Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 15. Mars 2012
útspark Ómar JÓhannsson
Ómar Jóhannsson, markvörður og
starfsmaður í Fríhöfninni sparkar
pennanum fram á ritvöllinn.
177 armBEYGJUr!
Aðalskoðun hf. er faggilt óháð skoðunarstofa á ökutækjasviði og
hefur markaðseftirlit með rafföngum. Starfsstöðvar eru í
Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Reykjanesi, Grundarfirði,
Ólafsfirði og Reyðarfirði. Fjöldi starfsmanna er 32.
STAÐA MÓTTÖKUSTJÓRA
LAUS Á REYKJANESI
Starfssvið móttökustjóra er þjónusta og móttaka viðskiptavina, sím-
svörun, skjalavinnsla og sjóðsuppgjör. Vinnutíminn er 13-17 alla virka daga.
Hæfniskröfur:
Lipurð í mannlegum samskiptum
Góð almenn tölvukunnátta
Stundvísi
Sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknir óskast sendar á netfangið fridrikka@adalskodun.is
Nánari upplýsingar veitir Friðrikka Auðunsdóttir
í síma 5906900.
Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Mána var haldinn þann 23. febrúar sl. í félagsheimili Mána að Mánagrund. Á milli 30 og 40
manns sáu sér fært að mæta á fundinn og er það með ágætum.
Gjaldkeri félagsins, Guðbergur Reynisson, skýrði frá reikningum félagsins
en hagnaður félagsins nam 1.850.000.- árið 2011 og er það mest að þakka
Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið var á Mánagrund árið 2011 þar
sem flest allir félagsmenn lögðu hönd á plóg.
Eignir félagsins hafa einnig aldrei verið meiri en þær eru samkvæmt árs-
reikningi 195 milljónir og skammtímaskuldir 61.000 um áramót 2011-12,
en langtímaskuldir eru engar.
Helstu eignir eru Mánahöllin, stórglæsileg reiðhöll félagsins, sem tekin
var í notkun árið 2009. Félagsheimilið að Mánagrund sem vígt var 1996,
hringvöllur félagsins, dómskúr, reiðvegir og tamningagerði félagsins bæði
á Mánagrund og í Grindavík.
MIKIÐ ÚRVAL AF
FERMINGARSKÓM
Hafnargötu 29 - Sími:421 8585
896 0364
Alhliða raflagnaþjónusta & viðgerðir
Þvotta
véla-
viðger
ðirBói Rafvirki raf-ras.is
Andleysi og vinnuleysi hjá allt of mörgum leikmönnum er
eitthvað sem Falur Harðarson
þjálfari Keflvíkinga í Iceland Ex-
press-deild kvenna er ekki sáttur
við. Víkurfréttir náðu tali af
honum að loknum leik Keflvík-
inga og Snæfellinga á þriðjudag
en þá töpuðu Keflvíkingar öðrum
leik sínum í röð í deildinni.
„Við erum ekki að leggja okkur
nógu mikið fram í þessu verk-
efni,“ segir Falur. Það á ekki að
vera að skipti útlendinga séu að
hafa áhrif að sögn Fals en hann
telur nýja leikmanninn, Eboni
Mangum passa vel inn í liðið og
vera töluvert sterkari leikmann
en Shanika Butler sem yfirgaf
liðið á dögunum.
Keflvíkingar eiga einn leik eftir í
deildarkeppni en þá heimsækja þær
KR-inga „Þetta er ennþá í okkar
höndum og ef við vinnum leikinn
þá erum við deildarmeistarar. En
við þurfum á algerri hugarfars-
breytingu að halda, þetta snýst ekki
bara um þennan deildarmeistara-
titil, úrslitakeppnin er að hefjast,“
segir þjálfarinn. „Við þurfum bara
að fara að spýta í lófana og fara
að spila eins og við getum best.
Það þarf að hafa fyrir hlutunum í
íþróttum og ef þú heldur eitthvað
annað þá ertu á rangri hillu.“
Falur er á því að það sé bara visst
mikið sem þjálfarar geti gert í
svona stöðu en svo sé þetta alfarið
í höndum leikmanna hvernig þeir
vinni úr því sem þjálfarinn miðli
til þeirra.
„Í leiknum gegn Snæfelli þá var
einn leikmaður að spila frábær-
lega og aðrar voru einfaldlega að
horfa á hana,“ en þá á Falur við
Pálínu Gunnlaugsdóttur sem fór
fyrir liðinu í leiknum en hún hefur
sennilega verið besti leikmaður
liðsins í vetur. „Það er vandamálið
okkar og fleiri þurfa að stíga upp og
takast á við verkefnið. Jaleesa But-
ler og Birna Valgarðs eru t.d. alls
ekki búnar að vera að spila vel og
okkur munar um það. Það vantar
rúmlega 10 stig að meðaltali bara
hjá Butler miðað við það hvernig
hún hefur verið að spila í vetur,“
en Butler var gríðarlega öflug fyrri
hluta tímabils.
Njarðvíkingar eiga tvo leiki eftir
og fylgja fast á hæla granna sinna í
baráttunni á toppnum. Vinni Kefl-
víkingar hins vegar KR þá er efsta
sætið þeirra eins og áður segir.
Falur segir að deildarmeistara-
titillinn sé hvergi nærri í höfn og
varðandi Íslandsmeistaratitilinn þá
getur hvaða lið sem er komið og
náð í þann bikar. „Það á enginn
þessa titla og þeir sem vilja verða að
ná í þá,“ segir Falur að lokum.
Þurfum á algerri hugar-
farsbreytingu að halda
- segir Falur Harðarson þjálfari Keflvíkinga
Magnús Gunnarsson huggar Pálínu Gunnlaugsdóttur að loknum leik Keflavíkur og Snæfells
Hagnaður í rekstri Mána
Afreksfólk af Suðurnesjum finnst víða. Skólahreysti er einn vett-
vangur þar sem krakkar af Suðurnesjum og öllu landinu hafa
látið ljós sitt skína síðustu ár. Við í Reykjanesbæ getum verið sér-
staklega stolt af árangri okkar krakka í þessari keppni þar sem
við höfum átt sigurvegara keppninnar í tvígang á síðustu þremur
árum. Árið 2009 vann Heiðarskóli með glæsibrag og svo 2011
vann Holtaskóli hörkukeppni það árið. Í liði Holtaskóla það ár
var einmitt einn knattspyrnumarkmaður úr röðum Keflavíkur,
Eyþór Guðjónsson að nafni. Annar Eyþór, en sá er Júlíusson á
svo Íslandsmetið í upphífingum, litlar 58 upphífingar, sem hann
setti fyrir Myllubakkaskóla árið 2009. Þess má til gamans geta að
hann hefur einnig lagt stund á markvörslu með Keflavík en mark-
menn Keflavíkur hafa lengi verið annálaðir fyrir sérstaklega gott
líkamlegt atgervi og almennt hreysti.
Eyþór Júlíusson á svo yngri systur sem heitir Jóhanna Júlía.
Hún gerði sér lítið fyrir og setti eitt svakalegasta Íslandsmet sem
ég veit um í undankeppni skólahreystis um síðustu helgi. 177
armbeygjur! Gamla Íslandsmetið var 107 armbeygjur sem var
sett sama dag en það er síður en svo slæmur árangur. Armbeygj-
urnar þarf að gera með fæturnar ofan á 30 cm háum palli. Halda
þarf í handföng og ekki má hvíla í meira en 3 sekúndur á milli
armbeygja. Rétta skal úr höndum og fara niður í 90 gráður með
beinan líkama. Dómari fylgist svo með að þetta sé allt rétt gert.
Allir sem reynt hafa við hefðbundnar armbeygjur á jafnsléttu
sjá að þessar eru töluvert erfiðari en þær, sem gerir afrekið enn
merkilegra.
Mér fannst þessi árangur hennar svo merkilegur að ég leitaði á
netinu að heimsmetinu í armbeygjum. Í þessari mjög svo vísinda-
legu rannsókn minni þar sem ég naut dyggrar aðstoðar Google
vinkonu minnar komst ég að ýmsu merkilegu. Því miður fann
ég engar upplýsingar um heimsmet í samskonar armbeygjum
og Jóhanna Júlía setti Íslandsmetið í. Heimsmetið í armbeygjum
á jafnsléttu án þess að stoppa var hins vegar ansi athyglisvert
svo ekki sé meira sagt. Japaninn Minoru Yoshida setti það árið
1980 og sá sem giskaði í huganum á 10.507 hafði rétt fyrir sér.
Flestar armbeygjur á einu ári voru ekki nema 1.500.230, það
setti Paddy Doyle frá Bretlandi. Skemmtilegasta metið hlýtur
samt að tilheyra Johann Schneider frá Austurríki. Hann gerði
112 armbeygjur á hráum eggjum án þess að brjóta þau.
Hvað sem ofurmannslegum og stórskrítnum heimsmetum líður
er Íslandsmet Jóhönnu Júlíu stórglæsilegt (og pottþétt heimsmet
miðað við höfðatölu). Þeir sem taka þátt í skólahreysti skrifa
undir samning þess efnis að þau heita því að hvorki neita tóbaks
né annarra vímuefna a.m.k. þar til skólahreysti lýkur eða eins og
lög gera ráð fyrir. Virkilega flott framtak hjá öllum þeim sem að
skólahreysti koma.
Þegar maður verður eldri á maður það til að hneykslast á yngri
kynslóðum. Allt var svo miklu betra þegar maður sjálfur var
ungur en það er í dag. Krakkar voru duglegri og kurteisari og alls-
kyns kjaftæði. Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Maður á það til að fegra
hlutina í minningunni. Því lengri tími sem líður, því betri verða
tímarnir. Þá er virkilega gott að láta minna sig á það með svona
fréttum að allt var ekki betra í gamla daga þó síður sé.