Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 6
6 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Hertz Car Rental Flugvallarvegi 101 Reykjavik, Iceland hertz@hertz.is Tel. +354 522 44 00 Fax. +354 522 44 01 www.hertz.is ���� ������������� Bókaðu bílinn fyrir utanlandsferðina hjá Hertz og fáðu 500 vildarpunkta hjá Vildarklúbbi Icelandair. Hertz hefur yfi r 7600 afgreiðslustaði í 146 löndum. ������ ������������� ��������������� F í t o n / S Í A Nýjar vísindarannsóknir sem prófessor Jean Krutmann kynnti á Norrænu þingi húðlækna sem haldið var í Reykjavík í byrjun júní skýra að hluta af hverju psoriasis sjúklingar fá bata við böðun í Bláa lóninu. Rannsóknarniðurstöðurnar sýna að kísill og þörungar úr Bláa lóninu örva tjáningu gena lykilefna í húðfrumum, keratinocytes, og styrkja varnarlag húðarinnar. Psoriasis og exem eru húðsjúkdómar þar sem starfsemi ysta varn- arlags húðarinnar er raskað. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf., segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi mikið gildi fyrir áframhaldandi öflugt vísinda- starf og frekari þróun á lækningameðferðum og lyfjaþróun Bláa lónsins. Í tilkynningu frá Bláa lóninu segir að fyrir- tækið leggi mikla áherslu á vandað og mark- visst vísindastarf í samvinnu við færustu sér- fræðinga. Rannsóknirnar voru unnar í samvinnu við þýska vísindamanninn Jean Krutmann. Hann er einn færasti sérfræðingur heims á sviði öldrunar húðarinnar og áhrifum umhverfis á hana. Hann veitir forstöðu IUF, Institut für Umweltmedizinische Forschung an der Hein- rich-Heine-Universität. Rannsóknirnar voru styrktar af Tækniþróunarsjóði. Bláa lónið: Lækningamáttur- inn fundinn? Jean Krutmann og Grímur Sæmundsson við Bláa lónið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.