Franskir dagar - 01.07.2014, Side 27

Franskir dagar - 01.07.2014, Side 27
ntnnMDAGAit -> m joim^ ritAngAis Konungsætt 4egg 175 g sykur 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft Þeytið egg og sykur mjög vel. Bætið þurrefnunum varlega saman við. Bakið í Rafha ofnskúffii (gömlu) við 250°C í u.þ.b. 10 mín. KæMð. Skerið botninn langsum í 9, 7,5,3, og 1 cm lengjur. Krem 2,5 dl mjólk 2 eggjarauður 35 g sykur 30 g hveiti 150 g smjör 45 g dökkt súkkulaði Hitið mjólkina. Hrærið sykur og eggjarauður vel saman. Bætið hveitinu saman við og hellið síðan sjóðandi heitri mjólkinni saman við en þeytið vel í á meðan. Hellið þessu þá aftur í pottinn og hitið að suðu og hrærið vel í á meðan svo verði ekki kekkir. Kælið. Hrærið nú smjörið létt og ljóst, blandið því svo saman við. Bræðið súkkulaðið. Takið frá eins og 1 msk. til að skreyta með og bætið þá súkkulaðinu út í. Eftir því sem meira súkkulaði er sett út í, því dekkra verður kremið. Tertan sett saman: Setjið breiðustu lengjuna á ílangan tertudisk. Smyrjið kremi á, þá næstu lengju og svo koll af kolli. Smyrjið kremi utan á tertuna og setjið þá ljósa kremið sem tekið var frá í sprautupoka og sprautið fallegu munstri á hana. Konfektterta 3egg 1 bolli sykur % bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 75 g kókosmjöl 100 g brytjað dökkt súkkulaði Þeytið vel saman egg og sykur. Bætið hveiti, lyftidufti, kókosmjöli og súkkulaði saman við. Skiptið deiginu í tvo botna og bakið í um 20-25 mín. við 180°C. Va 1 rjómi. Þeytið rjómann, setjið á milli botnanna. 150-200 g marsipan. Rúllið út marsipani og setjið yfir termna. Hjúpur: 140 g súkkulaði 1 dl óþeyttur rjómi Setjið í pott og bræðið á lágum hita - hrærið reglulega í. Hellið yfir termna. Konfektterta Marsipanterta. Þessa tertuuppskriftfékk Sonja hjá Ingibjörgu Þórormsdótturpeirri góðu konu sem var eins og allar hinar Þórormsdtetumar, mikill matgæðingur. Marsipanterta 5 egg 150 g sykur 70 g kartöflumjöl Vi tsk. lyftiduft 1 dl sérrý eða ávaxtasafi til að bleyta botninn. Krem: 4 matarlímsblöð Vi 1 rjómi (óþeytmr) vanilla 1-2 msk. sykur 4 eggjarauður 100-150 g marsipan 1 dl þeyttur rjómi Botn: Þeytið egg og sykur, bætið við kartöflumjöli og lyftidufti. Skiptið deiginu í tvo botna og bakið við 180°C í um 20 mín. Krem: Skolið matarlímið í köldu vatni og bræðið það í vatnsbaði ásamt vanillunni. Þeytið vel saman eggjarauður og sykur. Hitið rjómann í potti, rífið marsipanið og blandið saman við rjómann þangað til það hefur samlagast. Þá er heiti rjóminn settur út í eggjahræruna og hrærður smá stund og allt sett aftur í pottinn og matarlími bætt við í mjórri bunu svo ekki komi kekkir. Látið kólna um stund og blandið þá þeytta ijómanum saman við. Hellið kreminu í kökuform, til að fá sömu stærð og á botnunum. Látið kólna í ísskáp. Kakan sett saman: Setjið botninn á tertudisk, hellið helmingnum af sérrýi eða ávaxtasafa yfir. Setjið kremið ofan á og loks hinn botninn. Vætið efri botninn með restinni af sérrýinu. Skreytið tertuna að vild, t.d. með útflöttu marsipani eða hverju sem vill. 27

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.