Vestfirðir - 12.02.2015, Side 6

Vestfirðir - 12.02.2015, Side 6
6 12. Febrúar 2015 3 Bæjarstjórinn á Ísafirði launahæstur Gísli Halldór Halldórsson, bæj-arstjóri á Ísafirði er launa-hæstur sveitarstjóranna 7 á Vestfjörðum. Föst laun hans voru 1.220.000 kr. á mánuði þegar hann var ráðinn. Þau eru hækkuð um hver áramót um sem svarar hækkun á launavísitölu. Lægstur er Indriði Indriðason, sveitarstjóri í Tálkna- fjarðarhreppi. Hann fær tæpar 700 þús kr. á mánuði. Þegar tekið er mið af stærð og tekjum sveitarfélag- anna verður bæjarstjórinn á Ísafirði ódýrastur 336 kr/íbúa, en sveitarstjór- inn í Súðavík dýrastur 4.048 kr/íbúa. Almennt er ráðið til fjögurra ára með gagnkvæmum þriggja mánða uppsagnarfrestiog tengingu við launa- breytingar skv tilgreindum taxta. Það er svo breytilegt við hvaða samninga er miðað. Athyglisvert er að enginn sveitarstjóranna miðar laun sín við þingfararkaup, sem er sú viðmiðun sem sveiatrstjórnarmennirnir nota fyrir sín laun. Það segir sína sögu um laun alþingismanna þegar enginn sveitarstjóri vill taka mið af launum þeirra. Ísafjörður Bæjarstjóri fær ekki frekari launa- greiðslur en fram kemur, en hann fær greitt fyrir síma og tölvutengingu. Að öðru leyti er stuðst við kjarasamn- ing BHM fyrir viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Samningur er upp- segjanlegur með 6 mán fyrirvara og greidd eru þriggja mánaða laun í lok kjörtímabils, sem falla niður komi til endurráðningar. Vesturbyggð Bæjarstjóri fær 25.000 kr mánaðar- legan símastyrk og fastan bílastyrk sem svara til 850 km aksturs. Launin eru miðuð við launaflokk 500-139 sem Kjaradómur ákvarðar. Áunnin réttur til biðlauna er 1 mánuður fyrir hvert ár, þó aldrei færri en 3 mánuðir. Bolungavík Miðað er við kjarasamnings sambands ísl. sveitarfélaga við Verkfræðingafé- lag Íslands og fleiri skyld félög. Laun- in miðast við launaflokk 68 með 8% persónuálagi, samtals 710.102 frá 1.3. 2014. Auk þess er samið um 50 klst fasta yfirvinnu á mánuði. Hver yfirvinnustund kostar 1,0385% af mánðarlaunum. Samtals eru mánar- launin þá liðlega 1 mkr. Greiddur er fastur bílastyrkur 1000 km á mánuði og einnig er greitt fyrir GSM síma. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir en ef ekki kemur til endurráðningar í lok kjörtímabils greiðast 6 mánaða laun. Súðavík Sveitarstjóri fær ekki frekari greiðslur en umsamin mánaðalaun og sinnir jafnfram starfi framkvæmdastjóra Grundarstrætis ehf og Fasteignafé- lagsins Landeyrar ehf. Ekki er greitt sérstaklega fyrir nefndarfundi. Miðað er við launabreytingar í kjarasamn- ingum BSRB. Biðalun eru 3 mánuðir. Strandabyggð Launin eru miðuð við samninga Fræðagarðs við samband ísl. sveitar- félaga, launaflokk 75-3. Greitt er fyrir síma og fartölvu. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 3 mánuðir. Við lok kjörtímabils er réttur til þriggja mánða launa, sem falla þó niður ef sveitarstjóri fer í annað starf á tímabil- inu. Tálknafjörður Launin miðast við launatöflu Kjara- ráðs nr 500, launaflokk 132. Greitt eru afnot af farsíma. Biðlaunaréttur að loknu kjörtímabili er 3 mánuðir komi ekki til endurráðningar. Sá réttur fell- ur niður ef sveitarstjóri tekur við öðru starfi á meðan á biðlaunatíma stendur. Reykhólar Engar aðrar greiðslur eru en umsamin laun og taka launin breytingum skv hæsta launaflokki hjá FOSVest. Samið er út kjörtímabiið en þriggja mánaða uppsagnarfrestur er á báða bóga. Tölur geta verið á mismunandi tímabili, en ekki skeikar þá miklu. Tölurnar eru almennt miðaðar við mitt síðasta ár þegar samningar voru gerðir. Vel gekk að afla upplýsinganna og veittu sveitarstjórarnir eða aðrir sem afgreiddu erindið umyrðalaust umbeðin gögn. Mánaðarlaun sveitarstjóra á Vestfjörðum 2015 kr/mán kr/íbúa Gísli Halldór Halldórsson Ísafjarðarbær 1.220.000 336 Ásthildur Sturludóttir Vesturbyggð 823.632 840 Elías Jónatansson Bolungarvíkurkaupst. 1.078.802 1.160 Inga Birna Erlingsdóttir Reykhólahreppur 800.000 2.963 Andrea K. Jónsdóttir Strandabyggð 849.579 1.770 Pétur Markan Súðavíkurhreppur 850.000 4.048 Indriði Indriðason Tálknafjarðarhreppur 696.169 2.246 Frá Stútungi, þorrablóti Flateyringa sem var haldið um síðustu helgi Þorrablótsnefndin.

x

Vestfirðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.