Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 12
12 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 14. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Þetta formfagra skeldýr h ei t i r Hel s i ng j an ef en nokkur slík urðu á vegi Ell- erts Grétarssonar í fjörunni við Selatanga. Helsingjanef telst til ættar hrúðurkarla og er sjaldgæf sjón hér við land. Það getur í einstaka til- fellum borist með reköldum upp í fjörur, samkvæmt því sem fram kemur á vísinda- vefnum. Helsingjanef liggur ekki fast við „hýsil“ sinn heldur hangir á honum á eins konar stilk og skýtur út örmum til að taka til sín fæðu. Þykja þeir nokkuð góðir til átu, sérstaklega stilk- urinn. Skemmtileg munnmæli eru um Hels inganef (goose barnacle á ensku) en í fyrnd- inni hélt fólk að Helsingjagæs (barnacle goose) sprytti úr þessu litla skeldýri og þaðan hafa báðar tegundir nafn sitt á ensku. Var þessi trú einnig mjög hentug að því leyti að hægt var að skilgreina gæs- irnar sem fisk og því leggja þær sér til muns á föstu kaþólikka. Ljósmynd: elg. Helsingjanef fannst á Selatanga Þó íbúafjölgunin á Suður- nesjum hafi verið mest í Reykjanesbæ á síðustu árum hafa íbúar Voga vinninginn hvað frjósemi varðar. Þar eru lifandi fæddir hlutfalls- lega flestir á síðustu árum. Fast á hæla Vogamanna í barneignum koma Sandgerð- ingar. Á fyrstu sjö árum nýrrar aldar kemur í ljós að árið 2000 voru 9 einstaklingar lifandi fæddir í Vogum. Á síðasta ári voru þeir hins vegar 31 þannig að aukningin er meira en þreföld á þessum árafjölda. Það virðist því vera meira fjör í svefnher- bergjum Vogabúa en annarra Suðurnesjamanna! Næstir á eftir koma Sandgerð- ingar, íbúar Reykjanesbæjar og Garðbúar þar á eftir en Grind- víkingar eru eitthvað rólegri í tíðinni í þessum efnum, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu úr gögnum Hagstofunnar. „Vogar eru náttúrulega mjög fjölskylduvænt sveitarfélag sem gerir það að verkum að fólk vill eignast börn sem alast upp í góðu samfélagi. Þar fyrir utan eru Vogabúar upp til hópa heilbrigt, lífsglatt og skemmtilegt fólk sem kann að skemmta sér, en það er að sjálfsögðu skemmtileg iðja að geta börn,“ sagði Róbert Ragn- arsson, bæjarstjóri Voga, þegar VF innti hann eftir skýringum á málinu. Mesta fjörið í svefn- herbergjum Vogabúa! Grillaður heitur kjúklingur í Kaskó -örugglega ódýrt!-ör le ó rt! Tilbúinn á borðið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.