Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2008, Síða 10

Víkurfréttir - 03.07.2008, Síða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 27. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Dagdvöl á Nesvöllum og í Selinu Reykjanesbær rekur dagdvöl fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í bæjarfélaginu. Ann- ars vegar á Nesvöllum og hins vegar í Selinu við Vallarbraut í Njarðvík. Inga Lóa Guðmundsdóttir er yfir báðum dagdvölunum en einnig í 20% hlutastarfi sem rekstrarstjóri Nesvalla. Inga Lóa er búin að starfa frá upp- hafi í dagdvöl á Suðurgötunni eða síðan 1992. Selið á Vallarbraut hýsti áður hluta af tómstundastarfi aldr- aðra en hefur fengið nýtt hlut- verk í dag eftir að tómstunda- starfið fluttist á Nesvelli. Þar er nú rekin dagdvöl fyrir þá ein- staklinga sem eru ekki virkir þátttakendur í félagsstarfi heldur þurfa meiri ró og næði. Frjálst í dagdvöl Þeir sem nýta sér þjón ustu dagdvalar geta komið kl. 8:30 með þjónustubíl og er ekið heim seinni partinn. „Þú getur ekki droppað inn í dagdvöl, það þarf að sækja um og skrá sig.“ Þjónustubílar ganga á ákveðnum tímum og það er eina sem gæti heft fólk í að kom- ast leiða sinna, að öðru leyti er fólk mjög frjálst og fáar reglur. „Fólk er hér á sínum forsendum og velur að taka þátt í og stunda þær tómstundir sem það hefur áhuga á,“ segir Inga Lóa. Deildu lóð með sjúkra- húsinu á Suðurgötu Aðspurð hvers hún sakni frá gömlu aðstöðunni við Suður- götuna segir Inga Lóa: „Við vorum með skrúðgarðinn nán- ast sem einkalóð og söknum mest nálægðinnar við sjúkra- húsið. Ef eitthvað kom upp á þá var möguleiki á að hlaupa yfir blettinn með sjúklinginn í hjólastól til læknisvitjunar. Á Nesvöllum verður aftur á móti hjúkrunarfræðingur með aðstöðu en við alvarleg tilfelli köllum við á sjúkrabíl.“ Allir velkomnir á Nesvelli Fólk á öllum heilsustigum, á ekki að þurfa að sækja þjón- ustu um langan veg. „Hér er ekki pútt eða billjard en nán- ast allt annað. Aðstandendur og vinir eru velkomnir hingað á Nesvelli til að borða með þeim sem sækja dagdvöl eða til að heimsækja og eiga góðar stundir. Veitingastaðurinn á Nesvöllum mun bjóða upp á venjulegan heimilismat.“ segir Inga Lóa. Starfsemi hófst í byrjun apríl Jónína Skarphéðinsdótt ir, sjúkraliði, er deildarstjóri í dagdvölinni á Nesvöllum en Björk Erlendsdóttir yfir Selinu. Jónína er búin að vinna við dagdvölina í átta ár og líkar mjög vel. „Við erum öll að aðlagast breyt- ingunum. Þann 7. apríl síðast- liðinn hófum við starfsemi okkar hér á Nesvöllum. Þá skiptist dagdvölin í tvennt.“ Hvernig tekur fólk breyting- unum? „Alveg ótrúlega vel. Það tekur alltaf tíma að venj- ast breyt ingum bæði fyr ir starfsfólk og dvalargesti. Hér á Nesvöllum er meiri erill en á Suðurgötunni, húsnæðið er opnara. Helsti kosturinn fyrir vistmenn er að þjónustan er á sama stað, það þarf ekki að panta bíl og fara út og suður um bæinn. Í húsnæðinu er meðal annars snyrtistofa, hár- snyrtistofa, sjúkraþjálfun og apótek.“ Flest starfsemi sem verður á Nesvöllum er komin í gagn. Lesið upp úr blöðum og hársnyrting Hrafnhildur Jónsdóttir sem starfar á dagdvöl, segir að með tilkomu sjúkraþjálfunarinnar í sama húsnæði og dagdvölin hafi skapast töluverð breyting og þægindi. „Sjúkraþjálfunin er staðsett í kjallara hússins sem er alveg æðisleg breyt- ing. Við höldum samt ennþá í okkar hefðir frá Suðurgöt- Nesvellir: Dagdvöl aldraðra Dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ er þjónusta ætluð öllum Reykjanesbæingum 67 ára og eldri. Hún er liður í að gera öldruðum kleift að búa á eigin heimili. Dagdvölin var áður til húsa við Suðurgötu í Keflavík. unni og erum með léttta leik- fimi, lesum úr blöðum, erum með hársnyrtingu og förum í Boccia.“ Fólk unir sér við leik og störf í nýju glæsilegu húsnæði þjónustumiðstöðvar- innar Nesvalla. Bergljót Sjöfn Steinarsdóttir starfsmaður Reykjanes- bæjar með hressum konum í handavinnu. VF/IngaSæm Hrafnhildur Jóns- dóttir, sjúkraliði Dagdvöl aldraðra á Nesvöllum setur rúllur í hár. Jónína Skarphéðinsdóttir, deildarstjóri Dagdvöl aldr- aðra á Nesvöllum. Inga Lóa Guðmunds- dóttir, forstöðumaður Dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Soffía Aðalsteins- dóttir, leiðbeinandi í Tómstundastarfi eldri borgara, að- stoðar við handa- vinnu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.