Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 26
26 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Breiðhóll 27, Sandgerði Mjög vandað 4ra herbergja einbýlishús ásamt bílskúr. Fallegar innréttingar og gólfefni. Sólpallur með heitum potti. Skipti möguleg á minni eign. Hagstæð lán áhvílandi. Jóhanna Guðmundsóttir löggiltur fasteignasali Hafnargata 16 • 230 Reykjanesbæ • sími 420 3700 • fax 420 3701 www.fasteignahollin.is fasteignahollin@fasteignahollin.is 36.900.000 Fífudalur 13, Reykjanesbæ Huggulegt 4ra herbergja parhús ásamt bílskúr, samtals 156,2m2. Vel skipulagt hús sem býður upp á mikla möguleika. Fallegar háglans innréttingar. Flísar og parket á gólfum. Hagstæð lán áhvílandi. 31.000.000 Brekkubraut 3, Reykjanesbæ 5 herbergja neðri sérhæð í tvíbýli sem hefur nýlega verið tekin í gegn. Ný gólfefni, hurðar og innréttingar. Opin og björt íbúð. Eign sem vert er að skoða. Hagstæð lán áhvílandi. 26.500.000 Mávabraut 2b, Reykjanesbær Góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Opin og björt íbúð. Sér geymsla á 1stu hæð. Hagstætt lán frá ÍLS með 4,35% vöxtum. LAUS STRAX! 12.500.000 Holtsgata 8, Sandgerði Huggulegt 4-5 herbergja, 120,4m2 einbýlishús nálægt grunn- og leik- skóla. Vel skipulagt hús sem býður upp á mikla möguleika. Úr stofu er gengið út á sólpall með heitum potti. LAUST 15. JÚLÍ. 29.500.000 19.900.000 Hlíðarvegur 17, Reykjanesbæ Vel staðsett 5 herbergja einbýli ásamt bílskúr. Baðherbergin hafa nýlega verið tekin í gegn. Sjón er sögu ríkari. Skipti möguleg á minni eign. Ásabraut 3, Sandgerði Góð 5 herbergja efri sérhæð á góðum stað, nálægt leikskóla og grunnskóla. Opin og björt íbúð. Áhvílandi hagstæð lán. Laus fl jótlega. Uppl. á skrifst. Bjarmaland 3, Sandgerði Hugguleg 103 fm. 3ja herbergja íbúð á 1stu hæð. Sérinngangur. Góður afgirtur sólpallur. Hugguleg eign sem vert er að skoða. Áhvílandi hagstæð lán frá ÍLS. 14.800.000 Styrk fjármálastjórn – stjórnun í molum? Meirihlutinn í Vogum hreykir sér þessa dagana af styrkri fjármálastjórnun á sama tíma og for- stöðumenn virðast ekki treysta sér til að vinna fyrir bæinn. Á síðastliðnum tveimur árum hafa 5 forstöðumenn hætt, byggingafulltrúi, 2 skóla- stjórar, leikskólastjóri og tómstundafulltrúi, allt úrvals starfsfólk sem slæmt var að missa. Þar af hafa 3 forstöðumenn hætt það sem af er þessu ári. Svo ekki sé minnst á fjölda kennara sem hætt hafa síðan meirihluti E-listans tók við stjórn sveitarfélagsins. Því hlýtur maður að spyrja, er ekki eitthvað að í stjórnun bæjar- félagsins? Þrír skólastjórar á tveimur árum Það gefur auga leið að þegar þrír skólastjórar hætta á tveimur árum, þá hlýtur það að hafa mikil áhrif á innra starf skólanna. Eftir að E- listinn tók við hefur verið gríðarlega erfitt að manna kennarastöður, vandi sem H-listinn átti aldrei við að etja í sinni 16 ára stjórnartíð. Án efa hefur mikil mannekla í skóla og leikskóla verið afleiðing þessara tíðu skólastjóraskipta. Staðan í grunnskólanum er til að mynda sú að kennarar sem hafa kennt við skólann svo áratugum skiptir eru að hætta og nú vantar á annan tug kennara til starfa. 35 milljón króna tap árið 2007 og veltufé frá rekstri 6 milljónir E-listinn hefur undanfarið flaggað í fjölmiðlum 129 milljón króna veltufé frá rekstri. 100 millj- ónir af þessari upphæð eru vaxtatekjur vegna sölu á hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja. Raunverulegt veltufé frá rekstri þegar salan á HS er dregin frá, er 6,7 milljónir og tap á rekstr- inum 35,8 milljón krónur. Það er móðgun við íbúa sveitarfélagsins að viðhafa slíka blekkingu. Á sama tíma og árið 2007 var eitt besta ár í rekstri sveitarfélaga á Íslandi er árangurinn ekki betri en raun ber vitni. Ársreikningur Voga 2007 án tekna af sölu hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja A-hluti B-hluti Samt. A+B Tekjur 557.953 27.443 585.396 Gjöld 552.049 21.982 574.031 Fjármunagjöld 41.744 5.152 46.896 Rekstrarniðurstaða -35.840 309 -35.531 0 Veltufé frá rekstri -7.633 14.402 6.769 Engar nýjar framkvæmdir síðan E-listinn tók við Það er ekki erfitt skila afgangi frá rekstri sveit- arfélaga í góðæri og þegar engar framkvæmdir eru. Þrátt fyrir bestu aðstæður, nær E-listinn ekki að skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Í stjórnartíð H-listans var miklu fé varið í upp- byggingu til að laða að nýja íbúa með það m.a. fyrir augum að auka hagkvæmni rekstrarins. Síðastliðinn föstudag var fyrsta skóflustungan tekin að nýju hverfi í sveitarfélaginu Vogum, undirbúningur helstu forsvarsmanna sveitarfé- lagsins var ekki meiri en svo að forseti bæjar- stjórnar sá ekki ástæðu til að boða sína eigin bæjarfulltrúa til að vera viðstadda, hvað þá fulltrúa minnihlutans. Sýnir þetta ekki áhuga- leysi á mikilvægum framfaramálum í sveitar- félaginu? Framfaramálum sem unnin voru að nær öllu leyti í stjórnartíð H-listans. Þessari uppbyggingu er E- listinn nú að hreykja sér af sem sínum eigin verkum. Sú mikla tekjuaukning vegna útsvars árið 2007 er ekki vegna styrkrar stjórnar E-listans heldur vegna þess að H-listinn úthlutaði lóðum og laðaði nýja íbúa til bæjarfélagins. Hvað hefur gerst síðan E-listinn tók við völdum? EKKERT. Örfáum lóðum hefur verið úthlutað, en meðal þeirra sem nú eru að byggja eru bæjarstjórinn og forseti bæjarstjórnar! Bæjarfulltrúar H-listans í Vogum Inga Sigrún Atladóttir Sigurður Kristinsson Íris Bettý Alfreðsdóttir Brottfall yfirmanna hjá Sveitar- félaginu Vogum áhyggjuefni - alls hafa 5 forstöðumenn hætt síðastliðin 2 ár, þar af 3 skólastjórar Bæjarfulltrúar H-lista í Vogum skrifa: Loftmynd: Oddgeir Karlsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.