Austurland - 08.01.2015, Qupperneq 2
8. Janúar 20152
Austfirðingar ársins 2014
Eins og síðustu tvö ár stendur Austurfrétt fyrir vali á Aust-firðingi ársins. Í fyrra voru
það feðgarnir Friðþór Harðarson og
Sigurður Friðþórsson sem hlutu tit-
ilinn og árið 2012 fór hann til Árna
Þorsteinssonar í Neskaupstað.
Lesendur Austurfréttar hafa undan-
farna daga sent inn tilnefningar að
nafnbótinni „Austfirðingur ársins
2014.“ Margar góðar ábendingar bár-
ust sem þér gefst nú meðal annarra
kostur á að kjósa um. Austurfrétt veitir
svo þeim sem flest atkvæði fær viður-
kenningu. Taktu þátt í að kjósa Aust-
firðing ársins 2014 en kosningunni
lýkur sunnudaginn 11. janúar næst-
komandi.
Þeir sem hafa verið tilnefndir eru sem
hér segir:
Kristín Arna Sigurðardóttir
Kristín Arna var verkefnastjóri
hönnunarverkefnisins Designs from
Nowhere sem hlaut Hönnunarverð-
laun Íslands í haust. Hún hefur unnið
mikla vinnu þágu lista á Austurlandi
og vinnur nú að heimildamynd um
Vopnafjörð.
María Bergrós
Jóhannsdóttir
María Bergrós er aðeins tveggja ára
gömul. Hún komst í fréttirnar í vor
þegar greint var frá því að hún hefði
verið með sprunginn botnlanga í á
þriðju viku án þess að læknar eystra
finndu neitt að. Amma hennar fór
með hana á Barnaspítala hringsins
þar sem meinið fannst.
Steinunn Rós Einarsdóttir
og Kristinn Ingólfsson
Hjónin, sem eru Norðfirðingar að
uppruna, misstu son sinn í bílslysi í
janúar. Hann var skráður líffæragjafi
og komu þau hjónin saman fram í fjöl-
miðlum í umræðu um líffæragjafir í
kjölfarið.
Svavar Pétur Eysteinsson
Svavar Pétur, sem er betur þekktur
sem tónlistarmaðurinn Prins Póló,
fluttist ásamt fjölskyldu sinni í Karls-
staði í Berufirði á árinu. Hann sendi
frá sér tvær plötur sem voru áberandi á
topplistum og stóð fyrir tónlistarhátíð
á býlinu um verslunarmannahelgina.
Svanhvít Antonsdóttir
Austfirðingar kannast kannski betur
við Dandý. Hún kláraði Ironman
þrautina í sumar nokkrum vikum eftir
stóra aðgerð sem hún gekkst undir
vegna mikilla veikinda.
Tinna Rut Guðmundsdóttir
Tinna Rut hefur í rúman áratug barist
við átröskun sem gekk nærri bæði
henni og fjölskyldu hennar. Tinna
sagði sögu sína í Austurglugganum í
von um að hjálpa öðrum.
Hitaveitu &
gasskápar
Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is
fyrir sumarbústaði og heimili
Gæði • Þjónusta • Öryggi
Hitaveituskápar
Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager.
Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl.
Fáanlegir í mörgum litum.
Gasskápar
Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir
og smíðaðir úr áli.
Láttu ekki stela af þér kútunum!
AUSTURlAnd 1. TBl. 4. ÁRGAnGUR 2015
ÚTGefAndi: Fótspor ehf., Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is,
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, Auglýsingasími: 578 1190, netfang:
auglysingar@fotspor.is, Ritstjóri: Halldóra Tómasdóttir, sími 471-3119 & 852-1911, netfang: ht@me.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun:
Ísafoldarprentsmiðja, 4.400 eintök, dreifing: Íslandspóstur. - Blaðið er aðgengilegt á Pdf sniði á vefnum www.fotspor.is.
FRÍblAðinu eR dReiFT Í 4.400 einTökum Á öll Heimili Á
AuSTuRlAndi OG HORnAFiRði Auk dReiFbÝliS. blAðið liGGuR
einniG FRAmmi Á HelSTu þéT TbÝliSSTöðum Á AuSTuRlAndi.
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN
Ég er viss um að árið sem nú er nýhafið verður gott. Um helgina heyrði ég í konu í útvarpinu sem sagðist alltaf fara af stað inn í hvern dag full bjartsýni og vissu um að dagurinn yrði góður og hef
ég ákveðið að fara að hennar dæmi. Vandræðin við mig eru aftur á móti
alltaf þau að ég er svo léleg í að setja mér smærri markmið og byrja því á
að ákveða að árið verði gott en gleymi því að árið er 365 dagar.
Nú er nýliðin uppáhaldshátiðin mín en það eru jólin. Jólin eru tími hefða
hjá mér og nú um jólin leit út fyrir að ég myndi upplifa jól bernsku minnar á
ný, að vísu þannig að ég yrði í hlutverki foreldra minna. Þannig er mál með
vexti að þegar ég var lítil var það regla fremur en undantekning að ráðist
var í einhverjar framkvæmdir á heimilinu rétt fyrir jól. Á Þorláksmessu
var allt í klessu þegar ég fór að sofa en þegar ég vaknaði á aðfangadags-
morgun var allt orðið fínt og hreint og jólalegt. Ég skildi að vísu aldrei af
hverju pabbi var alltaf svona þreyttur á aðfangadagskvöld, svo þreyttur að
hann sofnaði iðulega þegar við vorum að opna pakkana. Um nýliðin jól
var sem sagt allt í klessu á Þorláksmessu hjá mér en á miðnætti varð ég
að játa mig sigraða. Gengið var frá parketti, flísum og málningarrúllum
og aðgerðum frestað fram yfir hátíðirnar. Ég skil ekki hvernig foreldrar
mínir fóru að þessu í gamla daga en nokkuð ljóst að ég er ekki eins sterk
og þau. En hvernig sem framkvæmdum leið þá komu jólin því ég komst
að því að fyrir mér eru bestu jólin notaleg stund með fjölskyldunni í hlýju
og öryggi. Auðvitað getur verið að sumir verði að vinna eða geti ekki verið
hjá fjölskyldu sinni um jólin en ég verð alltaf sorgmædd þegar ég heyri
fréttir eins og þær sem bárust á aðfangadagsmorgun þar sem sagt var frá
því að fjarlægja hefði þurft ölvaðan mann af heimili og að bruni hefði
orðið í húsi í Eyjafjarðarsveit.
Margir strengja áramótaheit við upphaf nýs árs en þar sem áramótaheit
mín hafa ekki gengið upp undanfarin ár ákvað ég að sleppa öllu slíku í ár.
Aftur á móti hef ég ákveðið að taka mér tak og huga að sóun á heimilinu.
Ég veit að ég er ekki barnanna best í þeim efnum og birti því áhugaverða
grein um hvernig hægt er að minnka sóun í þessu tölublaði Austurlands.
Ég vona að þið lesendur góðir njótið nýja ársins og það verði ykkur gott
og gæfuríkt.
Halldóra Tómasdóttir
Leiðari
Gott ár í vændum
Þrettándagleði Hattar
Þann 6. janúar fór fram þrett-ándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar með hefðbundnu
sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl
17: 15 frá íþróttahúsinu og gengið
var í Tjarnargarðinn þar sem brenna
var tendruð. Davíð Þór Sigurðarson,
formaður Hattar setti athöfnina með
ræðu um starf Hattar 2014.
Verðlaunaafhending íþróttamanna
ársins var kynnt en það var Björn
Ingimarsson, bæjarstjóri Fljóts-
dalshéraðs ásamt formanni Hattar,
Davíð Þór Sigurðarsyni sem sáu um
afhendinguna. Eftir afhendingu var
síðan glæsileg flugeldasýning sem
Björgunarsveitin á Héraði sá um.
Starfsmerki Hattar voru veitt í
þriðja sinn en þau hljóta einstak-
lingar sem hafa unnið óeigingjarnt
starf í þágu félagsins til lengri tíma.
Hafsteinn Jónasson hlýtur starfs-
merki Hattar fyrir vinnu sína í þágu
félagsins en hann hefur starfað sem
formaður aðalstjórnar, setið í stjórn
körfuboltadeildar í rúmlega 10 ár
og gegnt ýmsum öðrum trúnaðar-
störfum. Hafsteinn hlaut starfsmerki
UÍA 2012.
Elín Sigríður Einarsdóttir hlýtur
starfsmerki Hattar fyrir vinnu og
stjórnarsetu en hún hefur meðal
annars gegnt formannstöðu hjá
fimleikadeild og skíðadeild. Einnig
hefur hún setið í stjórn frjálsíþrótta-
deildar og verið virkur þáttakenda í
foreldrastarfi ýmissa deilda. Einnig
hefur Elín verið skoðunarmaður
reikninga fyrir stjórnir innan Hattar.
Íþróttamaður Hattar árið 2014 var
fótboltakonan, Heiðdís Sigurjónsdóttir.
Heiðdís stóð sig vel í sumar með
meistaraflokksliði Hattar og var fyr-
irliði liðsins. Hún lék 5 leiki með U19
landsliði Íslands. Hún á fast sæti í
landsliðinu sem tryggði sér þátttöku-
rétt í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM
sem fram fer í Ísrael.
Í öðrum greinum voru eftirtaldir
einstakilngar fyrir valinu þetta árið.
Blakmaður : Guðjón Hilmarsson
Fimleikamaður: Kristinn Már
Hjaltason
Frjálsíþróttamaður : Atli Pálmar
Snorrason
Knattspyrnumaður : Heiðdís Sig-
urjónsdóttir
Körfuboltamaður : Hreinn Gunnar
Birgisson
Íþróttafélagið Höttur vill þakka eft-
irtöldum styrktaraðilum fyrir stuðn-
inginn vegna framkvæmdar þrett-
ándagleði 2014, Brúnas – Innréttingar,
Mannvit, Hitaveita Egilsstaða og Fella,
Landsbankinn.
austfirðingar ársins 2013 björguðu fjölskyldu út úr brennandi húsi í Berufirði
Íþróttamaður Hattar árið 2014 er
Heiðdís Sigurjónsdóttir.