Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 14

Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 14
14 27. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Hjólabætum Ísland: Gerum góða hluti enn betur Umferðin er okkar allra og er þannig allt lífið. Þegar maður fylgist með í fuglabjörgum eða horfir á síldartorfur hreyfa sig, er alveg magnað að sjá hvernig allir kom- ist um án þess að lenda nokkurn tíma saman. Best væri að það sama ætti við í mannheimum. Öll dýrin í skóginum væru vinir, full virðing og tillitssemi. Oftast er það líka þannig þegar við hreyfum okkur fyrir eigin orku en svo er eitthvað sem gerist hjá okkur mörgum, ef einhver verkfæri bætast við sem koma okkur hraðar áfram. Þó að einkabíllinn haldi gríðar- legum yfirburðum þegar kemur að mannsköðum í umferð og alltaf er það mannskepnan sem heldur um stýrið, þá hefur mörgum orðið bilt við eftir að sjá allt í einu allt þetta fólk á reiðhjólum í umferðinni. Að fá fólk út úr bílunum og út að hjóla er hverju samfélagi mikils virði. Fjölbreyttni í umferðinni kallar á samvinnu og ef hún er góð sköpum við í leiðinni aukið umferðaröryggi fyrir alla. Á vordögum tóku sig saman Hjóla- færni, Landsbankinn, Tryggingafé- lagið Vörður, Landsvirkjun, Rio Tinto Alcan á Íslandi, Vínbúðin, Reykja- víkurborg og reiðhjólaverslunin TRI og veltu fyrir sér hvernig mætti hjólabæta Ísland. Ávextir verkefnis- ins hafa verið að birtast opinberlega á nokkrum stöðum. Strætó hefur ekið síðustu vikur með mynd af þeim einföldu skilaboðum að við látum hægri réttinn ná yfir alla vegi, líka hjóla- og göngustíga. Eins að gömlu táknmálin fyrir hjólandi eru enn í fullu gildi. Svipuð mynd er núna víða í borgarstöndum Reykjavíkur. Sitthvað fleira á eftir að líta dagsins ljós. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Gerum þetta saman, gerum góða hluti enn betur. Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 w.þ if.is / www.thrif.net / netfang: th if@centrum.is Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu. Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Sumarnámskeið fyrir börn 7-9 ára og 10 -12 ára 29 júní -10 júlí Nokkur pláss eftir Skráning og upplýsingar í síma 565 5900 og namskeið@gaaraleikhusid.is gaaraleikhusid.is Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á íslandi Það var hátíðarstemn- ing á dögunum þegar leikskólinn Hof við Gullteig flaggaði Grænfánanum öðru sinni. Katrín Magnús- dóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein afhenti fánann sem var dreginn að húni að viðstöddum börnum og starfsfólki Hofs. Þema skólans voru að þessu sinni lýðheilsa og samgöngur. í til- efni þessa var kveikt upp í eldstæðum, grill- aðar pylsur, bakaðar lummur og heitur safi drukkinn með. notum táknmál og höldum okkur hægra megin á stígum og götum #hjolamal Mynd-VR ef þau eiga að bíta niður fullþroska lúpínubreiður. • Skógur getur vaxið lúpínu yfir höfuð og skyggt hana út, en lúpínan heldur velli í skóglausum rjóðrum og í jöðrum. Kerfill (önnur framandi ágeng jurt) vex henni líka yfir höfuð. • Allar aðferðir til að takmarka út- breiðslu lúpínu kosta mikið fé og/ eða fyrirhöfn – og þekkingu. Misskilningur eða ósannindi • Að hægt sé að eyða lúpínubreiðum með sauðfárbeit. Það hefur verið rannsakað og reynist ekki hægt. Fullþroska lúpína er of eitruð fyrir kindurnar. • Að tryggt sé að hún hörfi eftir að hafa grætt upp landið. Á því gæti orðið bið í áratugi, jafnvel aldir, þó þekja hennar kunni að minnka. Dæmi eru um að gömul lúpína hafi hörfað, þ.e. minnkað og nánast horfið, einkum á þurrum, úrkomulitlum landsvæðum og í Heiðmörk, en víðast hvar virðist hún breiðast ört út. • Að hún vaxi og dafni bara í ógrónu eða lítt grónu landi. Ótal dæmi og fjöldi ljósmynda afsanna það. (Sjá einnig rannsókn frá Húsavík: http://www. ni.is/frettir/nr/13784) • Að eitrun með roundup sé góð að- ferð. Gerð var tilraun á Helluvaðs- sandi 2007 með mismunandi eitur- skammta á mismunandi tíma sumars. Þekja lúpínu – svo og flestra annarra tegunda – var marktækt minni árið eftir í eitruðu reitunum, en lúpínan hvarf þó alls ekki og eitrunin hefur engin áhrif á fræforða í jarðvegi. Ekki virðist hafa verið metið hvort áhrifa eitrunarinnar gæti til lengri tíma. Þó er víða klifað á því í enn dag að hægt sé að útrýma henni með eitri. Lokaorð Lúpínan er mjög afkastamikil og hag- kvæm uppgræðsluplanta og er heimilt að nota hana til landgræðslu á sam- felldum svæðum á láglendi. Það er hins vegar afar erfitt að hafa stjórn á henni Alaskalúpínan telst vera ágeng, fram- andi tegund í íslenskri náttúru. (Sjá nánar hér: http://agengar.land.is/) Hún er jafnfram sú jurt sem ógnar hvað mest sérkennum og fjölbreytni ís- lensku flórunnar og ekkert annað getur á næstu áratugum breytt ásýnd landsins jafn mikið. Lúpínan mun á næstu ára- tugum breyta ásýnd Íslands meira en háspennulínur og virkjanir, jafnvel þótt blautustu draumar virkjanasinna rætist. Framhald af bls. 4.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.