Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 41

Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 41
FWMntDMR °° uiJO*rmngffi einnig til um tíðarandann. Frá stofnun til ársins 1970 var ávallt kosin skemmtinefnd fyrir hvern fund. Dæmi um það sem var til skemmtunar var kaffidrykkja og spjall, þá dönsuðu þær gjarnan hver við aðra litla stund, vinsælt var að lesa upp smásögu og ljóð og þær settu upp leikþætti eins og ekkert væri. Og í einni fimdargerð frá árinu 1956 er tekið fram að þær hafi „hlustað á leikrit sem hafði verið tekið upp á stálþráð” auk þess sem þær sungu. Um svipað leyti ákveða félagskonur að fara að hafa happadrætti. Fundarkonum gafst kostur á að kaupa sér miða og allur ágóði af þessu happadrætti skyldi renna í ferðasjóð því lengi heffir mannskepnan haft þörf fyrir að ferðast og sjá sig um í veröldinni. Enn er haft happadrætti á ffindum og sömu miðar hafa verið notaðir frá upphafi. Vinningar hafa verið af ýmsum toga allt frá nælonsokkum upp í páskaegg. Þá heffir kaffinefnd verið starfrækt síðan í árdaga deildarinnar. A hverjum ffindi heffir verið boðið uppá á kaffi og meðlæti og er það enn gert. Fjáröflun Slysavarnadeildarinnar Hafdísar hefur verið með ýmsum hætti í gegnum áratugina. Löngum voru áheit ýmis konar mikil tekjulind, það virðist sem það hafi verið all algengt fram undir miðja síðustu öld að heita á Hafdísi og Hkast til heffir það gefið góða raun því tekjurnar urðu nokkrar. Þá héldu þær samkomur af ýmsu tagi. Á árunum 1935 til 1950 var algengt að halda dans- leiki og kaffisölu, þ.e. dansleik þar sem gert var hlé og gestir dmkku kaffi og borðuðu kökur. Þá héldu félagskonur skemmtanir þar sem leik- þættir vom sýndir og tekið var lagið. Þær héldu það sem þær kölluðu bögglakvöld, þá var boðið í böggla sem útbúnir höfðu verið og innihéldu gjarnan heimagerða hluti. Basara héldu félags- konur h'ka bæði með kökum og handavinnu. Það var gjarnan prjónað og heklað á ffindum og af- urðirnar fóm svo á basar. Það kemur fram í einni fondargerð frá árinu 1964 að erfitt var að halda kökubasar, sem á þessu herrans ári var bara kallað brauðsala, því að skortur var á hveiti og sykri til baksturs. Þá vekur athygli körffidansleikur sem haldinn var í Skrúði 1984, þá fylltu félagskonur körfu með góðgæti og gjöffim og í körffirnar var sett nafn konunnar sem útbjó körfona. Þá buðu karlmenn í körfornar og fengu í kaupbæti einn dans við dömuna sem gert hafði þá körffi sem keypt var. Kemur fram að þetta hafi gefið drjúgan skilding í kassann. Einnig heffir Slysavarnadeildin Hafdís séð um kaffisölu á sjómannadag nánast óslitið frá miðri síðusm öld. Fjáraflanir dagsins í dag ganga mikið út á að baka og hafa umsjón með kaffi fyrir fyrirtæki og stofnanir þegar óskað er eftir, þá tekur deildin að sér að sjá um erfi- drykkjur. Sú skemmtilega tilraun var gerð að kaupa Candyflos-vél sem heffir aldeUis sannað tilverurétt sinn því mörgum þykir tilheyra að fá sér bleikt floss þegar halda skal hátíð. Er þessi upptalning aðeins brot af því sem þessar vösku konur hafa tekið sér fyrir hendur í því skyni að afla fjár fyrir deildina. En hvað verður svo um peningana, gæm ein- hverjir velt vöngum yfir núna. Þeir hafa alltaf og ávallt farið til slysavarna og til þess að bæta og efla samfélagið á einhvern hátt. Lengi vel þurftu Slysavamarkonur kátar við eldhússtörfin. Frá vinstri: Berglind Ósk Agnarsdóttir, Hrönn Önundardóttir, María Guðrún Jósepsdóttir, Sóley Sigursveinsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir og Bjömfríður Fanney Þórðardóttir. lEljf */? j ■ •J* £ ^ : 4Éí: /L:- *V Ijf i--• Æ JL /JHj wr yrf j ’ i J .iia ■ ‘ «. VH . V.- k- .1 ,1 1 ' ti WÍÍPB \ umÆ „ mwT m NHgM ■ ¥Æ ' Bt I r»i Slysavamadeildarkonur í skemmtiferð til Homafjarðar sumarið 1963. 1 Svanhvít Guðmundsdóttir 2 Guðný Jónsdóttir 3 Anna Hildur Runólfsdóttir 4 Geir Björgvinsson btlstjóri, Neskaupstað 5 Guðrún Jónsdóttir 6 María Hrólfsdóttir 7 Ragnhildur J. Jónsdóttir 8 Guðrún Einarsdóttir 9 ? 10 Kristín Einarsdóttir 11 Sigrún Sigurðardóttir 12 Sigríður Ólafsdóttir 13 Herborg Bjamadóttir 14.Lovísa Einarsdóttir 15 Sigrún Daníelsdóttir 16. ? 17 Alberta Sigurjónsdóttir 18 Guðrún Guðmundsdóttir 19 Kristín Þórlindsdóttir 20 HlífKristinsdóttir 41

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.