Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 8. MAÍ 2008 17STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Sjúkraflutningamenn fluttu karl mann und ir lækn is- hend ur með bruna sár á höndum og hugsanlega reyk- eitrun eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi við Sjávargötu í Njarðvík á sunnudag. Frum- rannsókn brunans bendir til þess að eldurinn hafi komið upp í fjöltengi við sjónvarps- tæki á efstu hæð hússins. Brunninn á höndum Frá vettvangi brunans. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson Á góð viðr is dög um hér í eina tíð mátti oft sjá þykkan svartan reyk stíga til himins frá Keflavíkurflugvelli. Um nokkurt skeið hafa reykjar- bólstrarnir ekki sést, en nú er að verða breyting þar á og íbúar Reykjanesbæjar og nærsveita geta átt von á því að sjá þykkan mökkinn stíga upp frá Keflavíkurflugvelli þegar réttar veðurfarslegar aðstæður eru fyrir hendi. Reykurinn kemur frá æfinga- svæði Slökkviliðs Keflavíkur- flugvallar. Slökkviliðið hefur nú fengið leyfi að nýju til að nota sérstakan æfingapytt innan flugvallarsvæðisins þar sem eldsneyti er brennt. Auk þess að geta æft sig í pyttinum hafa slökkviliðsmenn á Kefla- víkurflugvelli einnig til afnota líkan af flugvél þar sem reglu- lega eru kveiktir eldar. Gamall kunningi sést aftur Siggi Hall matreiðslumeistari og Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri veitinga- staðarins Á næstu grösum, ætla að opna sjávarréttabar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008. Þar verða á boðstólnum sjávarréttir, græn- metisréttir og fleira í anda nú- tíma viðhorfa um heilsusam- legt mataræði og virðingar fyrir hreinum og góðum nátt- úruauðlindum Íslendinga. Sjávarréttabar opnaður í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar í sumar Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri NQ ehf., Elín Árna- dóttir forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. og Siggi Hall matreiðslumeistari.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.