Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 2
2 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Ný þjónusta hefur verið tekin upp við Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja frá og með 1. janúar 2008 en markmiðið með henni er að stytta biðtíma í móttöku á heilsugæslu stofn- unarinnar. Um er að ræða eins kon ar hraðmóttöku á dagvinnutíma þangað sem fólki er beint sem á við „skammtímavandamál“ að etja. Með því er átt við fólk sem er e.t.v. að kljást við flensur, sýkingar eða eitthvað þess háttar sem hægt er að greina fljótt og veita viðeig- andi meðferð. Hraðmóttakan er opin á dagvinnutíma frá kl. 08-16 og hægt að panta tíma samdæg- urs.Tekið er á móti pöntunum í síma 422-0500. Sigurjón Kristinsson, yfirlæknir á heilsugæslunni, sagði í samtali við Víkurfréttir að með þessu sé verið að breyta skipulaginu og auka við þjónustu til að hægt sé að sinna fleiri sjúklingum. Sigur- jón bætir því við að nýlega hafi verið gerð könnun á biðtíma á læknavaktinni og kom þar í ljós að meðalbiðtími eftir viðtölum á HSS er um 45 mínútur. „Núna er ástandið þannig að af heildar- fjölda þeirra sem leita á heilsu- gæsluna koma 60% á vaktina en 40% á dagvinnutíma og því erum við að reyna að snúa við. Með þessu nýja fyrirkomulagi miðum við að því að sinna 28 sjúklingum aukalega á dag og 140 á viku. Þannig styttum við biðtíma eftir viðtali við lækna verulega.“ Sigríður Snæbjörnsdóttir, for- stjóri HSS, sagði að með þessari bættu þjónustu væri vonast til að hægt væri að mæta þörfum skjólstæðinga enn betur og fyrr. Einnig benti hún á að óvíða væri styttri biðtími eftir bráða- þjónustu heldur en HSS byði upp á núna. Auðvitað væru þó undantekningar frá þessu, eðli málsins samkvæmt, því stærri slys og meiri veikindi fengju alltaf forgang. Ekkert brunaútkall var á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja um áramótin og slökkviliðsmenn BS muna varla rólegri jól og áramót í eldsútköllum. Um hátíðarnar hefur slökkvilið BS ein- ungis þurft að bregðast við einum staðfestum eld, um var að ræða eld í húsnæði að Iðndal 2 í Vogum, en í því tilfelli tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins á fáum mínútum og forða miklu tjóni. Útköllin hafa þó verið nokkur undanfarið og af ýmsum toga og má kannski tengja þau slæmu veðri þ.e.a.s. umhleypingum og hláku. Útlit er fyrir að árið 2007 hafi kvatt okkur með metfjölda í sjúkraflutn- ingum, eða yfir 1700 útköll. Staðfestir eldar á svæði BS eru í lágmarki. Róleg áramót Íbúum á Suðurnesjum fjölg-aði um 1.537 á einu ári, voru 18.878 þann 1. desember 2006 en voru orðnir 20.415 í byrjun desember 2007. Í Reykjanesbæ voru íbúar orðnir 13.256 tals- ins þann 1. desember 2007 en voru 11.926 á sama tíma árinu áður. Íbúum fjölgaði í öllum byggðalögum Suðurnesja á þessum tíma nema í Garði, þar sem þeim fækkaði um 35. Þar var íbúatalan 1.451 þann 1. des- ember síðastliðinn. Grindvík- ingar voru 2.760, Vogamenn 1.225 og Sandgerðingar 1.723. Þetta kem ur fram í bráða- brigðatölum frá Hagstofu Ís- lands. Íbúum Suður- nesja fjölgaði um 1.537 Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja: Frá Iðndal í Vogum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Félagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu þriðjudaginn 8. janúar 2008 kl. 20 og spjalla saman um ættfræði. A l l i r á h u g a s a m i r e r u velkomnir. Nánari upp- l ý s i n g a r v e i t i r E i n a r Ingimundarson í síma 421 1407. Einnig ætla bókmennta- unnendur að hittast á sama tíma og spjalla saman um áhugaverðar bækur. Ættfræði og bókaspjall á bókasafninu Tímamót í þjónustu HSS -biðtími styttist með hraðmóttöku- Á ný ár sm or g u n vor u 7 manns handteknir grun- aðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkni- efna í fimm aðskildum at- vikum. Í einu tilfellanna voru þrír menn handteknir en þeir reyndu að komast undan lög- reglu á hlaupum. Allir voru þeir því handteknir grunaðir um akstur, einn fyrir að vera bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna en hinir voru grun- aðir um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var annar maður handtek- inn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og aðrir þrír fyr ir akstur undir áhrifum áfengis. Að auki var einn maður hand- tekinn fyrir að brjótast inn á skemmtistað í miðbæ Reykja- nesbæjar um kl. 10 að morgni nýársdags. Nýárshlaup lögreglunnar á Suðurnesjum: Ökumaður hand- samaður á hlaupum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.