Reykjavík - 27.06.2015, Side 8

Reykjavík - 27.06.2015, Side 8
8 27. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð ÚTTEKT Ingimar Karl HelgasonHverjir fá kvótann - 3. hluti Tvær fjölskyldur – Tíu prósent Í Grindavíkurbæ búa, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar, 2.995 einstaklingar. í þessum hópi eru 11 manns eru lang stærstu eigendur tveggja fyrirtækja þar í bænum. Þessi tvö fyrirtæki fá úthlutað einum tíunda af fiskveiðikvótanum við Ísland. Þau heita Vísir hf. og Þorbjörn hf. Á sjöunda hundrað manna starfa beint hjá þessum félögum er marka má síðustu birtu reikninga þeirra. Þrjú eiga Þorbjörn Þorbjörn hf. fær úthlutað 5,49 pró- sentum af heildarkvótanum við Ís- land, samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Hluthafar í Þorbirni hf. eru á þriðja tuginn. Þrír einstaklingar eiga hins vegar mest, systkynin Gunnar, Gerður og Eiríkur Tómasbörn. Eignarhluti sína geyma þau í eignarhaldsfé- lögunum Blika, Skagen og Tabula Rasa. Hvert þeirra um sig á tæplega þriðjungs hlut í fyrirtækinu. Hinir eiga eðlileg minna. Systkinin stýra fyrirtækinu sjalf. Tómas Þorvaldsson, faðir þeirra, var á sinni tíð aðaleig- andi Þorbjarnar sem síðar sameinaðist Fiskanesi þar í bænum. Rekstur í plús Félagið gerir upp í evrum. Samkvæmt síðasta ársreikningi Þorbjarnar, fyrir árið 2013, var hagnaður af rekstri fé- lagsins eftir skatta tæplega 700 millj- ónir króna, og er þá miðað við gengi dagsins. Árið áður nam hagnaðurinn ríflega einum komma einum milljarði króna. Ef marka má reikning ársins 2013 var enginn arður greiddur til hluthafa þá. hins vegar voru reiknaðar hátt í 300 þúsund evrur í arð til hluthafa árið 2012, en sú upphæð nemur um 43 milljónum króna á gengi dagsins. Stjórnunarkostnaður félagsins er ekki sundurliðaður í ársreikningi, en hann nemur um 150 milljónum króna á ári. Miklar skuldir Frá því var greint í fréttum upp úr hruni að skuldastaða fyrirtækja í sjávarútvegi væri alvarleg. Sérstak- lega var fjallað um Grindavík í þessu sambandi, en fjögur sjávarútvegs- fyrirtæki þar skulduðu samtals 54 milljarða króna. Þorbjörn og Vísir eru stærst í þessu sambandi. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Þorbjarnar skuldar félagið rúmlega 100 milljónir evra eða sem nemur tæpum fimmtán og hálfum milljarði króna. Árið 2013 fóru ríflega fjórir milljarðar króna af tekjum félagsins í skuldir. Tæplega þrír og hálfur milljarður króna árið 2012. Mikil verðmæti Ekki er gerð grein fyrir verðmæti alls kvóta fyrirtækisins í reikiningnum. Þar segir að óefnislegar eignir saman- standi af „varanlegum fiskveiðiheim- ildum“. Þær séu einungis eignfærðar þegar „líklegt sé að hagrænn ávinn- ingur muni nýtast félaginu og hægt er að meta kostnaðarverð eignarinnar með áreiðanlegum hætti“. Keyptar aflaheimildir eru aftur á móti í reikn- ingnum eignfærðar til fimmtán millj- arða króna, eða þar um bil. Hins vegar má ætla að virði alls kvóta fyrirtækisins sé um það bil þrisvar sinnum meiri en það. Sé miðað við að heildarkvótinn við Ísland sé 800 milljarða króna virði, en gerð var grein fyrir því í fyrsta hluta þessarar úttektar, og miðast við líklegt söluverð á kvóta Stálskipa í Hafnarfirði, má ætla að virði kvóta Þorbjarnar sé um 44 milljarðar króna. Hvert hinna þriggja systkina fær því úthlutað verðmætum upp á hátt í fimmtán milljarða króna hvert. Var skráð félag Þorbjörn er eitt þeirra sjávarútvegs- fyritækja sem um tíma voru skráð í Kauphöll. Fyrir árið 2003 var grein frá því að fyrirtækið hefði skilað milljarði króna í hagnað og að ríflegur arður yrði greiddur til hluthafa. Fréttir um þetta voru byggðar á tilkynningu til Kauphallarinnar, en fréttir um afkomu einstakra sjávarútvegsfyrirtækja eru annars stopular og á heimasíðum fé- laga segir gjarnan fátt um þessi mál. Systkinin Vísir hf. í Grindavík fær úthlutað rétt rúmum fjórum prósentum af heildar- kvótanum við Ísland. Á bak við þau verðmæti eru nú ex systkini sem öll eiga svo til jafnan hlut félaginu, að undanskildum Páli Jóhanni Pálssyni, alþingismanni, sem á minna. Rétt er að taka fram að á hluthaf- alista sem birtur er með nýjasta árs- reikningi og vísað er til hér á síðunni eru hluthafar nefndir átta. Hlutir í eigu foreldra systkinanna eru þar taldir með. Páll H. Pálsson lést fyrir skömmu. Hann er skráður fyrir eignarhlut í nýjasta ársreikningi líkt og dánarbú Margrétar Sighvatsdóttur. Verðmætir hlutir Hvert systkinanna er í nýjasta reikn- ingi fyrirtækisins skráð fyrir 13,6 pró- senta hlut í fyrirtækinu. Sem fyrr segir að Páli Jóhanni undanskyldum, en hann er skráður fyrir 4,8 prósenta hlut. Hann á að auki, eða kona hans öllu heldur, sjávarútvegsfyrirtækið Marver, sem hefur nýlega verið í fréttum vegna úthlutunar makrílkvóta. Fyrirtækið, gerir upp í erlendri mynt eins og svo margar aðrar stór- útgerðir, evrum. Varanlegar aflaheim- ildir eru þar metnar til tæplega tíu milljarða króna. Þær eru sagðar færðar til bókar á kostnaðarverði. Með sömu aðferð og nefnd var hér að ofan mætti slumpa á að virði fjögurra prósenta af heildarkvótanum við Ísland, sé ríflega þrjátíu milljarða króna virði, hugs- anlega meira. Miðað við eignarhluta systkinanna eins og hann er skráður í nýjasta reikning fyrirtækisins eru það um 4,4 milljarðar króna á mann, að undanskyldum Páli Jóhanni. Hlut hans í verðmæti þess kvóta sem Vísir fær úthlutað kynni að nema um einum og hálfum milljarði króna. Stjórnendur Vísis fengu í heildar- laun og þóknanir í kringum 16 millj- ónir króna á árinu 2013. Tap og skuldir Árið 2013 skilaði fyrirtækið um 150 milljóna króna tapi, samkvæmt reikn- ingnum og er þar allt tekið til, fjár- magnsgjöld og skattar. Árið á undan var hagnaður af rekstrinum um 640 milljónir króna á gengi dagsins. Raunar var bæði þessi ár umtalsverður hagnaður af strípuðum rekstri fyrir- tæksins. Um 800 milljónir króna árið 2013 og 1,6 milljarðar króna árið áður. Skuldir eru hins vegar umtalsverðar ríflega 18 milljarðar króna á gengi dagsins, miðað við ársreikning 2013 og hafa farið lækkandi. Ýmis umsvif Vísir á stóra hluti í ýmsum félögum og eru talin til dóttur- og hlut- deildarfélaga í reikningnum meðal annars VOOT Beita ehf í Grindavík. Eignarhaldsfélögin Landvís og Saltvís auk Haustaks í Grindavík. Þá á félagið eignir í Kanada og Þýskalandi. Þá eru tilgreindir eignarhlutar í ýmsum fleiri félögum. Nefnan má Ísfélag Grindavíkur, Seljabót ehf.., Fiskmarkað Grindavíkur, hlut í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, hluti í Fisk- markaði Þingeyrar og Fiskmarkaði Húsavíkur. Hlut í Hótel Húsavík, hlut í Stjörnu Odda ehf, Bernskunni ehf. Lokanir og flutningar Fyrirtækið starfaði víða um land, en lýsti því nýlega yfir að innlend starf- semi yrði í hagræðingarskyni öll flutt til Grindavíkur. Það hefur eðlilega haft gríðarleg áhrif á fjölmargar fjölskyldur á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi. Var fólki boðin vinna í Grindavík og meðal annars sagt í fjölmiðlum að nóg væri af lausum íbúðum í blokk- inni í Grindavík. Frá því var greint í vefritinu Herðubreið í fyrravor að Vísismenn hefðu í nafni óstofnaðs hlutafélags gert tilboð í blokkina. Blaðið hefur ekki fengið það staðfest.. Hluta af vanda Vísis mun mega rekja til útrásar fyrirtækisins til Kanada þar sem keyptur var stór hlutur í kanadísku fyrirtæki Ocean Choice, en áætlanir ekki allar gengið eftir. Yfirlit: Þorbjörn hf. 5,49% af kvótanum 32,98% Blika ehf 93,34% Gunnar Tómasson 32,94% Skagen ehf 87,95% Eiríkur Tómasson 31,25% Tabula Rasa ehf 95,00% Gerður Sigríður Tómasdóttir 2,83% Aðrir Vísir hf. 4,05% af kvótanum 13,60% Páll Hreinn Pálsson (látinn) 13,60% Pétur Hafsteinn Pálsson 13,60% Margrét Pálsdóttir 13,60% Svanhvít Daðey Pálsdóttir 13,60% Db. Margrétar Sighvatsdóttir 13,60% Kristín Elísabet Pálsdóttir 13,60% Sólný Ingibjörg Pálsdóttir 4,80% Páll Jóhann Pálsson Þingmaður útgerðarinnar Páll Jóhann Pálsson þingmaður Fram- sóknarflokksins hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína, en oft hefur verið bent á að hann fjalli beint um eigin hagsmuni á þingi, til dæmis þegar kemur að ákvörðun veiðigjalda. „Það sem að ég hef sagt er að ég bauð mig fram sem útgerðarmaður og sem talsmaður sjávarbyggða og útgerða og ég mér fannst það bara ekkert of mikið að það væri einn af 63 þingmönnum hérna úr útgerð. Mér sýnist nú í þessari umræðu og nefndarstörfum að það hafi ekkert veitt að því,“ sagði hann á Alþingi sumarið 2013. Þá átti Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstri grænna við hann orða- stað um hagsmunatengsl þingmanna við útgerðarfyrirtæki og styrki til stjórnmálaflokka. Fram hefur komið að Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa undanfarin ár fengið yfir 9 krónur af hverjum tíu sem sjávarútvegsfyr- irtæki hafa greitt stjórnmálaflokkum í styrki. „Bjóst fyrrverandi ríkisstjórn, bjóst háttvirtur Ögmundur Jónasson við því að þegar hann kæmi inn í útgerðarfyr- irtæki að menn færu að moka í hann einhverjum styrkjum, eins og hann var var búinn að koma fram. Ég er ekkert hissa á því. Og hvernig hann er búinn að tala í kvöld. Datt honum í hug að hann gæti farið inn í þessa atvinnugrein og fyllt hjá sér bækur,“ sagði Páll Jóhann enn fremur. Ögmundur sagði: „Við önnur reynum að reka aðra hagsmuni, en við látum ekki greiða okkur til þess. Og þegar að stórfyr- irtæki í landinu eru farin að stjórna stjórnmálum á Alþingi þá er hægt að tala um það orð og nota það orð sem ég notaði fyrr í kvöld, auðvald. Þá er auð- urinn farinn að hafa vald inn í þennan sal, og það er ekki gott.“ Eiríkur Tómasson frá Þorbirni hér til vinstri og Pétur H. Pálsson frá Vísi til hægri. Bæði sjávarútvegsfélögn hafa lengi stutt íþróttastarf í Grindavík. Mynd: Grindavíkurbær Eitt af skipum Þorbjarnar við bryggju í Grimsby. Verðmæti kvótans sem Þor- björn fær úthlutað hleypur á tugum milljarða krónar. Þrjár manneskjur eiga bróðurpartinn í fyrirtækinu. „Ég bauð mig fram sem útgerðar- maður,“ sagði Páll Jóhann Pálsson á Alþingi.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.