Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 23
fmffimwm ~ LDJOUffirmncnis
skömmu fyrir skímina að drengurinn bæri föður-
nafn sitt ef hann ætti að bera fyrra nafnið. Oljóst
er hvernig sambandi Birnu við bamsfeður sína tvo
var háttað, en samband barna hennar við feður
sína var ólíkt. Jóhanna heför alla tíð þekkt föður
sinn og umgengist hann og fjölskyldu hans en
Guðmundur þekkti ekki til föðuríjölskyldu sinnar
fyrr en nokkmm árum eftir fráfall Birnu. Hver
þáttur Birnu var í þeirri tilhögun skal ósagður
látinn. Birnu þótti afar vænt um börnin sín tvö
og veitti þeim einstaka umhyggju og vernd. Hún
tók því illa ef einhver hafði eitthvað út á þau að
setja eða stríddi þeim, þá lét hún sko í sér heyra!
Þrátt fyrir algengi þess að einstaklingar með
þroskaskerðingu og/eða födun af einhverju tagi
væm vistaðir á stofnunum á borð við Kópavogs-
hæh fyrir miðja 20. öld tók Birna þá ákvörðun að
ala dóttur sína sjálf upp á heimaslóðum sínum á
Brimnesi og lagði hún hart að sér, ásamt Sólveigu
uppeldismóður sinni, við að aðstoðajóhönnu við
að læra hvort sem það var á bók eða heimilisstörf.
Ljósmóðirin Birna Kristborg
Birna lærði ljósmóðurfræði við Ljósmæðra-
skóla Islands skólaárið 1951-1952 og varð það
að hennar ævistarfi, en Búða- og Fáskrúðsfjarðar-
hreppir styrktu Birnu til námsins. í útslaiftar-
skírteini hennar fær Birna einkunnarorðin vel
hæf til Ijósmóðurstarfa. Jóhanna bjó með móður
sinni í Reykjavík á námstímanum og ættingjar
hjálpuðu til við að passa stúlkuna þegar Birna
sinnti námi og vöktum á fæðingardeild Land-
spítalans. Birna var vel fiðin innan nemendahóps-
ins og hafði yfir að ráða eftirsóknaverðri alúð og
mikilli hæfni í samskiptum við hinar verðandi
mæður. A námstímanum hélt Birna gjarnan uppi
stuðinu, hún hafði gaman af því að dansa og dró
aðrar námsmeyjar
með sér í bæinn á
böh. Hún stóð fyrir
söngkvöldum og ýtti
undir samveru hóps-
ins sem nam saman í
Ljósmæðraskólanum
þetta ár. Þrátt fyrir
gylliboð um starf á
Landspítalanum að
námi loknu, eflaust
við betri aðstæður en
þekktust í dreifbýl-
inu, sneri hún aftur
til Fáskrúðsljarðar
og í bréfi dagsettu 5.
maí 1953 sótti Birna
um ljósmóðurstarf
í Fáskrúðsfjarðar-
ljósmóðurumdæmi.
Starfið fékk hún og
þar sinnti hún barns-
hafandi konum af
fagmennsku og
öryggi þar til hún
lét af störfum árið
1989. Mikilvægt er
að nefna að fæðing-
araðstoð og starfs-
umhverfi ljósmæðra
í dreifbýli var með
Brimnes.
öðrum hætti á miðri síðustu öld en það er í dag.
Þá fæddu konur nær undantekningarlaust börn
sín í heimahúsum með aðstoð ljósmæðra en
ekki á sjúkrahúsum. Birna dvaldi oft á heimili
hinna verðandi mæðra og annaðist þær fyrir og
eftir fæðingar, ásamt því að sinna fjölskyldum
kvennanna og húsverkum teldi hún þörf á því.
Einnig sinnti hún heimavitjunum í nokkurn
tíma eftir fæðingar.
Birna var þeim mörgu unglæknum sem komu til
starfa í Fáskrúðsfjarðarlæknishéraði afar tryggur
leiðbeinandi í fæðingarhjálp og umönnun kvenna
og barna. Afar vel var látið af Birnu sem ljósmóður
og taldi hún ekkert eftir sér í þeim efnum þegar
kom að erfiðum aðstæðum við störf hennar, hvort
sem um var að ræða eigið heilsufar eða aftaka-
veður sem gerði för hennar til kvennanna erfiða.
Birna var farsæl í starfi og lagði natni í að ná til
þeirra sem hún annaðist hverju sinni. Styrkleikar
Birnu í félagslegum samskipmm nýttust henni
vel í ljósmóðurstarfinu. Hún átti auðvelt með að
gefa og einnig að þiggja og tók þátt í gleði og sorg
hinna verðandi mæðra og fjölskyldna þeirra af
virðingu, nærgætni og ómældri hlýju og samúð.
Birna hélt ljósmæðraskrá yfir allar þær fæðingar
sem hún sá um í starfi sínu sem ljósmóðir í Fá-
skrúðsijarðarljósmóðurumdæmi. A 35 ára starfs-
ævi í Fáskrúðsfirði tók Birna á móti 315 börnum.
Fyrsta barnið sem hún tók á móti eftir að hún var
ráðin var Borghildur Stefanía Olafsdóttir, þann
22. maí 1953, og það síðasta var Elvar Friðriks-
son þann 12. maí 1989.
Húsffeyjan Birna Kristborg
Samhhða ljósmóðurstarfinu var Birna lykilmann-
eskja í að reka og stjórna heimilinu á Brimnesi.
Ásamt Birnu og börnum hennar voru þar búsett
Guðmundur og Sólveig fósturforeldrar hennar og
Þorgeir og Albert uppeldisbræður hennar. Eftir
að Guðmundur og Sólveig féllu frá, árin 1970
og 1972, var Þorgeir með búskap á jörðinni og
Albert var vinnumaður á heimilinu. Birna sá að
mestu um verk innan heimilisins, og Þorgeir og
Albert sáu um bústörfin utandyra.
Mikill fyöldi barna og unglinga dvaldi á Brim-
nesi á hverju sumri, en algengt var á þessum tíma
að börn væru send í sveit. Flest barnanna sem
dvöldu á Brimnesi að sumarlagi komu árlega fram
á fullorðinsár. Þau voru sum hver systkinabörn
Birnu ættuð frá Felli í Breiðdal en einnig voru
þau mörg afkomendur Guðmundar og Sólveigar,
fósturforeldra Birnu. Einhver þeirra höfðu engin
ættartengsl að rekja til Brimness. Fjöldi heimilis-
manna gat verið um 20 manns þegar mest lét yfir
sumartímann. Birna bar ábyrgð á barnahópnum
ef svo má segja. Þrátt fyrir að Þorgeir og Albert
hafi haft mikið af börnunum með sér í vinnu þá
var það Birna sem tók að sér að hafa yfirumsjón
með öOu sem viðkom sumarbörnunum. Henni
var mikið í mun að börnin þróuðu með sér gott
verkvit og lagði sig fram við að kynnast börnunum
með uppbyggilegum hætti, sýna þeim alúð og
nærgætni og sinna þörfum þeirra.
23