Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 14
14 FIMMTUdagUrInn 15. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Elías Már Ómarsson er k nattspy rnumaður úr
Keflavík en hann er 17 ára
gamall og leikur nú með 2.
flokki hjá Keflavík. Elías er
framherji, en getur spilað báða
kantana og leikið fremstur á
miðju vallarins. Elías er einn af
fjölmörgum efnilegum ungum
leikmönnum hjá Keflavík en á
dögunum hélt hann til æfinga
hjá Íslendingaliðinu Reading
sem leikur í ensku 1. deildinni.
„Þetta kom þannig til að ég er
með umboðsmann og hann er í
einhverjum samskiptum reglu-
lega við Reading og hann kom
þessu í kring. Ég dvaldi þarna í 9
daga ásamt Kristjáni Flóka Finn-
bogasyni úr FH og mér leist mjög
vel á klúbbinn og allir strákarnir
þarna hjálpuðu manni og voru
heiðarlegir og skemmtilegir,“
segir Elías sem fór á æfingar
með unglingaliðinu og spilaði
leik með þeim þar sem honum
tókst m.a. að leggja upp mark.
Hann fór einnig á æfingar með
varaliðinu og svo eina æfingu þar
sem varaliðið og aðalliðið æfðu
saman. „Ég náði alveg að skora
á æfingunum og þetta gekk bara
mjög vel verð ég að segja.“
Áður hafði Elías fengið nasaþef-
inn af stóru klúbbunum í Eng-
landi en hann æfði um stund
með Bolton þegar hann var 14
ára gamall en hann vakti þá at-
hygli þjálfara í Bobby Charlton
knattspyrnuskólanum.
Hvernig gekk hjá Reading? „Þetta
gekk bara mjög vel. Þeir sögðu
m.a. við Ólaf umboðsmann
minn að ég hefði staðið mig mjög
vel og væri með getuna knatt-
spyrnulega séð. Þjálfarinn líkti
mér m.a. við Ole Gunnar Sol-
skjær,“ segir Elías en það verður
að teljast ágætis hrós enda Sol-
skjær fyrir löngu orðinn goðsögn
hjá stórliði Manchester United.
Elías er sammála því að það sé
mikið hrós þótt hann sé sjálfur
stuðningsmaður Liverpool.
Elías er þessa stundina að undir-
búa sig undir leiki með undir
17 ára landsliði Íslands en liðið
leikur í milliriðli Evrópukeppn-
innar sem fram fer í Skotlandi
dagana 20.-25. mars. Sigurvegari
riðilsins tryggir sér sæti í úrslita-
keppninni sem leikin verður í
Slóveníu og hefst 4. maí. Elías
hefur reynslu af því að leika með
yngri landsliðum Íslands en hann
lék einmitt með íslenska U-17 ára
liðinu sem varð Norðurlanda-
meistari síðasta sumar og liðið
náði einnig að vinna sér sæti í
milliriðlum með því að vinna
undanriðilinn sem leikinn var í
Ísrael síðastliðið haust. Liðið er
því greinilega feikilega öflugt.
„Þeir hjá Reading tjáðu okkur
að þeir ætluðu að fylgjast með
okkur í Skotlandi og eftir það
verður bara að koma í ljós hvort
ég fari aftur til Reading eða ekki,“
segir Elías. Hann hefur verið að
æfa aðeins með meistaraflokki
Keflavíkur á undirbúningstíma-
bilinu og það er því aldrei að vita
hvort þessi efnilegi sóknarmaður
fái tækifæri hjá Zoran Ljubicic
í sumar.
ÝMISLEGT
Búslóðaflutningar og allur al-
mennur flutningur. Er með 20
rúmmetra sendibíl/kassabíl með
lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
Tek að mér allskonar viðgerð-
ir á bílum, sláttuvélum. Er með
greiningartölvu til að bilanagreina
margar tegundir bíla. Vanur mað-
ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð!
Uppl. S: 864 3567.
TIL SÖLU
Svefnsófi til sölu.
Uppl. í síma 899 6539.
Borðstofuborð úr beiki, ísskápur
og uppþvottavél.
Uppl. í síma 865 1922.
ÞJÓNUSTA
Glæsilegt vetrartilboð sem
enginn má missa af!
Bónstöð Ragga í Garði kynnir al-
þrif með bóni, lakkhreinsun og
djúphreinsun á sætum og gólfi á
aðeins 8.500 kr. fyrir fólksbíl og
9.000 kr. fyrir jeppann.
Frekari verð og þjónustu er að
finna á vefsíðu. Myndir af árangri
þrifanna er að finna í albúmi á
vefsíðu.
Staðsetning: Klapparbraut 8 í
Garðinum á Suðurnesjum.
Sími: 772-1554
Vefsíða:
www.facebook.com/bonstodragga
Endilega gerist vinir á Facebook.
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
Ýmsar stærðir og gerðir af her-
bergjum, með eða án húsgagna,
með sameiginlegu eldhúsi og bað-
herbergi eða sér eldhús og bað,
með eða án húsgagna. Aðgangur
að gufubaði og borðtennisborði.
Internet og orka innifalin og all-
ur sameiginlegur kostnaður. Góð
staðsetning og hagstætt leiguverð.
Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909.
Íbúð í Sandgerði til leigu
4ra herb. 104m2 íbúð á jarðhæð í
tvíbýli til leigu. Rafm. og hiti inni-
falið. 120.000 á mánuði. Gæludýr
leyfð. Nánari upplýsingar síma 771
6674 Martin
Íbúð til leigu í Garði
Tveggja herbergja íbúð til leigu.
Laus strax. Sími 848 8445.
Herbergi til leigu.
14 m2 rúmgóð og snyrtileg herbergi
til leigu í Vogunum með klósetti og
sturtu, aðgangur að þráðlausu neti
mögulegur. 50 þús. á mánuði.
s: 865 3883.
Til leigu góð tveggja herbergja
íbúð í Garði. Íbúðin er 60m2 með
sér inngangi. Uppl. í síma 777 4200
eftir kl. 18:00.
Þjónustumiðstöðin
Nesvöllum
Vikan 14. - 21. mars nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og
leirnámskeið • Handavinna •
Leikfimi • Dansleikfimi • Jóga
á boltum • Hádegismatur •
Síðdegiskaffi • Tölvuklúbbur FEBS
Léttur föstudagur
föstudagur 16. mars kl. 14:00
Anna Lóa Ólafsdóttir
fjallar um hamingjuna
Nánari upplýsingar
í síma 420 3400
www.vf.IS 896 0364
Bói Rafvirki raf-ras.is
Eydís B. Eyjólfsdóttir, Hafsteinn Guðnason,
Elínrós B. Eyjólfsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson,
Guðrún B. Eyjólfsdóttir,
Þórarinn B. Eyjólfsson, Ólöf Ásgeirsdóttir,
Anna María Eyjólfsdóttir, Ólafur Ingi Reynisson,
Elsa Lilja Eyjólfsdóttir.
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
María Sigríður Hermannsdóttir,
Smáratúni 20, Keflavík,
andaðist að kvöldi dags 10. mars á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Hlévangi í Keflavík. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 20. mars kl. 13:00.
Júlíus H. Valgeirsson, Ásgerður Þorgeirsdóttir,
Guðrún Bergmann Valgeirsdóttir, Sigfús R. Eysteinsson,
Leifur Gunnlaugsson,
Erla Valgeirsdóttir, Guðni Grétarsson,
Einar Valgeirsson, Unnur M. Magnadóttir,
Susan A. Wilson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju,
samúð og fallegar kveðjur við andlát og útför okkar
ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa,
Valgeirs Ólafs Helgasonar,
Reykjanesvegi 12, Njarðvík.
Við framleiðum sorp daglega en viljum síðan helst ekk-
er t v i ta af þv í
meir. Ruslakarl-
arnir fara bara
með það og láta
það hverfa. Eða
ekki? Við vitum að
hvorki sorphirðar
né töframenn búa yfir kröftum
sem láta hluti hverfa í alvörunni.
Sorpið hverfur ekki heldur breyt-
ist úr einu efni í annað; verður að
ösku og gufu.
Loka eða selja
Sorpmálin á Suðurnesjum hafa
sjaldan fengið ítarlega umfjöllun.
Nú er hins vegar hávær umræða í
gangi varðandi hugsanlega sölu á
sorpbrennslustöðinni Kölku, til er-
lendra aðila. Kalka er ein fullkomn-
asta sorpbrennslustöð landsins en
rekstur hennar hefur verið mjög
þungur frá upphafi (opnuð 2004)
og nú er stöðin mjög skuldsett.
Ástæða þessarar miklu skuldsetn-
ingar er sú að í raun settu sveitar-
félögin ekki krónu í uppbyggingu
Kölku heldu var hún að mestu leyti
byggð fyrir lánsfé. Hvað skal gjöra?
Selja og taka við „útlensku sorpi“
og treysta á eftirlit opinberra aðila
sem hefur hingað til ekki verið
mjög traustvekjandi? Loka stöðinni
og urða allt saman? Ég veit það ekki
enda er engin töfralausn í boði.
Hvers vegna endurvinnsla
En það sem ég veit hins vegar er
að við verðum að móta okkur
framtíðarsýn í sorpmálum hér
á svæðinu og finna heildrænar
lausnir. Við getum ekki frestað
vandanum endalaust. Ég er mjög
hlynnt aukinni endurvinnslu. Það
er ekki LAUSNIN á vandamálum
Kölku, en kannski partur af stærri
heild sem gæti fleytt okkur í rétta
átt. Ein leið er að taka stefnuna á
umhverfisvottun, líkt og nokkur
sveitarfélög á Snæfellsnesi hafa gert.
Þar hafa góðir hlutir verið að gerast
og ég tel að við getum nýtt okkur
reynslu þessara bæjarfélaga til að
bæta umgengni við náttúruna hér
á svæðinu og bæta um leið ímynd
okkar út á við. Í vottunarferlinu er
tekið á sorphirðu sem og öðrum
umhverfismálum. En hver eru
helstu rökin fyrir aukinni endur-
vinnslu?
1. Lykilatriði er að minnka sorp
sem þarf að eyða: Rannsóknir hafa
sýnt að sorp minnkar gríðarlega
þegar heimilin fara að endurvinna.
Tvennt kemur til; hluti úrgangsins
verður endurvinnanlegur heima-
fyrir, t.d. lífrænt sorp og hitt er að
fólk fer að huga meira að umfangi
umbúða þegar það verslar til heim-
ilisins.
2. Við nýtum betur auðlindir
jarðar.
3. Endurvinnsla er hagkvæmari
kostur en sorpbrennsla. Sorp-
brennsla er dýrasta förgunarleiðin.
4. Minnkar rekstrarkostnað þar sem
greitt er fyrir sumar gerðir sorps.
Tökum börnin okkar til
fyrirmyndar
Grunn- og leikskólar Reykjanes-
bæjar eru með mjög öfluga um-
hverfisfræðslu. Börnin okkar eru
umhverfisvæn og hafa góða þekk-
ingu á endurvinnslu og hvernig við
getum gengið betur um jörðina.
Þessa má geta að af 10 leikskólum
bæjarins eru þrír komnir með
Grænfánann og þrír til viðbótar eru
á Grænni grein. Fjölbrautaskólinn
okkar er einnig á Grænni grein.
Tveir grunnskólar eru komnir með
Grænfánann. Af hverju nýtum
við okkur ekki þessa góðu vinnu
og höldum boltanum á lofti? Það
er eitthvað skakkt við það þegar
börnin koma heim, uppfull af visku
um umhverfið, að við, fullorðna
fólkið, hendum bara öllu í ruslið og
brennum því svo. Við hljótum að
geta gert betur.
Íslenskt sorp-já takk
Eitt þarf ekki að útiloka annað.
Sorpbrennsla og endurvinnsla geta
vel farið saman. Taka það besta
frá báðum leiðum. Sumt sorp er
betra að brenna t.d. sýkt dýr og þess
háttar. En það sem þarf hins vegar
að gera núna, er að leysa rekstrar-
vanda Kölku. Einn möguleiki er að
loka stöðinni, eins og Húsvíkingar
hafa tekið ákvörðun um að gera við
sína brennslustöð þar sem hún var
of dýr í rekstri. Annar möguleiki er
að auka tekjur stöðvarinnar með
einhverjum hætti. Við hljótum að
geta aukið afköst stöðvarinnar t.d.
með því að taka á móti sorpi frá
öðrum bæjarfélögum á Íslandi. Við
þurfum ekkert endilega að taka við
iðnaðarúrgangi frá útlöndum til
að bjarga rekstrinum. Mörg bæjar-
félög hér á landi eru í vandræðum
með sorpið sitt. Hefur sú leið t.d.
verið skoðuð og rædd formlega,
þ.e. að Kalka brenni sorp frá öðrum
bæjarfélögum?
Kalka, er eins og fyrr segir, mjög
fullkomin brennslustöð og það er
hægt að auka brennsluhitastigið
töluvert sem myndi gera brunann
betri. Það sem maður setur samt
sem áður stórt spurningamerki við,
ekki bara við sorpbrennslu, heldur
sorpeyðingu almennt, er eftir-
litið sem hefur brugðist nokkrum
sinnum (sbr. nýleg dæmi frá Ísa-
firði, Kirkjubæjarklaustri og Vest-
mannaeyjum). En það er kannski
efni í aðra grein. Ég læt þessar hug-
leiðingar nægja í bili og vona að
bæjarstjórn leggi nú hugann í bleyti,
hugsi út fyrir boxið og komi fram
með ásættanlegar framtíðaráætl-
anir sem fela í sér heildarlausnir
fyrir komandi kynslóðir.
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Framsókn Reykjanesbæ
Harry Potter býr ekki hér
Vertu í góðu
sambandi við
Víkurfréttir!
n Auglýsingadeild í síma 421 0001
n Fréttadeild í síma 421 0002
n Afgreiðsla í síma 421 0000
Líkt við
Ole Gunnar
Solskjær
Elías Már Ómarsson: