Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR jbo@vf.is Íþróttapósturinn er ÞRÍR BIKARTITLAR TIL SUÐURNESJA Um síð ustu helgi fór fram bik ar-helgi yngri flokka í körfuknatt leik þar sem Suð ur nesja menn eign uð ust þrenna bik ar meist ara. Kefl vík ing ar voru sig ur sæl ir í 9. flokki karla og kvenna og þá urðu Njarð vík ing ar bik ar- meist ar ar í 10. flokki karla. Úr slita leik- irn ir fóru fram í Iðu á Sel fossi þar sem fram tíð ar leik menn þjóð ar inn ar sýndu all ar sín ar bestu hlið ar. Kefla vík ur stelp ur í 9. flokki eru með gríð ar lega sterk an hóp og höfðu þær ör- ugg an 77-29 sig ur gegn Hruna mönn um. Í liði Kefla vík ur var Telma Lind Ás geirs- dótt ir val in besti mað ur leiks ins með 18 stig, 8 frá köst, 7 stoðsend ing ar og 7 stolna bolta. Bekkj ar bræð ur Kefla vík ur- kvenna í 9. flokki mættu Njarð vík ing um í grannaslag bik ar úr slit anna og höfðu þar naum an 59-55 sig ur í raf mögn uð um leik þar sem úr slit in réð ust ekki fyrr en í blá- lok in. Mið herj inn Andri Þór Skúla son í liði Kefla vík ur átti teig inn í leikn um með 23 stig, 14 frá köst og 3 var in skot. Tölu- verð orka fór í það hjá Njarð vík ing um að hafa góð ar gæt ur á Andra sem var val inn besti mað ur Kefla vík ur í leikn um. Njarð vík ing ar misstu þó ekki af gull inu í 10. flokki er þeir mættu sam ein uðu liði Ham ars og Þórs úr Þor láks höfn. Sá bar dag i var spennu þrung inn þar sem Njarð vík ing ar lönd uðu að lok um sigri 55-51. Styrm ir Fjeld sted var svaka leg ur í teign um fyr ir Njarð vík á báð um end um vall ar ins. Pilt ur inn reif nið ur 19 frá köst og gerði 10 stig og gaf græn um oft sinn is ann an mögu leika á því að skora. Glæst ur ár ang ur hjá Suð ur nesja lið un um en tví- veg is þessa helg ina máttu Grind vík ing ar sætta sig við silf ur. Fyrst gegn Hauk um í stúlkna flokki og svo gegn KR í ung- linga flokki en báð ir leik irn ir voru mik l ir spennu leik ir. Á vf.is gef ur að líta mynd brot frá leikj um Suð ur nesjalið anna sem og veg legt mynda safn frá helg inni. Aukaæfingin skapar meistarann Andri Fann ar Freys son og Styrm ir Fjeld sted áttu stór an þátt í bik ar sigri Njarð vík inga í 10. flokki í körfu bolta um síð ustu helgi. Báð ir eru þeir fé lag ar í æf inga- hóp um lands liða í fót bolta og körfu bolta og mikl ir íþrótta- menn. Eft ir að Njarð vík ing ar höfðu hamp að bik artitl in um hélt Andri Fann ar rak leið is til Reykja vík ur á lands liðsæf ingu í fót bolta. Fjöl hæf ur ung ur mað ur hér á ferð inni enda á hann ekki langt að sækja hæfi leik ana. Sjálf ur var Freyr fað ir hans lið tæk ur í báð um íþrótt um og frændi Andra, Sverr ir Þór Sverr is son, er enn að á báð um víg stöðv um með Njarð vík ing um í Iceland Ex- press deild inni í körfu og svo 1. deild inni í knatt spyrnu. „Framund an eru stór mót með lands lið un um. Norð ur landa- mót með U 17 ára lands lið inu í fót bolta í ágúst og svo Norð ur- landa mót í körfu bolta í maí,“ sagði Andri en fað ir hans Freyr er að stoð ar lands liðs þjálf ari hjá U 17 ára lands lið inu í fót bolta. Styrm ir hef ur ver ið inn og út úr lands liðs hópn um í fót bolt- an um en þeir fé lag ar æfa mik ið og sagði Andri að þeir hefðu var ann á svo ekki kæmi til of- þjálf un ar. „Það er stremb ið að æfa báð ar íþrótt ir og það eru æf- ing ar eða keppni hverja ein ustu helgi og lít ill frí tími af lögu en það geng ur samt vel í skól an um svo þetta pass ar allt sam an,“ sagði Andri sem fer aldrei á tvær æf ing ar sama dag inn til þess að halda álag inu í jafn vægi. „Brátt mun ég leggja áherslu á ann að hvort fót bolta eða körfu- bolta og mark mið ið er að kom- ast er lend is,“ sagði Andri sem lær ir nú fyr ir sam ræmdu próf in og æfir með Njarð vík í fót bolta og körfu bolta og tveim ur lands- lið um. „Mað ur þarf að vera vel skipu lagð ur í svona og skipu lags- hæfi leik ana fæ ég frá mömmu,“ sagði Andri létt ur í dúr en hann stóð þétt við þá full yrð ingu sína að það væri auka æf ing in sem skap aði meist ar ann og ljóst að marg ir mættu taka þenn an unga kappa sér til fyr ir mynd ar. Styrmir t.v. og Andri t.h. með bikartitilinn í 10. flokki! Ísleifur og Ása hrósa sigri Púttmót var haldið á vegum Púttklúbbs Suðurnesja þann 28. febrúar síðastliðinn og var það í boði N1. Leikar fóru sem hér segir: Karlar: Ísleifur Guðlaugsson 63 högg Jón Ísleifsson 64 högg Björgvin Þorvaldsson 64 högg Bingóverðlaun fékk Ísleifur Guðlaugsson 10 Bingó Konur: Ása Lúðvíksdóttir 70 högg Unnur Óskarsdóttir 70 högg Hrefna M. Sigurðsson 73 högg Bingóverðlaun fékk Unnur Óskarsdóttir 8 Bingó Nýjar sportfréttir daglega á www.vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.