Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 4
4 FIMMTUdagUrInn 15. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR www.honda.is Við hjá Honda leggjum ástríðu okkar í að skoða nýjar slóðir og nýjar hugmyndir. Það er einmitt þar sem allir nýju möguleikarnir liggja. Þetta er hugmyndin á bakvið nýjan Civic. Hönnuðir okkar vildu hanna besta Civic frá upphafi, þannig að þeir lögðu af stað í stærsta ferðalag sitt til þessa. FRUMSÝNUM NÝJAN CIVIC Laugardag milli kl. 12:00 og 16:00 Frumsýning Ef Við Hættum Okkur ALDREI INN Á ÓKUNNAR SLÓÐIR HVERNIG UPPGÖTVUM VIÐ ÞÁ NÝJAR? Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is ›› Póstkassinn: Á þessum árstíma þegar kvef og flensur herja á okkur er ekki úr vegi að nýta okkur einföld og náttúruleg ráð til þess að fyrirbyggja eða reyna að vinna bug á þessum árlegu pestum. Ónæmiskerfi okkar er upp á sitt besta ef við fáum nægan svefn, borðum fjölbreytta fæðu, hreyfum okkur og þegar við erum jákvæð og bjartsýn á lífið. Einnig er mikilvægt að hafa stjórn á streitu og álagi í kringum okkur en streituhorm- ónin geta haft hamlandi áhrif á starfsemi ónæmiskerfisins og gert okkur móttækilegri fyrir ýmsum sýkingum. Nýlega hefur komið í ljós að heilbrigð þarmaf- lóra í meltingarvegi eigi einnig þátt í heilbrigðu ónæmiskerfi. Eftirfarandi ráð eru talin gagnleg gegn kvef og flensupestum. Nauðsynlegt að drekka nægan vökva og þá sérstaklega hreint vatn og góð te Tíður og almennur hand- þvottur mikilvægur til þess að koma í veg fyrir smit Neyta fæðu sem inniheldur mikilvæg næringarefni fyrir ónæmiskerfið s.s. gulrætur, appelsínur, dökk ber, rauðrófur, laukar, paprikur, feitur fiskur og omega 3 fitusýrur, fræ og hnetur, hreint jógúrt sem inniheldur góða meltingargerla Gott að borða ríkulega af grænmeti og ávöxtum og nota heitar grænmetissúpur Heitt bað með ilmkjarnaolíum s.s. eucalyptus eða tee tree olíu Fjölmargar lækningajurtir eru áhrifaríkar gegn kvefi og flensum s.s. ætihvönn, engifer, blóðberg, cayenne pipar, lakkrísrót, vallhumall, hvítlaukur, sólhattur, ólífulauf Heimagerð kvefblanda: 5 sneiðar fersk engiferrót 2-3 hvítlauksrif ¼ - ½ tsk cayenne pipar 1 kreist sítróna Smá hunang ef vill Setjið í 1 L sjóðandi vatn og látið standa í 20 mín Sigtið frá og bætið við sítrónu og hunangi Drekka reglulega yfir daginn Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. T ILBOÐ FÖSTUDAG TIL SUNNUDAGS DJÚPSTEIKTUR FISKUR PASTA MEÐ KJÚLING OG HVÍTLAUKS- BRAUÐI KJÚLINGUR Í PLUMSÓSUkr . 1250,- kr . 1250,- kr . 1250,- KLÚBBSAMLOKA OG 0.5L COKE STEIKARSAMLOKA OG 0.5L COKEkr . 800,- kr . 800,- BIG USA SPECIAL HAMBORGARI OG 0.5L COKEKR. 800,- ›› Bláa lónið: Enn eitt húsið bætist við á athafnasvæði Bláa lónsins á vormánuðum. Byggt verður þjónustuhús við bílastæðin við baðhúsið. Reynslan hefur sýnt að mikil þörf er á betri aðstöðu við bílastæði Bláa lónsins. Í húsinu, sem verður 120 fermetrar að flatarmáli, verður töskugeymsla og snyrtingar, jafnvel hægt að fá kaffi. Frá bílastæðunum er gengið um 200 metra göngugjá að baðstaðnum. Við stæðin hefur undanfarin sumar verið bráðabirgðahús þar sem fólk hefur getað geymt töskur sínar á meðan það heimsækir baðstaðinn. Leitað var tilboða hjá nokkrum góðum byggingaverktökum á Suðurnesjum en fyrirtækið taldi mikilvægt að verkið yrði unnið af heimafyrirtæki, segir Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins við Víkurfréttir. Leitað var t i l HH verktaka, Grindarinnar og Húsagerðarinnar og áttu HH verktakar í Grindavík besta tilboðið í verkefnið. Vonast er til að framkvæmdir hefjist innan tveggja vikna og að húsið verði tekið í notkun um miðjan júní. Heimamenn byggja þjónustuhús Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Leikskólinn Suðurvellir í Vog-unum á Vatnsleysuströnd er 4 deilda leikskóli og hefur inn- tökualdurinn miðast við 1 árs. Í nóvember á síðasta ári kom sú yfirlýsing frá bæjarstjórn Voga að skera þyrfti niður á leikskólanum Suðurvöllum, og það átti að gera með því að loka einni deild og hækka inntökualdurinn í 2ja ára. Með þessari hagræðingu var fullyrt af hálfu meirihluta bæjar- stjórnar að það myndu sparast rúmar 15 milljónir í rekstri leik- skólans. Margir íbúar voru mjög óánægðir með þessa ákvörðun, sérstaklega þar sem það eru engin önnur úr- ræði fyrir barnafólk og að á biðl- istanum voru þegar um 20 börn. Með þessari breytingu var útséð að næsta barn færi ekki inn fyrr en haustið 2013. Þessu mótmæltu margir íbúar og á bæjarstjórnarfundi 30. nóvember 2011 var ákveðið að fresta þessari breytingu um 1 ár til þess að geta tæmt biðlistann á leikskólanum og ekki yrðu þá tekin inn börn undir 2ja ára. Fannst mörgum eins og verið væri að slá vandanum á frest og vildi fólk berjast fyrir því að leikskólinn yrði áfram rekinn í þeirri mynd sem hann hafði verið rekinn. Nokkrir foreldrar tóku sig saman og söfn- uðu undirskriftum með von um að það yrði haldin íbúakosning um þessi mál og var almennt mjög vel tekið í þá söfnun, þessum undir- skriftarlista var ekki skilað inn vegna breyttra forsenda. Margir íbúar voru tilbúnir að gera allt til þess að þessi ákvörðun yrði ekki að veruleika. Á sama tíma og þetta er allt að gerast er verið að ræða launahækk- anir hjá nefndum og stjórnum í bæjarfélaginu, og það varð síðar raunin að þær hækkanir voru all verulegar. Til dæmis hækka laun forseta bæjarstjórnar um 100% eða um 660.000 kr á ári. Það þóttu einkennilegar áherslur hjá nýjum meirihluta að hækka laun hjá sjálfum sér um leið og verið var að skera niður þjónustu við barnafólk. Þann 22. janúar 2012 skrifar forseti bæjarstjórnar grein á smugan.is, og þar segir meðal annars: "Þegar spilltir stjórnmálamenn komast til valda gera þeir allt til að skapa sjálfum sér og félögum sínum for- skot, byggja undir öfl sem eru þeim sjálfum hliðholl og draga peninga og feitar stöður til sín. Allt til að halda völdum til að tryggja eigin yfirburði." En hvað var nýbúið að gerast? Á bæjarstjórnarfundi 28. desember 2011 var launahækkunin samþykkt hjá meirihlutanum. Eftir bæjarstjórnarfund þann 25. janúar 2012, var mikil umræða um þessi leikskólamál þar sem fulltrúar meirihlutans ræddu við fólkið og þar er fullyrt af forseta bæjarstjórnar að ekki verði fallið frá þessari ákvörðun. Þann 30. janúar 2012 bauð E- listi (minnihluti) til fundar þar sem þeir sýndu útreikninga sína á raunsparnaði með þessari hag- ræðingu. Þegar búið var að telja alla þætti saman var sparnaðurinn alls ekki rúmar 15 milljónir eins og kynnt hafði verið af H-listan- um, heldur var hann kominn niður fyrir 4 milljónir. Í ljósi þessa leggur E-listi fram tillögu á bæjar- ráðsfundi þann 1. febrúar, sem í mjög grófum dráttum fjallar um það að þessi hagræðing verði aftur- kölluð þar til önnur úrræði verði til staðar fyrir barnafólk, fjármagna megi tillöguna með því að draga til baka launahækkun bæjarfull- rúa. Fundargerðina má lesa inni á Vogar.is sem og aðrar fundargerðir. Formaður bæjarráðs leggur til að afgreiðsla þessa máls verði frestað til næsta fundar. Í kjölfarið var fenginn fagaðili til að reikna þessi mál alveg frá grunni, og í ljós kom að rekstrarniðurstaða sem fá átti með lokun einnar deildar og breyttum aldursviðmiðunum á leikskólanum Suðurvöllum mundi ekki skila þeirri hagræðingu sem reiknað var með fyrr en í fyrsta lagi árið 2014 og þá ekki nema einum þriðja af upprunalegri hagræðingu. Á bæjarstjórnarfundi 29. febrúar 2012 er tillaga formanns bæjar- ráðs um að falla frá breytingum á leikskólanum og ein af tillögum E- listans um hækkun niðurgreiðslu til dagforeldra samþykkt samhljóða. Niðurgreiðsla með barni til dag- foreldra hækkaði þá úr 31.000,- í 40.000,- á mánuði. Hvað launamálin varðar þá er búið að greiða út laun á þessu ári þrátt fyrir að í reglum standi að laun skulu vera greidd út tvisvar á ári eða í maí og desember. Er það leyfilegt? Við erum mjög þakklát fyrir að það hafi verið hlustað á okkur og þessi mál skoðuð ítarlega í kjölfarið. Viljum við þá færa sérstakar þakkir til E- og L-lista fyrir nýjar tillögur um afturköllun fyrri ákvörðunar. Eins og staðan er í dag verður leikskólinn rekinn áfram eins og undanfarin ár þar til annað kemur í ljós. Hera, Sæunn, Steinunn, Sigrún, Davíð og Kristinn. 1-0 fyrir fólkinu STYRKJUM VARNIR LÍKAMANS HEILSUSAMLEGA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.