Austurland - 08.01.2015, Síða 8

Austurland - 08.01.2015, Síða 8
8. Janúar 20158 Fyrsti farsíminn – nýr bæklingur frá Heimili og skóla Fyrsta farsíma einhverra barna hefur ef til vill verið að finna undir jólatrénu. Heimili og skóli gáfu nýlega út bækling um fyrsta farsíma barnanna okkar í samstarfi við Símann. Í bæklingnum er að finna góð ráð um atriði sem hafa ber í huga þegar börn fá sinn fyrsta farsíma s.s. hvort betra sé að vera í frelsi eða áskrift, hvort not- ast sé við þráðlaust net eða 3G/4G, ábyrga netnotkun á samfélags- miðlum og margt fleira. Hægt er að nálgast bæklinginn á þjónustumið- stöð Heimilis og skóla að Suður- landsbraut 24 eða á rafrænu formi á: http://www.heimiliogskoli.is/wp- content/uploads/2014/11/141006_B %C3%B6rn-og-fars%C3%ADmar_ Final.pdf Í bæklingnum er að finna nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar barnið fær farsíma: Nokkur atriði til að hafa í huga þegar barnið þitt fær farsíma: 1. Virkjaðu skjálæsingu á símanum. Læsingar geta komið í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar komist í símann. 2. Settu inn nöfn og símanúmer. Gott er að setja nöfn og símanúmer þeirra sem barnið gæti þurft að hafa samband við í símaskrána. Þar ætti einnig að hafa númer Neyðar- línunnar, 112. 3. Tryggðu að barnið geti alltaf náð í þig. Kynntu þér möguleika á áskriftarþjónustu þar sem börn geta alltaf náð í foreldrana þótt inneignin sé búin. 4. Kynntu þér reglur um notkun sím- tækja í skólanum. Flestir skólar eru með reglur um notkun símtækja á skólatíma. Kynntu þér þessar reglur og vertu viss um að barnið þekki þær einnig. 5. Farðu yfir notkunarreglur með barninu. Mikilvægt er að setja og fara yfir helstu notkunarreglur í tengslum við símtækið og best er að gera það á meðan síminn er ennþá ónotaður í kassanum. Sé barnið byrjað að nota símann er þó aldrei of seint að fara yfir þessi mál. Um leið er mikilvægt að vera vak- andi yfir rétti barnsins til einkalífs og leyfa því að vera með í ráðum þegar ákveðið er hvar mörkin liggja. 6. Settu upp öryggisforrit í síma barnsins. Til eru fjölmörg smá- forrit sem auka öryggi barna á netinu í símanum og/eða spjald- tölvunni. Til að sjá möguleikana er hægt að skrifa „parental control“ í leitarglugga á t.d. App Store eða Google Play. 7. Virðum aldurstakmörk á samfé- lagsmiðlum. Best er að virða þau aldurstakmörk sem samfélags- miðlar setja fyrir notkun því ung börn eiga erfitt með að verja sig fyrir athugasemdum annarra og hafa ekki þroska til að takast á við þær. Gulleggið Klak Innovit stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskipta- hugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin orðin gæðastimpill á við- skiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri styrki, fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag. Frestur til að skila inn hugmyndum er til 20. janúar. Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætl- anir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Frá mótun hug- myndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta. Þátttaka í Gullegginu er skemmtileg og krefjandi áskorun sem nýtist þátt- takendum til framtíðar. Sú reynsla og þekking sem þátttakendur öðlast nýt- ist vel þegar út í atvinnulífið er komið, hvort heldur sem er hjá nýstofnuðum sprotafyrirtækjum eða stærstu fyrir- tækjum landsins. Þátttakendur Gulleggsins, frum- kvöðlakeppni Klak Innovit eiga kost á að vinna til veglegra verðlauna, en sig- urvegari keppninnar hlýtur Gulleggið sjálft og 1.000.000 krónur í peningum. Ýmis önnur aukaverðlaun verða veitt frá bakhjörlum og styrktaraðilum keppninnar en alls nema heildarverð- laun Gulleggsins yfir 3.000.000 króna. Gulleggið hefur frá upphafi notið stuðnings nokkurra öflugustu fyrir- tækja og stofnana landsins. Ásamt því að leggja keppninni til fjármagn koma samstarfsaðilar með mikilvæga þekkingu og reynslu að borðinu. Meðal bakhjarla Gulleggsins er Alcoa Fjarðaál, Reyðarfirði. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en hafa ekki ákveðna hugmynd til að senda inn geta boðið fram aðstoð sína við að vinna að annarri hugmynd með því að skrá sig á heimasíðunni. Frétt af www.gulleggid.is Nýtt fræðslurit Vitundarvakning um kynferð-islegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og Rannsóknar- stofa Ármanns Snævarr (RÁS) um fjölskyldumálefni hafa nú gefið út fræðsluritið Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Ritið má nálgast rafrænt á slóðinni: http:http://leidina- fram.is/wp-content/uploads/2014/12/ Kennsluefni_Final_Net-1.pdf. Höf- undar eru Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen. Ritið er einkum ætlað fagstéttum sem starfa innan réttarkerfisins, en allir sem láta sig kynferðisofbeldi gegn börnum varða ættu einnig að hafa gagn af lestri þess. Markmið ritsins er að greina meginreglur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Lanzarote samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu og Leið- beiningareglna Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu og draga fram þau atriði sem ber að hafa að leiðarljósi við meðferð réttarkerfis á málum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Í ritinu er einnig meðferð máls um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum innan réttarkerfisins kort- lögð, fjallað er um hlutverk, vinnu- lag og samspil ólíkra aðila og greint hvernig haga megi málsmeðferð til að tryggja fyrirmyndarvinnubrögð við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Ritið Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð réttarkerfis- ins og réttarvernd barna skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað um hvernig kynferðislegt ofbeldi er skil- greint, réttarkerfið, alþjóðasamninga sem gilda á sviðinu. Þar er einnig fjallað um hvað hafa skuli að leiðarljósi í meðferð kyn- ferðisbrotamála gegn börnum og þar ber fyrst að nefna hagsmuni barnsins, mikilvægi þess að tryggja öryggi og skilvirka meðferð málsins. Einnig er mikilvægt að aðilar málsins viti hvert hlutverk þeirra sé svo hægt sé að fara að vinna saman að málinu og ljúka því sem fyrst. Síðari hluti ritsins fjallar um með- ferð máls um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum frá upphafi til enda, hver komi fyrst að málinu, hver sjái um könnun og rannsókn máls og úrræði og aðgerðir á rannsóknar- stigi. Einnig er fjallað um úrræði og aðgerðir í kjölfar rannsóknar. Í lok ritsins eru tilgreindar heimildir og bent á frekara lesefni. Almannaþjónusta í boði um allt land Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjall-aði um tilfærslu starfa út á land á síðasta fundi ársins þann 18. desember síðastliðinn. Telur bæj- arstjórn að horfa verði á landið allt í þessum efnum og verkefnum valin staðsetning með tilliti til aðstæðna á hverjum stað og eðli verkefnanna. Víða á Austurlandi hafi opinberum störfum fækkað og atvinnuástand þyngst mjög með tilflutningi starfa. Bæjarstjórnin hvetur því ríkisvaldið til að horfa til slíkra þátta og vanda allan undirbúning þegar flutningur á störfum og stofnunum um landið er til skoðunar. Þá er að mati bæjarstjórnar eðlilegt að almannaþjónusta ríkisvaldsins sé í boði um land allt en ekki aðeins á höf- uðborgarsvæðinu. Samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun um málið: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fagnar umræðu og áhuga stjórnvalda til að dreifa opinberum störfum um landið. Brýnt er að horft ver ði á landið allt og verkefnum valin staðsetning með tilliti til aðstæðna á hverjum stað og eðli verkefnanna. Víða á Austurlandi hefur opinberum störfum fækkað og at- vinnuástand þyngst mjög með tilflutn- ingi starfa. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hvetur ríkisvaldið til að horfa til slíkra þátta og vanda allan undirbúning þegar flutningur á störfum og stofnunum um landið er til skoðunar. Þá er nauðsyn- legt að umræða um flutning starfa sé hófstillt og haft í huga að það er eðli- legt að almannaþjónusta ríkisvaldsins sé í boði um land allt en ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu.“ Þess má svo geta að konur voru í meirihluta á þessum síðasta bæjar- stjórnarfundi ársins eða fimm af níu bæjarfulltrúum. Þar munaði um vara- bæjarfulltrúana Dýrunni Pálu Skafta- dóttur og Hjördísi Helgu Seljan Þór- oddsdóttur, sem sátu fundinn ásamt bæjarfulltrúunum Kristínu Gestsdóttur, Eydísi Ásbjörnsdóttur og Pálínu Mar- geirsdóttur. Bæjarstjórn kemur saman á nýju ári 8. janúar nk. Frétt af www. fjardabyggd.is Frá síðasta bæjarstjórnarfundi ársins (mynd af www.fjardabyggd.is) Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni Eru foreldrar vakandi fyrir hættum á netinu? Það er ýmislegt sem foreldrar geta gert til að vernda börn fyrir þessum hættum. Mikilvægt er að halda samtalinu um netöryggi lifandi barnæskuna á enda og ræða þessi mál reglulega við börnin. Fyrsti farsími barnanna okkar Hvaða sími er sá rétti? Hvernig viljum við að barnið noti símann? Snjallsímum fylgja margir möguleikar, enda gerðir til þess að einfalda aðgang að netinu og því sem það hefur upp á að bjóða. Með réttri notkun eru þessi tæki frábær fyrir samskipti og hægt er að sækja mörg fræðandi og skemmtileg smáforrit. Við skulum ganga úr skugga um að notkun barnanna okkar sé uppbyggileg og að þau séu meðvituð um samskiptareglur á netinu og hætturnar sem þar leynast. Verður barnið í frelsi eða áskrift? Frelsi hentar yngstu notendunum vel og gerir foreldrum kleift að stýra kostnaði. Mörg fjarskiptafyrirtæki bjóða einnig fría notkun á milli fjölskyldumeðlima í áskrift. Kannaðu málið hjá þínu fjarskiptafyrirtæki. Hafðu í huga að gott er að byrja frekar smátt og auka svo við þjónustuna ef þörf krefur. Förum því reglulega yfir notkunina og veljum þá leið sem hentar best. Þráðlaust net eða 3G/4G? Inneign eyðist aðeins þegar farsímanetið 3G/4G er notað. Hægt er að kaupa gagnapakka fyrir farsímanet á hagstæðum kjörum fyrir þá sem nota netið reglulega. Þegar notkunin er í gegnum þráðlaust net (Wi-Fi), eins og heima við, eyðist hins vegar inneignin ekki. Þetta þurfa börnin að vita. Sömuleiðis að þau þurfa að öllu jöfnu aðgangsorð á þráðlaust net. Á hversu öruggu neti eru börnin? Netið er misvel varið eftir stöðum og heimilum. Sum fjarskiptafyrirtæki bjóða netsíur fyrir heimatengingar og/eða farsímatengingar. Á óvörðu neti geta börn komist í tæri við vefsíður sem eru ekki ætlaðar þeim. A auki eru til fjölmörg smáforrit, öpp, sem auka öryggi barna á netinu í símanum og/eða spjaldtölvunni. Til að sjá möguleikana er hægt að skrifa „parental control“ í leitarglugga á t.d. App Store eða Google Play. Hvaða öpp eru uppbyggileg? Börn með snjallsíma sækjast eftir því að hala niður smáforritum. Öppin eru eins misjöfn og þau eru mörg og snúast um allt milli himins og jarðar. Sum eru ókeypis en önnur ekki. Hægt er að fá upplýsingar um fræðandi og uppbyggileg smáforrit á vefnum Applandi (www.appland.is). Ábyrg netnotkun barnanna okkar Samfélagsmiðlar Mörg börn vilja fá aðgang að samfélagsmiðlum og sum hafa þegar slíkan aðgang. Ræddu við barnið áður en það skráir sig til leiks. Best er að fylgja þeim reglum sem hver miðill setur, varðandi aldurstakmörk og fleira. Fylgjumst svo með notkun barna okkar á samfélagsmiðlunum. Tæling Við vitum öll af hættunni á því að fullorðnir nýti sér samfélagsmiðla og leiki á netinu til þess að komast í kynni við börn og unglinga með ólöglegt eða ósiðlegt athæfi (tælingu) í huga. Brýnum fyrir börnum að fara varlega með persónuupplýsingar. Ræðum við þau um að hitta aldrei neinn sem þau þekkja einungis í gegnum netið nema í fylgd með foreldri eða öðrum fullorðnum. Hvetjum börnin til að láta vita ef þau upplifa óþægileg samskipti á netinu. Ef upp kemst um misnotkun eða ólögleg samskipti af einhverjum toga ber að tilkynna þau til lögreglu. Einnig má nýta ábendingarhnappinn sem finna má m.a. á www.saft.is. Góðir netsiðir Brýnum fyrir börnum góða netsiði eins og kurteisi, virðingu og umburðarlyndi í skilaboðum og á samfélagsmiðlum. Þegar netið og farsímar eru notuð til að koma á framfæri niðrandi og meiðandi ummælum um einstaklinga getur verið um hatursáróður eða rafrænt einelti að ræða. Erfitt getur reynst að stöðva það þegar gerandinn er nafnlaus. Mikilvægt er að börn og foreldrar g ri sér grein fyrir að einelti er ofbeldi sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Myndbirtingar Brýnum fyrir börnum að hugsa sig vel um áður en þau senda frá sér myndir úr farsíma um. Bendum þeim einnig á að senda aldrei myndir af öðrum án þeirra leyfis. Mikilvægt er að ræða við barnið um að setja ekki myndir af öðrum á netið sem geta hneykslað eða sært. Hvíld frá skjánum Skemmtile t er að leika sér í farsímanum, skiptast á skilaboðum eða tala við vinina á netinu. Þess á milli er þó gott að taka sér hvíld frá skjánum og gera eitthvað annað. Ekki þarf að svara skilaboðum um leið og þau berast. Foreldrar geta verið fyrirmyndir hvað þetta varðar.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.