Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ANNO2007SVIPMYNDIR AF LIÐNU ÁRI FYR R I H LU TI Janúar: Tímamótabreytingar urðu á lögregluembættunum á Suð- urnesjum þegar þau voru sameinuð undir embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem Jóhann Benediktsson stýrir. Hér er hann ásamt Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra og Haraldi Jóhannessyni, ríkis- lögreglustjóra, að undirrita samninga þar að lútandi. VF-mynd: elg. Janúar: Magnús Gunnars- son, stjórnarformaður Kadeco, kynnir húsnæði á Vallarheiði fyrir fjölmiðlafólki. Þar kom mjög á óvart í hversu góðu ásig- komulagi flest húsin voru. VF-mynd: Þorgils. Janúar: Hjálmar Árnason tók slaginn gegn sitjandi oddvita Framsóknarmanna í Suðurkjör- dæmi í prófkjöri flokksins fyrir alþingiskosningar. Baráttan var allhörð og mættust þeir Hjálmar og Guðni m.a. á fundi í Reykja- nesbæ. Hjálmar endaði í 3. sæti á eftir Guðna og Bjarna Harð- arsyni. Hann hætti í pólitík og starfar nú hjá Keili á Vallarheiði. VF-mynd: Þorgils. Janúar: Jón Borgarsson, Árni Sigfússon og Júlíus Jónsson fagna vígslu vatnshreinsibún- aðar sem gerði vatnið í Höfnum drykkjarhæft á ný, en þar hafði kranavatnið löngum þótt brim- salt. VF-mynd: Þorgils. Hörð gagnrýni kom fram á stjórnarmenn í HS vegna sölu á hlutabréfum í SpKef til Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þótti sumum spillingar- lykt af málinu og bent var á óæskileg krosstengsl í stjórnum félaganna. Stofnfjármarkaður SpKef var opnaður og viðskipti á honum hafa verið nokk lífleg á árinu. Háværar kröfur voru uppi um íbúakosningu vegna álvers í Helguvík. Sól á Suður- nesjum hélt m.a. fjölmennan opinn fund þar sem þetta kom fram. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, taldi útilokað að slík kosning færi fram í ljósi þeirra samninga sem þegar væri búið að gera. Janúar Febrúar Febrúar: Vart var við olíu- mengun frá Wilson Muuga, sem setið hafði fast í fjörunni á Hvals- nesi, frá því fyrir jól. Liðsmenn Bláa hersins hreinsuðu upp olíu- blautan þara í tonnavís. VF-mynd: elg. VF upplýsti um mikla svifryks- mengun í Reykjaneshöll og mældist hún langt yfir heilsuverndarmörkum. Geysir Green Energy var formlega stofnað og mark- aði upphaf orkútrásarinnar svokölluðu. Mikill styr stóð um sameiningu GGE og REI síðar á árinu sem setti stjórnmálin á annan end- ann og felldi meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Í bæjarstjórn Reykjanesbæjar var hart tekist á um málið. Ársreikningur SpKef kom út og sýndi methagnað upp á tæpa 4,7 milljarða króna samanborið við 1,1 milljarð árið áður. Landsnet kom að lokuðum dyrum hjá Sandgerðingum sem höfnuði alfarið hug- myndum um línulagnir í landi sveitarfélagsins. „Stórt skref í rétta átt,“ sagði for- maður Landverndar. Oft er flagð undir fögru skinni. Það sannaðist á ungri mey sem bauð nokkrum eldri borgurum í Reykjanesbæ upp á undirfatasýningu. Ein- hverjir þeirra sem þáðu þetta áhugaverða boð söknuðu veskis að sýningu lokinni. Kraumandi ammoníkspyttur á Fitjum var þyrnir í augum, eða öllu heldur nösum, íbúa í nærliggjandi íbúða- hverfi. Pytturinn var síðar færður til Helguvíkur. Febrúar: Loksins aftur loðna. Hjólin fóru að snúast í Helguvík og brúnin lyftist á mönnum þegar loðnan barst á land en vertíðin þar á undan hafði brugðist. VF-mynd: elg. Febrúar: Kærustuparið María Baldursdóttir og Rúnar Júlíus- son gengu loks í það heilaga í Keflavíkurkirkju, eftir rúmlega 40 ára samvist. Turtildúfurnar sí- ungu ákváðu að láta slag standa í tilefni af 60 ára afmæli Maríu á árinu. VF-mynd: Þorgils. Mars Mars: Landburður var á þorski í mikilli þorskgengd sunnan með Reykjanesskaganum. Sjó- menn vildu meiri kvóta, enda fullur sjór af fiski, og gáfu lítið út á vísindi Hafró. VF-mynd: Hilmar Bragi. Leigubílstjórar á Suðurnesjum stofnuðu eigin stöð vegna ósættis við eigendur Aðalbíla. Nokkuð var deilt um málið á næstu vikum og mánuðum. Karen Lind Tómasdóttir var kjörin Fegurðar- drottning Suðurnesja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.