Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.2008, Síða 12

Víkurfréttir - 29.05.2008, Síða 12
12 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Hugins Heiðars Guðmundssonar, Greniteig 49, Keflavík. Þakkir færum við öllu starfsfólki Barnaspítala Hringsins og gjörgæsludeildarinnar við Hringbraut. Þá sendum við öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur og stutt í veik- indum Hugins og gert okkur kleift að einbeita okkur að lífi hans og baráttu, kærar þakkir. Án ykkar hefði þetta orðið svo miklu erfiðara. Guðmundur Guðbergsson, Fjóla Ævarsdóttir, Natan Freyr Guðmundsson, Sóley Ásgeirsdóttir, Hafrún Eva Kristjánsdóttir, Guðjón Örn Kristjánsson, Ásdís Rán Kristjánsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkur og stutt vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar, bróður og mágs, ��� ����� ��������� ����������������� ������������������� �������� �������� �������� �� ��� ������ ������� ��������� ����������������� Þrjátíu ÍAK einkaþjálfarar útskrifuðust frá Heilsu- og uppeldisskóla Keilis sl. laugardag. Stefanía Katrín Karlsdóttir, framkvæmda- stjóri, hélt við tilefnið útskriftarræðu þar sem fram kom meðal annars að ÍAK einka- þjálfaranámið er nú orðin viðurkennd náms- braut sem lánshæf er hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og fleira. Þær Sjöfn Sig- þórsdóttir og Sonja Sverrisdóttir hlutu viður- kenningu fyrir besta bóklega árangurinn. Sjöfn hlaut meðaleinkunnina 9,2 og Sonja 8,43. Ásdís Þorgilsdóttir og Sveinn Rafn Hinriksson hlutu viðurkenningu fyrir besta verklega árangurinn. Þá hlaut Hrund Sigurðardóttir viðurkenningu fyrir bestu ritgerðina, Haraldur Magnússon var valinn besti kennarinn af nemendum og Sturla Ólafsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir hjálpsemi í vetur. Áhugasömum um þjálfarana og námið er bent á heimasíðu Keilis, www.keilir.net Fyrri um- sóknarfrestur í ÍAK einkaþjálfaranámið rennur út 13. júní. Menntun: Keilir útskrifar einkaþjálfara Þrátt fyrir að jafnréttisbaráttunni hafi fleygt fram í rétta átt síðustu ár og áratugi er þó eitt vígi sem mun seint falla, en það eru störf á leikskólum. Mikill meirihluti leikskólakenn- ara og leiðbeinenda eru enn þann dag í dag konur og sums staðar er raunar engan karl að finna. Sú er ekki raunin á leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ þar sem hvorki fleiri né færri en fjórir hressir strákar vinna. Þeir Símun Samúelssen, Þór Harðarson og bræðurnir Pálmi og Smári Ketilssynir hafa unnið mislengi á Gimli en eru allir jafn ánægðir með starfið. „Þetta er alveg yndisleg vinna,“ segir Símun, en hann ætti að vera flestum kunnugur sem einn af burðarásum toppliðs Keflavíkur í knatt- spyrnu. Það var einmitt liðsfélagi hans, Hall- grímur Jónasson, sem kynnti hann fyrir starf- inu. „Ég sótti svo bara um í fyrra og er búinn að vera hér síðan, fyrir utan að ég fór í fæðing- arorlof.“ Leið hinna þriggja að starfinu er enn styttri, en Karen Valdimarsdóttir, móðir þeirra Pálma og Smára, rekur leikskólann og móðir Þórs er leikskólakennari á Gimli. Þeir félagar eru ein- róma í þeirri skoðun sinni að starfið sé frábært. „Þetta opnar manni önnur sjónarmið og er mjög þroskandi og góð reynsla,“ segir Pálmi. „Og er líka gott til að þjálfa þolinmæðina,“ bætir Símun við brosandi. Þór segir aðspurður að sú staðreynd að hann vinni á leikskóla komi fólki ekki svo mjög á óvart. „Alla vega hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð. Það er helst að maður sé spurður út í það hvort launin séu ekki lág!“ Þeir fara ekki frekar út í launaumræðuna, en segjast allir sáttir við sitt. Í samtali við Víkurfréttir sagði Karen að hún reyndi yfirleitt að hafa karlmenn starfandi hjá sér á Gimli, en þeir væru óvenjumargir nú. Þeir segja að sú staðreynd að þeir eru fjórir saman hjálpi vissulega til að gera starfið eins ánægjulegt og raun ber vitni. „Já, ég var aleinn hér á tímabili,“ segir Símun. „En þó það hafi verið mjög gaman, þá skiptir líka máli að geta stundum talað við aðra stráka um fótbolta og þess háttar.“ Þeir gefa ekkert út um það hvort þeir stefni á það að helga sig starfi á leikskóla, en Smári seg- ist alla vega geta mælt með því að strákar sem hafi áhuga á að reyna, slái til. „Þetta er mjög góð reynsla og er ákaflega gefandi.“ Pálmi bróðir hans tekur undir það. „Þetta er líka frábær undirbúningur fyrir framtíðina þegar maður fer sjálfur að eignast börn og hugsa um þau. Svona reynsla kemur sér virki- lega vel.“ Karlaveldi á Gimli: Þroskandi og góð reynsla Útskriftarhópurinn í Íþróttaakademíunni

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.