Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 31
riMMDMft ~ LMUIti f ftnnCAft
Afmtelisnejhdin. Aflari röð fv. Ólafur Atli Sigurðsson, UnnarAri Hansson, Elvar Óskarsson, Óskar Þór Guðmundsson, Óskar Ingimar
Gunnarsson. Fremri röð f.v. Guðrún Nielsdóttir, Brynja Rún Steinpórsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, Svava
Gerður Magnúsdóttir, sr. Jóna Kristin Þorvaldsdóttir. A myndina vantar Hildi Einarsdóttur.
safnaðarfundurfyrir Búðasókn haldinn á Búðum.
Fundarefni 1. Lesið símskeytifráprófasti svohljóð-
andi: „Stjórnarráðið biður tilkynnt: Skipting Kol-
freyjustaðarsóknar sampykkt. Kirkjugjöld skiptast
frá fardögum 1913. Búðakirkja reist fyrir árslok
1914'. Undir öðrum fundarliðum var rætt um
það hvar kirkjan ætti að rísa og ákveðið að hún
yrði byggð á Alfamel, fengist til þess lóð. Sam-
þykkt var að kjósa fimm manna nefnd til að standa
fyrir byggingunni og hlutu eftirtaldir kosningu
eins og fært er til bókar: Stefán, verslunarfulltrúi,
Guðmundsson, Haraldur, prestur,Jónasson, Gísli,
póstafgreiðslumaður, Högnason, Georg, læknir,
Georgsson og Sveinn, trésmiður, Benediktsson.
Síðan var leitað samskota til kirkjubyggingar-
innar á fundinum. Nöfn þeirra þrjátíu sem tóku
þátt í samskotinu voru skráð í bókina ásamt
dagsverkum og upphæðum, sem námu samtals
77 dagsverkum og 305 krónum. Lóðina undir
kirkjuna átti einn byggingarnefndarmanna, GísH
Högnason. Þann 30. maí 1916 ritaði hann form-
legt bréf til Búðasóknar þar sem hann tilkynnti að
hann gefi Búðakirkju til fullrar eignar og umráða
9785 feta lóð úr landareign sinni. Síðar gafhann
einnig land undir kirkjugarðinn og er það form-
lega staðfest af erfmgjum hans sumarið 1923.
Byggingarárið 1914
Arið 1914 var viðburðaríkt. Strax í janúar undir-
ritaði Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917), húsa-
smíðameistari og byggingaráðunautur heima-
stjórnarinnar, uppdrætti að Búðakirkju. Af öðmm
kirkjum eftir Rögnvald má nefna Húsavíkur-
kirkju, Bíldudalskirkju, Þingeyrarkirkju, Kefla-
víkurkirkju og Hafnarfjarðarkirkju og eru þær
tvær síðastnefndu ásamt Búðakirkju gjarnan
kallaðar systurkirkjurnar þrjár. Biskup Islands,
herra Þórhallur Bjarnason, segir frá því í Nýju
Kirkjublaði 1915 að árið 1914 hafi verið eitt
mesta kirkjubyggingarár í sögu Þjóðkirkjunnar.
Sóknirnar tvær, Kolfreyjustaðarsókn og Búðasókn
funduðu saman í apríl og úr varð að fyrrnefnda
sóknin lagði til byggingar Búðakirkju alla inneign
sína í hinum Almenna Kirkjusjóði að undan-
skildum 230 krónum, eða 3482,35 krónur. Það
lá á að safna fé fyrir júnímánuð því þá þurfti að
greiða byggingarmeistara og steinsmiði, Oddi
Guðmundssyni í Reykjavík 5500 krónur og þeir
peningar urðu að komast sem fyrst með skipi
suður. Meira fé þurfti til og varð söfnuðurinn
að skrifa undir ábyrgðarskjal fyrir láni úr Kirkju-
sjóðnum fyrir allt að 4000 krónum. Undirritaðri
þótti nokkuð sérstakt að lesa eftirfarandi úr bréfi
til prófasts ritað af afa hennar: Jlðpví er snertir
undirskriftir undir ábyrgðarskjalið,pá áleit sóknar-
nefndin enga pýðingu hafa að aðrir undirrituðupað,
en fullveðja menn, og sömuleiðis áleit húnpað ekki
nauðsynlegt að konur ábyrgðarmannanna skrifuðu
undir skja/ið. Auk giftra kvenna og annarra, sem
að áliti sóknarnefndarinnar engapýðingu hefir að
skrifi undir nokkrar ábyrgðir, munu vera um 130
fullveðja menn í sókninni.” Þannig var nú við-
horfið til kynjanna í þá daga. En að síðustu er
þess óskað í bréfinu að erindi þetta berist áfram
til biskups með strandferðabátnum í júh. Það
er ekki alveg áreynslulaust að byggja upp safn-
aðarstarf og reisa kirkju og það reyndi hinn nýi
söfnuður á Búðum. Einhverra hluta vegna, sem
ekki eru tilgreindir í Gjörðarbókinni, biðst nær
öll byggingarnefndin lausnar frá störfiim í maí
1914. En áfram var haldið að reisa kirkjuna og
fyrsti sóknarprestur við Búðakirkju, séra Haraldur
Jónasson, var ráðinn til starfa. Hann hafði verið
skipaður aðstoðarprestur 1910 til séra Jónasar
Hallgrímssonar á Kolfreyjustað, en fékk góða
kosningu í embætti sóknarprests þetta árið.
Aðkoma fríkirkjusafhaðar
Þann 8. nóvember 1914 var boðað til fundar.
Fundarefni var erfiður fjárhagur við byggingu
kirkjunnar og aðkoma fríkirkjusafnaðar á Fá-
skrúðsfirði að henni. Þess er ekki getið hver var
málshefjandi á fundinum, en útskýringin á bágri
fjárhagsstöðu varð inngangur að þeirri uppá-
stungu sem var borin fram samkvæmt Gjörðar-
bókinni: „...vildi hann (málshejjandi) pvi skýra
frá hver afstaða hins væntanlega fríkirkjusafn-
aðar gteti verið ípví máli, ef samkomulagfengist,
sem er, að peir vteru fúsir til að taka jafnan pátt í
öllum kostnaði við kirkjubygginguna og árlegum
kirkjugjöldum, eins ogpjóðkirkjumenn eða á annan
sanngjarnan hátt eftir tillögumpjóðkirkjumanna. ”
Þessi tillaga virtist koma fundarmönnum á óvart
og frestaði sóknarnefndin frekari fundarhöldum
um óákveðinn tíma. Þrem vikum síðar, 1. des-
ember, var aftur boðað til fundar og aðalefnið
var aðkoma fríkirkjusafnaðar að kirkjunni. Áður
en það mál var tekið á dagskrá gat fundarstjóri
mjög veglegra gjafa frá kvenfélaginu Keðjunni,
sem var hvorki meira né minna en orgel í nýju
kirkjuna og messuskrúði, altarisklæði, hökull og
rykkihn. Þær kvenfélagskonur hafa heldur betur
verið stórtækar í stuðningi sínum við kirkjuna og
munað miklu um framlag þeirra. En eftir þennan
fundarlið var orðið gefið laust um hugsanlegt
samkomulag við fríkirkjusöfnuð. Páll kennari
Pálsson bar upp tillögu studda af Jónasi Jónas-
syni í Sjólyst þess efnis að samþykkt yrði að leigja
fríkirkjusöfnuði afnot af Guðshúsinu með þeim
skilyrðum að sá söfnuður tæki jafnan þátt í öllum
kostnaði við kirkjuna og leigði hana til fimm
ára í senn. Miklar umræður fóru fram en engin
breytingartillaga var borin upp. Áður en gengið
var til atkvæða voru þeir væntanlegu fríkirkju-
menn viðstaddir spurðir hvort þeir ætluðu að
taka þátt í atkvæðagreiðslunni, en því var svarað
fyrir þeirra hönd að það myndu þeir ekki gera
þó þeim fyndist þeir hafa rétt til þess þar eð þeir
hefðu ekki enn sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Var því
næst gengið til atkvæðagreiðslu um tillöguna að
viðhöfðu nafnakaUi og hvert nafn og atkvæði
fært til bókar. Fór svo að tillagan var samþykkt
með 48 gegn 37 atkvæðum. Reynt var að efna
til samskota í lok fundar til að greiða skuld við
Kirkjusjóð, en þar sem fundurinn hafði leyst upp
eftir atkvæðagreiðsluna var ákveðið að fara með
samskotaskjal til þeirra sem ekkert höfðu enn
lagt til byggingarinnar.
Vígsluárið 1915
Hlé varð á fundum hjá sóknarnefndinni á Búðum
og næsti fundur færður til bókar þann 2. maí
1915. Var þar farið yfir bréf biskups og prófasts
vegna fyrirhugaðs samkomulags fríkirkju- og
Þjóðkirkjusafnaðar á Búðum. Biskup vildi ekki
samþykkja lögmæti fundarins frá 1. desember,
þar sem enginn fríkirkjusöfnuður hafði verið
formlega myndaður og fór hann fram á það að
beiðni um lán á kirkjunni kæmi frá löggiltum
fríkirkjusöfnuði með staðfestum forstöðumanni.
Biskup getur þess þó f lok erindis að hann sé alls
ekki andvígur þeirri hugsun að söfnuðirnir tveir
geti verið saman um kirkjuhúsið. Um bréf þessi
urðu nær engar umræður, því nú hafði löggiltur
fríkirkjusöfnuður verið stofnaður og var gengið
aftur til atkvæðagreiðslu um tillöguna frá l.des-
ember. Mikið fjölmenni hefur verið á þessum
fundi og eru nöfn og atkvæði skráð þannig að 63
sögðu já við tillögunni um samkomulag við frí-
kirkjusöfnuð, en 49 voru andvígir. Fimm dögum
eftir þennan fund sendi ritari sóknarnefndar
hinum nýja sóknarpresti bréf og óskar eftir því
fyrir hönd nefndarinnar að kirkjan verði vígð hið
fyrsta, orgel og messuskrúði væru til staðar, auk
kirkjuklukku sem fengin var að láni frá Kol-
freyjustað og ekkert lengur því til fyrirstöðu að
taka kirkjuna í notkun fyrir börnin sem áttu að
fermast um vorið.
31