Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 12
12 FIMMTUdagUrInn 15. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR ›› Heklan – atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: „Börn og unglingar eiga ekki auðvelt í dag, en hvers vegna er það svo? Eflaust er það vegna þess að við ætlumst til of mikils af þeim. Ekki eru það börnin sem eru óþroskuð, heldur eru það við hin fullorðnu sem þurfum að uppfylla ákveðnar skyldur í uppeldi og þroska barna. Andlegur og sálrænn þroski barna og ungmenna er mjög mikilvægur þáttur í öllu upp- eldi. Mikilvægt er að búa þau sem best undir fram- tíðina. Foreldrum ber að senda þeim skýr skilaboð þannig að „nei“ í dag þýði ekki „já“ á morgun. Nái þau góðum árangri í daglegu lífi, til dæmis í sam- skiptum við jafnaldra og fullorðna eða málnotkun, eru þau sjálfkrafa hvött til þess að læra meira og mynda enn sterkari löngun til þess að vera góð í því sem þau taka að sér. Einnig ber kennurum að hugsa betur um velferð barna, sérstaklega þeirra sem eru „eftir á“. Þeir eiga að bjóða tækifæri sem efla sjálfs- traust í gegnum námsárangur og brýna fyrir börnum að gefast ekki upp of snemma. Nemendur sem eiga í námserfiðleikum geta ekki fylgt hraða bekkjar- ins. Það hefur óneitanlega áhrif á sjálfsálit þeirra með þeim afleiðingum að þau upplifa sig útundan, einangruð og óverðskulduð. Þessi börn fá oft ekki tækifæri til að þroskast. Það er á ábyrgð kennarans og fölskyldunnar að sjá um að allir nemendur fái menntun við hæfi. Hlutverk hans er því einkar mikilvægt í hversdagslífi barna og fyrir framtíð þeirra“. Þjóðfélagið okkar er ekki nógu fjölskylduvænt. Full- orðið fólk vill fá að njóta samvista við börnin sín eftir að venjulegum vinnudegi lýkur öðruvísi en að vera dauðuppgefið og útslitið og eiga svo auk allra annarra verka, sem bíða, eftir að hjálpa til við heimanám. Þarna þurfa skólarnir að koma inn með meiri þjónustu svo fjölskyldur geti notið samvista í frítímum sínum á uppbyggjandi og skemmtilegan hátt. Öruggt og ástríkt heimili og skilningsríkir for- eldrar eru öllu ungviði mikilvæg. Þú skalt vera góð fyrirmynd. Birgitta Jónsdóttir Klasen Þú skalt vera góð fyrirmynd Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hefur tekið yfir rekstur á Eldey frumkvöðlasetri en þar hafa ráðgjafar hennar jafn- framt aðsetur. Heklan hóf formlega starfsemi sl. haust en starfsmenn eru Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri, María Lóa Friðjónsdóttir, Dagný Gísladóttir og Björk Guðjónsdóttir. Heklan styður við atvinnuþróun og nýsköpun á Suðurnesjum í sam- starfi við einstaklinga, fyrirtæki, samtök, sveitarfélög og aðra hags- munaaðila og skipa bæjarstjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum stjórn auk fulltrúa frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi. Verkefni félagsins eru fjölbreytt, á sviði atvinnu og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar. Þar má nefna Vaxtarsamning Suðurnesja og Menningarsamningur Suður- nesja, stuðning við frumkvöðla og starfandi fyrirtæki í nýsköpun, markaðssetningu svæðisins sem og þróunarverkefni og stefnumótun fyrir svæðið í heild sinni. Áhersla er lögð á að Eldey frum- kvöðlasetur verði one stop shop fyrir nýsköpun og atvinnuþróun á Suðurnesjum og fyrsti viðkomu- staður þeirra sem þurfa á stuðningi og ráðgjöf að halda. Eldey frumkvöðlasetur Í Eldey er eitt stærsta og glæsi- legasta frumkvöðlasetur lands- ins, sem þjónar frumkvöðlum og Grunaður fíkniefna- sali tekinn Lögreglan á Suður-nesjum stöðvaði tæplega þrítugan karlmann tvívegis um helgina, þar sem hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Í annað skiptið sem mað- urinn var stöðvaður voru tveir farþegar í bílnum hjá honum. Annar farþeganna, karlmaður, lá undir rökstuddum grun um fíkniefnasölu. Farið var í húsleit heima hjá honum, að fengnum dómsúrskurði. Þar fannst lítilræði af kannabisefnum og amfetamíni. Ölvaður stal póstbíl og festi í skafli Póstbíl var stolið þar sem hann stóð í gangi fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardagsmorguninn síðastlið- inn. Bílstjórinn hafði brugðið sér inn í Leifsstöð með dagblöð en þegar hann kom til baka reyndist bíllinn horfinn. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um atvikið, en skömmu áður hafði henni verið tilkynnt um leigubíl- stjóra sem væri í vanda við Leifs- stöð þar sem erlendur farþegi hefði tekið bílinn úr miðbæ Reykjavíkur en neitaði að greiða farið þegar komið var í Leifsstöð. Hefði hann verið mjög ölvaður. Lögregla þurfti ekki lengi að svipast um eftir póstbílnum áður en hann fannst fastur í skafli skammt frá flugstöðinni. Við stýrið sat maður, sem reyndist við nánari athugun vera, erlendur ferðalangur, sá hinn sami og hafði tekið leigubílinn að Leifsstöð nokkru áður og neitað að greiða fargjaldið. Fá þurfti tæki á staðinn til þess að draga póstbílinn upp. Ferðalangurinn erlendi var hand- tekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Tveir tólf ára á skellinöðrum Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um tvo unga drengi sem óku um á skelli- nöðrum í umdæm- inu. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að piltarnir voru ein- ungis tólf ára og hjálmlausir ofan í kaupið. Lögregla hafði samband við forráðamenn þeirra og gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Þá stöðvaði lögreglan á Suður- nesjum för þriggja fimm- tán ára pilta, sem óku rétt- indalausir um á vespum. Lögregla hvetur foreldra og forráðamenn til að hafa eftir- lit með því að hættulegir leikir af þessu tagi eigi sér ekki stað. Fíkniefni í skáp Afskipti lögreglunnar á Suðurnesjum af ökumanni í vikunni leiddu til þess að fíkni- efni fundust falin í skáp í íbúð í umdæminu. Ökumaðurinn, kona um tvítugt, var stöðvuð, grunuð um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Það leiddi til þess að lög- reglan hélt síðan á heimili hennar þar sem hún býr ásamt annarri konu um þrítugt. Að fengnu leyfi til leitar í íbúðinni fann lögreglan fíkniefni í neysluskömmtum falin í svörtu boxi inni í fataskáp. Auk fyrrnefndu konunnar var ungur karlmaður stöðvaður við akstur í umdæminu í vikunni, einnig grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. ›› FRÉTTIR ‹‹ Styður við atvinnuþróun og nýsköpun á Suðurnesjum sprotafyrirtækjum, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun. Eldey býður aðstöðu fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa við- skiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg. Hús- næðið er í heild 3.300 fermetrar og skiptist það í kennslu- og fyrir- lestrarrými, fundaraðstöðu, og skrifstofu- og smiðjuaðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki. Stuðningur og þjónusta Í Eldey býður frumkvöðlasetrið upp á vinnuaðstöðu á einstakega hagkvæmu verði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Við fögnum einnig umsóknum um vinnuað- stöðu frá fólki sem hefur reynslu úr viðskiptaheiminum sem vill vinna innan um frumkvöðla og sprota, byggja upp tengsl við þá og eru tilbúin til að veita viðskiptavinum okkar stuðning og ráðgjöf. Frumkvöðlar geta leigt skrifborð og læsta hirslu í opnu vinnurými en einnig er boðið upp á lokuð skrifstofurými með skrifborði og hillum. Frír internetaðgangur er í húsinu. Í Eldey eru smiðjurými af ýmsum stærðum til leigu sem hafa verið mjög vinsæl og eru nú sjö sprota- fyrirtæki með aðsetur þar og fjögur eru á biðlista eftir 50 – 100 fm smiðjum. Stærstu smiðjurnar eru frá 160 fm – 270 fm. Leigjendur í Eldey hafa aðgang að fundarherbergjum og hugar- flæðisrými sem einnig er hægt að nota sem fyrirlestrarsal. Einnig hafa þeir aðgang að ráðgjöf er snýr að framþróun nýsköpunar- hugmyndar, gerð viðskiptaáætlana og styrkumsókna svo eitthvað sé nefnt. Í húsinu er boðið upp á fjöl- breytta fræðsludagskrá og tengsla- viðburði. Frumkvöðlar hafa jafnframt stuðn- ing af öðrum frumkvöðlum í frum- kvöðlasetrinu en það getur verið gott að fara með hugmyndina frá eldhúsborðinu heima í skapandi umhverfi þar sem hægt er að byggja upp öflugt tengslanet. Er Eldey eitthvað fyrir þig? Hafðu samband á eldey@heklan.is í síma 420 3288 eða líttu við í heim- sókn. Það er heitt á könnunni. Útskrifuð af frumkvöðlanámskeiði Þátttakendur á frumkvöðlanámskeiði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar útskrifuðust sl. fimmtudag og héldu af því tilefni kynningu á nýsköpunarhugmyndum sínum fyrir hópi gesta. Slík námskeið hafa verið haldin í Eldey frumkvöðlasetri við góðar undirtektir og hafa verkefnastjórar Heklunnar, atvinnuþró- unarfélags Suðurnesja verið hópnum innan handar en nú þegar hafa nokkrir útskriftarnemar fest sér aðstöðu í húsinu til þess að vinna frekar að verkefnum sínum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson MYR Design rekur opna vinnustofu í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Þar var boðið í opið hús á dögunum þar sem vinsæl fatalína fyrirtækisins var kynnt og jafnframt opnuð ný vefsíða MYR Design. Meðfylgjandi myndir voru teknar í hófinu. VF-myndir: Hilmar Bragi Opinn kynn- ingarfundur Þriðjudaginn 20. mars kl. 9:30 – 11:00 verður opinn kynn- ingarfundur í Eldey fyrir frum- kvöðla á Suðurnesjum. Mark- miðið er að hitta sem flesta sem vinna að nýsköpun á svæðinu, heyra þeirra þarfir og kynna þá þjónustu sem Heklan býður sem og húsnæðið í Eldey og námskeið sem fyrirhuguð eru. Við hvetjum sem flesta til að mæta – kaffi og með því.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.