Selfoss - 28.05.2015, Blaðsíða 14
Vík í
Mýrdal
Fjölskylduvænt
samfélag í fallegu
umhverfi.
Mýrdalshreppur er um 500
manna sveitarfélag. Í Vík er
öll almenn þjónusta svo sem
leik-, grunn-, og tónskóli,
heilsugæsla, dvalar- og
hjúkrunarheimili og frábær
aðstaða til allrar almennrar
íþróttaiðkunar.
Náttúrufegurð er rómuð í Vík
og nágrenni og samgöngur
greiðar allt árið. Ferðaþjón-
usta er öflug og vaxandi í
sveitarfélaginu og fjölbreyttir
möguleikar á því sviði fyrir fólk
með ferskar hugmyndir.
Lausar stöður í Vík í Mýrdal:
• Staða skólastjóra Leikskóla Mýrdalshrepps
Starfssvið:
• Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans
• Skipulagning skólastarfs og fagleg forusta á sviði kennslu og
skólaþróunar.
• Ábyrgð á samstarfi við heimili og samfélag
Menntunar og hæfniskröfur:
• Kennsluréttindi á því sviði sem sótt erum .
• Framhaldsmenntun í stjórnun og/eða uppeldis og kennslufræðum
æskileg.
• Reynsla af stjórnun og rekstri.
• Metnaður, frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Leitað er að einstaklingi með áhuga á forystu í skapandi skólastarfi og hæfni til að að leiða faglegt
starf nemenda og starfsfólks. Laun skv. Kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi
félags innan Kennarasambands íslands.
• Umsjónakennarar
• List- og verkgreinakennari
• Íþróttakennari í afleysingu í eitt ár
Tvær stöður umsjónakennara, á yngsta- og miðstigi, staða list- og verkgreinakennara og staða íþrót-
takennara í eitt ár við Grunnskóla Mýrdalshrepps eru einnig lausar til umsóknar frá og með næsta
skólaári.
Leitað er að hæfileikaríkum og metnaðarfullum kennurum í þessar stöður. Laun skv. kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Einarsdóttir skólastjóri ragnhildur@vik.is eða í síma 4871242.
Umsóknir skal senda til Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík. Umsóknarfrestur er til 8. júní n.k
Mýrdalshreppur - Austurvegi 17 - 870 - Vík sími 487-1210
14 28. Maí 2015
Gef mér
smakka
brennivín!
Fjölmörg og fágæt orð í eðlilegu umhverfi sínu, ritaðri grein eða ívitnuðu tilsvari geymast í
Austantórum Jóns Pálssonar. Í öðru
hefti kemur fyrst grein um Eyrar-
bakkaverslun, Bakkamenn, ferjur
og flutninga, reiðinga og reiðver,
vorlestirnar, ferðalög fótgangandi
manna, ferjutolla hjá Óseyrarnesi
og svo má áfram telja.
Heftin eru alls þrjú og í formála
fyrir öðru hefti upplýsir Guðni Jóns-
son ýmislegt um samskipti þeirra
Jóns og sýnilegt verður hvað miklu
meira tveir fá áorkað heldur en ein-
yrkinn þótt skrifi og miðli.
Magister Guðni segir: „Þó að
Jón Pálsson væri í fyrstu hikandi
eða jafnvel tregur til að láta úrval
úr safni sínu koma fyrir almenn-
ingssjónir nú þegar, þá er mér vel
kunnugt um það, að hann sá alls
ekki eftir því, að í það var ráðist,
enda þurfti hann þess eigi heldur.
Viðtökur þær sem 1. hefti af Austan-
tórum fékk, voru svo vinsamlegar
og lofsamlegar, að þær glöddu hinn
aldurhnigna heiðursmann stórlega
og vöktu áhuga hans fyrir útgáfunni.
Kom því svo að lokum, að hún var
orðin eitt af hjartfólgnustu áhuga-
málum hans.“
Hér er ferðasaga Mýrdælinga til
Reykjavíkur:
„Hinn 1. desember 1889 lögðu
tveir menn af stað frá Felli í Mýr-
dal suður til Reykjavíkur. Var annar
þeirra aldraður og hafði hest einn til
reiðar, en hinn var ungur og hraust-
ur vel. Fór hann fótgangandi sem
fylgdarmaður hins eldra, er vildi
verja mál sitt fyrir landsyfirréttin-
um í Reykjavík. Heim til sín komu
þeir aftur á þrettánda dag jóla, 6.
janúar 1890 og höfðu verið 37
daga í ferðinni fram og aftur, lent í
vondum veðrum og umbrotaófærð
báðar leiðir, teppst við árnar dögum
saman og verið 11 daga á leiðinni
frá Reykjavík austur að Sanhólaferju
við Þjórsá; það er nálega 77 km leið.
Í Reykjavík dvöldust þeir aðeins 3
daga. Fylgdarmaðurinn kostaði ferð
sína að öllu leyti báðar leiðir, nesti,
gistingar á bæjum, þar sem eitthvað
var tekið fyrir þær, svo og dvöl sína
í Reykjavík. Hann fékk 12 krónur
fyrir túrinn.“
Og við þessa 12 króna greiðslu
má hæfa að bæta við ferjutollum í
Óseyrarnesi, sem höfundur tiltekur,
að hafi verið 60-70 árum áður, gætu
verið 1860-1870:
Fyrir að flytja lausgangandi mann
25 aurar
Fyrir að flytja mann og hest 35
aurar
Fyrir að flytja mann, hest og
klyfja hest 50 aurar
Væri fleiri en einn áburðarhestur
með í ferðinni, var það kölluð lest.
Fyrir að skipleggja stórgripi, hesta
og nautpening, varð að greiða eina
krónu fyrir hvert þeirra. Gjald þetta,
ferjutollurinn, var oftast miðaður
við fiskvirði, og var hann oftast
nokkru lægri við ferjurnar við Þjórsá
en við Ölfusá, enda var meðalalin
oftast metin nokkru lægri í Rang-
árvallasýslu en Árnessýslu.
Síðar í bókinni er sagt frá
starfsmönnum Eyrarbakkaverslunar,
s. s. kornmanni, öðrum við búðar-
borðið, laxakarlinum og brennivíns-
manninum: „Í þessa vandasömu og
veglegu stöðu völdust jafnan góðir
menn og reglusamir. Staða þeirra
var erfið og ónæðissöm og þeir
máttu aldrei líta upp frá því, sem
þeir voru að gera. Starf þeirra var
argsamt mjög og eirulaust, en ein-
stætt að því leyti, að sá sem hafði
það á hendi, þurfti ekki að hafa
mikla ferlivist. Hann var ef til vill
haltur eða bagaður mjög á fótum
og gat að meinalausu setið eða stað-
ið í sömu sporum allan liðlangan
daginn. Naumast mun þó nokkur
annar starfsmaður við verslunina
hafa haft vanþakklátara starf á hendi
en hann, því að vara sú, vínið, sem
hann átti að sjá um, að fengi eðli-
leg útrás, þoldi enga bið. Ávallt var
verið að hrópa til hans og kalla á
þessa leið:„Tvo potta brennivín!“ –
„Þrjá pela brennivín!“ – „Hálfpela
brennivín!“ – „Staup!“ – „Staup!“
– „Staup!“ Varð hann þá að endur-
taka þessi orð svo hátt, að sá, er fyr-
irskipunina gerði, heyrði það, og
endurómuðu þeir hin sömu orð eða
einhver þeirra og í sömu andránni
frá einum eða öðrum, oft mörgum
í einu: „Staup!“ „Staup!“ – „Staup!“
– „Þrjá pela!“ o. s. frv.“
Harðhausi lýkur með drykkju-
vísu sem Rangæingar kváðu fyrrum
og þurftu enda út yfir hana Þjórsá
til komast á Bakkann. Einnig má
minnast myndanna sem Halldór
Laxness dregur upp í Íslandsklukk-
unni og við fylgjumst með jung-
kæranum í Bræðratungu, komnum
í félagsskap drukkinna presta niður
í Flóa en öxin liggur heima í spóna-
hrúgunni:
Eg er að flakka eins og svín
út á Bakka og heim til þín
Góins stakka grundin fín
gef mér smakka brennivín.
Vísan er eftir Árna Böðvarsson,
Snæfelling fæddan 1713 og er úr
einni fjölmargra rímna hans. Upp-
hafleg gerð vísunnar er talin vera:
Eg er að flakka eins og svín
út um víðar sveitir.
Góins stakka grundin fín,
gef mér smakka brennivín.
ÚR HARÐ HAUS
Ingi Heiðmar Jónsson
Héraðsskjalasafn Árnesinga hefur á
undanförnum árum fengið fjölda
merkra ljósmyndasafna. Héraðs-
skjalasafnið fékk ásamt Héraðs-
skjalasafni Austfirðinga og Héraðs-
skjalasafni Skagfirðinga styrk frá
Mennta og Menningarmálaráðuneyti
til atvinnuskapandi verkefnis tengd
innskönnun og skráningu á ljósmynd-
um á söfnunum þremur. Sveitarfélag-
ið Árborg og Menningarráð Suður-
lands styrktu svo sérstaklega verkefnið
hér í sýslunni. Á héraðsskjalasafninu
eru nú rúmlega tvö hundruð þúsund
ljósmyndir. Í tengslum við verkefnið
er búið að skanna inn um 105.000
ljósmyndir. Stór hluti þeirra er skráður
að einhverju eða öllu leyti.
Mikil vinna liggur að baki skrán-
ingu á ljósmyndum og oft á tíðum er
ekki hægt að greina nákvæmlega frá
viðburðum eða þekkja þá einstaklinga
sem eru á myndunum. Mikilvægt er
að geta leitað til almennings og fá
aðstoð við skráningu á ljósmyndum.
Birting ljósmynda með þessum hætti
er því í raun samvinnuverkefni íbúa
héraðsins og skjalasafnsins.
Að þessu sinni birtum við myndir
úr safni sr. Guðmundar Óla Ólafsson-
ar sóknarprests af óþekktum húsum/
stöðum og að eru þær varðveittar á
Héraðsskjalasafni Árnesinga.
Vinsamlegast hafið samband ef
þið teljið ykkur kunna skil á mynd
eða myndunum. Hægt er að hafa
samband beint við Héraðsskjala-
safn Árnesinga eða í síma ritstjóra
8942098 eða á netfangið torlakur@
fotspor.is
Við köllum eftir ábendingum um
myndirnar sem við birtum síðast.
Höfum fengið upplýsingar um aðra
þeirra og fjöllum um frekar í næsta
blaði. ÞHH
ÞEKKIR ÞÚ?
Kemur næst út 11. júní
S U Ð U R L A N D
Auglýsingasími:
578 1190