Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 42
mnnMDMR ~ Lcjowrmncnis
Óseyri, hús sem Slysavamadeildin Hafdís á í fe'Iagi við Björgunarsveitina Geisla ogRauða
krossinn.
deildir Slysavarnafélags Islands að senda hluta af
innkomu sinni til höfuðstöðvanna og það gerðu
Hafdísarkonur með glans og eiga sinn hlut í því
að hafa byggt upp þetta öfluga félag sem í dag
er Landsbjörg. En það allra fyrsta sem félags-
konur lögðu áherslu á var að aðstoða sjómenn
og útgerðafélög við að koma talstöðvum fyrir í
öllum bátum. Þær lánuðu peninga til þess arna
og jafnvel gáfú ef fátækt var mikil. Það var sam-
þykkt á fúndi 1940 að „ganga ekki eftir því að
skuldir verði greiddar”. Þá keypti deildin björg-
unarhringi og stjaka á allar bryggjur sem þá voru
mun fleiri en þær eru í dag.
Félagskonum fannst mikilvægt að sjómenn og
börn lærðu að synda. Því stóðu þær fyrir því
að sundkennari kæmi austur og kenndi sund í
Osnum og strax í kjölfarið áttu þær frumkvæðið
að því að stofnaður yrði sundlaugarsjóður sem
þær lögðu peninga í með reglulegu millibili þar
til sundlaug reis í Búðaþorpi 1948 og nokkrum
sinnum eftir það til lögðu þær til fjármuni til
viðhalds. Allmikla peninga sendu Hafdísarkonur
til Reykjavíkur í sjóð sem átti að nota til þess að
byggja Björgunarskútu sem þjóna skyldi mið-
unum við Austurland, einnig sendu þær peninga
í sjóð til þess að kaupa þyrlu sem staðsett skyldi
vera á Egilsstöðum, þyrlan var keypt en henni
var komið fyrir annars staðar. En mesta áherslan
hefúr ávallt verið á heimabyggðina. Hafdísarkonur
áttu frumkvæðið að því að hér yrði stofnuð Björg-
unarsveit og var hún formlega stofnuð 1966 og
hlaut nafnið Geisli. Akveðið var að gefa Geisla
15.000 krónur í stofnfé sem voru miklir peningar
þá. Allar götur síðan hefúr Hafdís staðið þétt við
bak Geisla og gefið reiðufé, tæki og búnað til
starfseminnar og hefur samstarf þessara félaga,
sem eiga sér sama markmið, verið afar farsælt
og gott og á stundum verið líkt og stóra systir
og litli bróðir sem eru þó bæði orðin fúllorðin. í
þakklætis- og virðingarskyni nefndi Geisli nýja
björgunarbátinn Hafdísi.
Önnur félagasamtök hafa
h'ka fengið að njóta gjafmildi
Hafdísar sem og stofnanir og
breytir þá engu hvort heldur er
um að ræða opinberar stofnanir
eða einkareknar. Hafdís ásamt
nokkrum öðrum félagasam-
tökum og sveitafélaginu ákvað
að stofna sjóð til byggingar
félagsheimilis. I u.þ.b. tíu ár
söfnuðu félagasamtökin pen-
ingum og Skrúður var vígður
árið 1963. Allar götur síðan
hefúr Skrúður verið Hafdísar-
konum kær og hafa þær ávallt
borið hag þessa húss, sem á sér
svo marga velunara, fyrir brjósti
og gefið til hússins búnað, tæki
og ómælda vinnu.
Það yrði allt of langt mál að æda
að telja upp alla sem notið hafa
styrks frá Slysavarnadeildinni Hafdísi en til að
gefa nokkra mynd af árangri starfs þessara kvenna
má nefna að gefinn var búnaður í lögreglubíl og
til slökkviliðsins, hjartastuðtæki hafa verið gefin
í íþróttahús, sundlaug, björgunarsveitarbílinn
og skólamiðstöðina. All nokkur tæki hafa verið
gefin á Heilsugæslustöðina, eyru til að mæla hjóð-
styrk gefin til Leikskólans Kærabæjar og árum
saman hafa börnum verið gefin endurskinsvesti,
reiðhjólahjálmar og fleira og fleira. Þá hafa eldri
borgarar einnig notið góðs af göfúm Hafdísar-
kvenna, bæði í félagsaðstöðu sinni í Glaðheimum
sem og Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Upp-
sölum. Þá hefúr deildin styrkt einstakhnga og
íjölskyldur með peningagjöfúm þegar erfiðleikar
hafa sótt að.
Þegar lesið er yfir félagaskrá Slysavarnadeildar-
innar Hafdísar má sjá að oft hafa stúlkur niður
í 14 til 15 ára gengið í deildina, gjarnan dætur
kvenna sem eru þar fyrir. Þannig hefúr kynslóð
tekið við af kynslóð og á þann hátt náð að halda
þessu aldna félagi atorkusömu og líflegu. Það er
dýrmætar en orð geta lýst fyrir samfélag að hafa
félagsskap, sem Slysavarnardeildin Hafdfs er,
innan sinna vébanda. Félagskap sem hefúr það
að markmiði að bæta og efla, göfga og styrkja
nærumhverfi sitf í eins víðu samhengi og hugsast
getur. En félagsskapur af þessu tagi er ekkert án
kvennanna sem skipa hann og ekkert án sam-
félagsins sem hann lifir í. Bæjarbúar hafa ávallt
sýnt deildinni tryggð og stutt með ráðum og
dáð. Það er algerlega ómetanlegt. Það fólk sem
byggir samfélagið í Fáskrúðsfirði leggur grunn
að starfsemi deildarinnar sem og konurnar sem
með glöðu geði leggja tíma og orku til eflingar
Slysavarnardeildinni Hafdísi, konurnar sem vinna
verkin - þær lengi lifi.
FOSSHOTEL
42