Selfoss - 28.05.2015, Blaðsíða 8

Selfoss - 28.05.2015, Blaðsíða 8
8 28. Maí 2015 „Það þurfa ekki allir að vera eins“ Umræðan um brotthvarf nemenda í framhaldsnámi er ekki ný af nálinni. Í janúar 1991 eða fyrir 24 árum birti undirritaður greinarstúf í DV um framhaldsskólann. Meðal tillagna til úrbóta taldi ég eftirfarandi: 1) Samstarf skóla og heimila verði miklu nánara. 2) Launakjör kennara verði stórum bætt. 3) „Ef að minnsta kosti einn skóli fer til ónýtis á hverju ári vegna brottfalls nemenda, er það þess virði að eyða nokkrum ársverkum í að kanna hvað gert er, hvernig og hvað verði af nemendum.“ 4) Einni önn verði þegar í stað bætt við námstímann (3ur árum síðar ákvað þáverandi menntamálaráðherra að skólatími skyldi lengdur á hverju ári). 5) Námsráðgjöf verði efld til muna. Mörgum spurningum ósvarað Fyrir aldarfjórðungi var brottfall í framhaldsskólum mikið rætt. Þá að gefnu tilefni. Síðan hefur umræð- an stundum orðið hávær. Rann- sóknir birtast sem kalla á frekari bollaleggingar - hvað er til ráða? Er þetta skólakerfinu að kenna, aga- leysi í þjóðfélaginu, „brottkasti“ ákveðins hóps í samfélaginu sem er skilinn eftir umkomulaus hjá garði, of mikilli áherslu á bóknam, ónógri samvinnu skóla og heimila, misskilningi sem er því fólginn að allir þurfi „að vera eins“ . . . ? Ofan í miðja umræðuna er svo skotið inn breytingum sem enginn veit hvað muni hafa í för með sér. Allavega ekki með neinni vissu. Tillagan um styttingu náms í fram- haldsskólum um 3 ár er hluti af þessu. Fyrir aldarfjórðungi voru takmarkðar upplýsingar um náms- framvindu. Nú er öldin önnur. Eða maður skyldi ætla það. Þessari fréttaskýringu er ætlað að vera upphaf að umfjöllun um skólann á Íslandi. Byrjum hér á fyrsta hluta um „brottfallið,“ „brotthvarfið“ eða „brottkastið“ úr framhaldsskólanum. Að gefnu tilefni. Á dögunum birtist athug- un Námsmatsstofnunar á brott- hvarfinu úr framhaldsskólum á Íslandi. Kannað var hvaða ástæður nemendur segja sjálfir að liggi að baki því að þau hverfa frá námi. Haustönn 2014 er undir. Hvað er til ráða? Hvað segir skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og fræðslustjóri Árborgar? Ef ekki námsörðugleikar, hvað þá? Við fyrstu sýn vekur það athygli hversu fáir nemenda segja að það séu fyrst og fremst námsörðugleik- ar að baki brotthvarfi. Aðeins 2% af þeim nemendum sem teljast til brotthvarfsins gefa upp að það sé vegna námsörðugleika. Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla- meistari FSu, segir að svarið „Ég er að fara að vinna,“ geti þýtt að barnið sé að glíma við námsörð- ugleika. Það sé rótin. Brotthvarfið (skv. Námsmats- stofnun) er miklu hærra hlutfalls- lega meðal nemenda sem eru tutt- ugu ára eða eldri. 40% af þeim sem hættu í skóla (og fóru ekki i annan skóla) eru tvítug eða eldri 60% meðal þeirra sem eru á aldrinum 16 og að tvítugu. Þar sem nemend- ur 20 ára og eldri eru aðeins 38% heildarnemendafjöldans er áhættan meiri hjá eldri nemendum en yngri að hverfa frá námi. Með „hreint borð“ Það tekur tíma að finna rétta rólið í skólanum. Skólameistari nefnir ófullnægjandi upplýsingar sem eina af ástæðunum fyrir því að nemendur séu leitandi og að þau séu jafnvel á röngum stað í kerfinu. Til séu þeir foreldrar sem óski eftir því að börnin þeirra byrji með „hreint borð“ þegar þau hefji skólagöngu í framhaldsskólanum. Fyrir bragðið geti nemendur lent í því að vera á rangri hillu. Og ástæð- an sé að „hreina borðið“ verði til þess að einhver konar greiningar fylgi ekki barninu þegar það hefur nám í framhaldsskólanum. Námið reynist því of erfitt. Margir krakkar séu leitandi. Vita ekki hvað þau vilja. Líklegt er að þau lendi á bók- námsbraut (þar sem flestir eru). Í FSu er skimað fyrir um stöðu ný- nemans. Þá geta komið fram atriði sem skora hærra sem áhættuþættir brottfalls. Og skólinn reynir þá að bregðast við í samræmi við þær niðurstöður. Stuðst er við niður- stöður rannsókna í Háskóla Íslands um áhættuþætti. Sjúkdómsvæðing Félagsráðgjafar hafa mjög mælt með heildstæðri nálgun á“vanda“ þeirra nemenda sem eru í áhættu. Sviðið allt sé skoðað – ekki bara skólinn. Skólanum geti líka orðið á að „sjúkdæmsvæða“ vandann. Sigrún Harðardóttir lektor í HÍ sem hef- ur starfað lengi í framhaldsskólum og rannsakað „brotthvarfið“ segir í viðtali við Fréttablaðið 21. maí sl. m.a. : „Eins og staðan er núna þá hefur sérkennslan verið alls ráð- andi í grunnskólanum, sem byggir á sjúkdómsnálgun og þá að gera þá sem veikastir eru fyrir eins og alla hina.“ Sama mælistikan sé svo not- uð á alla. Einn fær tíu og annar 2 á prófi. Menn þurfi að opna augun fyrir því að við erum ekki eins . . . „og það þurfa ekki allir að vera eins.“ Þorsteinn Hjartarson, fræðslu- stjóri í Árborg, tekur í svipaðan streng í samtali við Selfoss-Suður- land: „Öll börn geta náð árangri.“ Þorsteinn vill að samvinna skóla, heimila og félags- og heilbrigðis- þjónustu falli í einn farveg þegar kemur að því að nálgast barnið á þess forsendum. „Mér líður eins og ég hugsa,“ ætti að vera sameigin- legt stef. Grunnskólinn í Árborg hefur lagt áherslu á bætt læsi allra nemenda og skimað er fyrir meðal nemenda í 3. 6. og 9. bekk. Læsi sé lykill að bættum árangri í skóla og einnig líðan nemenda. Vanlíðan sem kemur m.a. fram í kvíða og þung- lyndi hjá börnum sé staðreynd. Olga Lísa skólameistari segir beinlínis að kvíði og þunglyndi sé að aukast með- al framhaldsskólanemenda. Andleg veikindi og vinna Í rannsókn Námsmatsstofnunar (2014) á ástæðum brotthvarfs nem- enda í framhaldsnámi á haustönn 2014 kom fram að nemendur sem hurfu frá námi báru 12% fyrir sig andlegum veikindum. Stelpur frekar en strákar. Strákarnir töldu frekar en stelpur að vinna og brot á skólareglum lægju að baki. Þá nefna strákarnir umfram stelpur „tilgangs- leysi“ með náminu vera ástæðu þess að þeir hurfu úr skóla. Auk kynja- munar er einnig augljóst að aldur skiptir máli. Haustið 2013 (tölur fyrir haustönn 2014 eru ekki komn- ar fram) voru skv. Hagstofunni 62% nemenda á aldrinum 16-19 ára. Í könnun Námsmatsstofnunar báru hlutfallslega fleiri úr eldri hópnum (20+) fyrir sig að þau þyrftu að fara að vinna. En það vekur líka eftirtekt að líkamleg og andleg veikindi og ástæður persónulegs eðlis liggja að baki hjá tiltölulega stórum hópi eldri nemenda. Það sem af er þessari önn hafa 20 nemendur í FSu hætt námi á önninni og tóku því ekki próf í lok annar. Um 70 hafa skráð sig úr stöku áföngum. Ekki liggja fyrir tölur um fall á prófi þegar þetta er tekið saman. Skólarnir stundi brottkast . . . Miklar breytingar eru framundan á framhaldsskólakerfinu. Hátt ber umræðuna um styttingu námstíma í 3 ár. Olga Lísa skólameistari í FSu segir skólann laða sig að breytingun- um eftir bestu geti. Það er auðvitað ekki vitað hvernig útkoman verður samanborið við núverandi kerfi. Hún telur þó að sveigjanleiki sé auk- inn, t.d. sé val nemenda á margan hátt meira í nýja kerfinu. Bundinn kjarni á námsbrautum hafi verið stærri hluti áður. Nú geti nemandi valið yfir mörk gömlu brautanna. Ferlið í gegnum námið að lokaáfanga sé markvissara. Sigrún Harðardóttir lektor segir „að skólarnir stundi ákveðið brott- kast á ákveðnum hópi nemenda sem slakast standa við lok grunnskóla.“ Djúpt tekið í árinni. Innt eftir því hvað hún eigi við segir Sigrún í netbréfi til blaðsins: „Hópurinn sem ég er að vísa til varðandi brott- kastið eru þeir nemendur sem koma úr grunnskóla með tvær eða fleiri greinar undir viðmiðunarmörkum og eru flestir á eða við tornæmis- mörk. Aðeins 3,5% þeirra nemenda hafði lokið framhaldsskóla að fjórum og hálfu ári frá upphafi þess í minni rannsókn.“ Breytingarnar sem eru framund- an í framhaldsskólanum – með styttingu framhaldsskólans frá og með haustönn 2015 – eiga kannski eftir að leiða í ljós að „brotthvarfið“ minnki og „brottkastinu“ ljúki. Það mun tíminn leiða í ljós. Fréttaskýring Þorlákur Helgi Helgason Þorsteinn Hjartarson fræðslustjóri. Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.