upp til 12 ára aldurs. Húsið
er nú opið ferðamönnum og þar er saga hússins
kynnt í máli og myndum. Þá hefur handverksfólk
á Fáskrúðsfirði fengið aðstöðu í Tanga og selur
þar varning sinn. Heiti þessa heimamarkaðar er
Gallerí Kolfreyja.
Þegar endurbyggingu Tanga var lokið var ákveðið
að gera upp Wathneshús, sem er elsta uppi-
standandi hús á Fáskrúðsfirði, byggt árið 1882.
Wathneshús er frá tíma norsku bræðranna
Friðriks og Ottós Wathne. Friðrik rak verslun á
Fáskrúðsfirði, en Ottó stundaði þaðan síldveiðar.
Bæði þessi hús em nú bæjarpiýði í kauptúninu
og vitna um horfna tíð, upphaf byggðar á
Búðum. Kaupfélagið hefiir ávallt smtt vel við
bakið á ýmissi félagastarfsemi m.a. í íþrótta-
mennta- menningar- og heilbrigðismálum og
haft samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Þegar Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga fagnaði 80 ára
afmæli sínu höfðu kaupfélagsstjórar þess verið 8
talsins. Björn I. Stefánsson 1933-1946, Einar
G. Sigurðsson 1946-1949, Guðlaugur Eyjólfs-
son 1949-1955, Helgi Vigfusson 1955-1956,
Guðjón Friðgeirsson 1956-1969, Páll Jónsson
1970-1974, Einar Jónsson 1974-1975 og Gísli
J. Jónatansson 1975-2013.
Friðrik Mar Guðmundsson tók við starfi kaup-
félagsstjóra l.september2013. Stjórnarformaður
Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga er Steinn Björgvin
Jónasson, en stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar
hf. er Lars Gunnarsson.
Eg óska Fáskrúðsfirðingum innilega til hamingju
með glæsilega atvinnustarfsemi. Megi hún halda
áfram að blómgast og dafna.
15