Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 33
ranffiraRDAGm ~ lcs jours rnnncnis
0, Herra, lát íheimipað
mér hugfast jafnan vera
að annastpund mér úthlutað
svo ávöxt megi bera
og lífs um tíð í trúnni að sá
svo trúna verðlaun himnum á
oss auðnist upp að skera.
Velunnara hefiir kirkjan alltaf átt sem hafa lagt
mikið af mörkum því oft hefur verið erfitt að fjár-
magna viðhald á húsinu eða kaup á munum nema
fyrir söfnunarfé eða lán. Velgjörðarfólk kirkj-
unnar hefur verið henni ómetanlegur stuðningur.
Arið 1989 var nýtt pípuorgel vígt, þriðja hljóð-
færið sem BjörgvinTómasson, orgelsmiður smíð-
aði og ári síðar voru gerðar breytingar á kirkj-
unni og hún lagfærð töluvert. Björn Kristleifsson
arkitekt, hafði umsjón með verkinu. Kirkjan var
þá orðið friðað hús samkvæmt ákvæði þar um í
þjóðminjalögum og allt unnið í samráði við Húsa-
friðunarnefnd. Bekkir niðri voru endurnýjaðir,
svo og gluggakarmar og hurðir fyrir kirkjudyrum.
Stólar voru settir á kirkjuloft í stað bekkja, stoðir
undir kirkjulofti klæddar að nýju og nýtt parket
lagt á gólf í kirkjuskipi, en gólfið lagfært uppi
og kirkjan öll máluð að innan. Sami arkitekt
hannaði viðbyggingu sem Húsafriðunarnefnd
samþykkti og er hún byggð til austurs, h'khúsið
rifið og stækkaði kirkjan að grunnfleti um 35 fm.
Þar er þjónusturými kirkjunnar með skrifstofu
og fundaraðstöðu og var viðbyggingin tekin í
notkun 1998.
Búðakirkja / Fáskrúðsfjarðarkirkja
Það sést við lestur fundargerða að upp úr miðjum
áttunda áratugnum kemur nafnið Fáskrúðsfjarð-
arkirkja oftar við sögu og var sóknarprestur áfram
um það að nafnið tæki yfir. Hefúr sennilega skipt
þar máli að önnur Búðakirkja er til, Búðakirkja í
Ingjaldshólsprestakalli í Snæfells- og Dalasýslu.
Sú kirkja er mun eldri, eða frá 1848, timbur-
kirkja, sem var endurreist 1987. Má segja að nú
sé nær eingöngu talað um Fáskrúðsfjarðarkirkju
hér í byggð. Það sama gildir um nafnið á Búða-
sókninni, það heiti hefur fyrir löngu vikið fyrir
Fáskrúðsfjarðarsókn og í dag er sú sókn eina
sóknin í Kolfreyjustaðarprestakallinu hinu forna.
Alla tíð hefur söfnuðurinn látið sér annt um
Fáskrúðsfjarðarkirkju og hafa margir lagt hönd
á plóg við að sinna viðhaldi hennar og vinna
hin ýmsu störf í þágu kirkju og safnaðar. Við
kirkjuna hefur starfað mjög traust og áhuga-
samt safnaðarfólk. Og við söfnuðinn er gott að
þjóna, það getur sú vitnað um sem þetta ritar.
Hafa aðeins fimm sóknarprestar verið starfandi
frá vígslu hennar, en eftir tíð séra Þorleifs 1994,
þjónaði séra Carlos A. Ferrer til ársins 2001 að
séra Þórey Guðmundsdóttir tók við prestskap
til 2009. Síðan hefur undirrituð verið sóknar-
prestur safnaðarins.
Kirkjan stendur á góðum grunni trúarinnar á
kærleikann. Þó okkur mannfólkið skorti stundum
þroska til að Hfa í þeim góða boðskap þá er kirkjan
eftir sem áður tákn hans. Hún ber merki kross-
ins í hönnun sinni, er krosskirkja þess kærleika
sem umber, fyrirgefúr, fer ekki í manngreinarálit
heldur metur alla jafnt. Megi okkur auðnast sú
gæfa að lifa saman í þeim kærleika í Fáskrúðs-
fjarðarkirkju.
Heimildir:
Gjörðarbók Búðasóknarfrá 1913 til 1990.
Efni greinarfengið að mestu úrfundargerðum.
Bygging húsa á Búðum í Fáskrúðsfirði.
Kristín Apústsdóttir.
Kirkjur Islands, 20. bindi.
Friðaðar kirkiur íAustfíarðarprófastdœmi,
útg. Rvk. 2012.
PORTDE GRAVEL!NES\
Mynd: Jóhanna Kristtn Hauksdóttir.
n. u. : ■■ ■ ■ ■■
5!..!! , A '■'■ í
33