Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 6
6 FIMMTUdagUrInn 15. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR t Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@ vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 22. mars 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Hvað einkennir Suðurnes? Í fyrsta sinn í sögu Suður-nesja er hægt að útskrif- ast í listdansi af listnáms- braut til stúdentsprófs í námunda við sveitarfélagið sitt. Kennslan á kjörsviði listnámsbrautar fer fram í BRYN Ballett Akademí- unni í faglegu samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og við Keili um nemenda- ráðgjöf. Allar bóklegar greinar eins og t.d. íslenska, stærðfræði og fleiri greinar í kjarna fara fram í FS en hinar verklegu hliðar list- dansnámsins í BRYN ásamt listdanssögu. BRYN er list- dansskóli Reykjanesbæjar og hefur það að markmiði að veita nemendum sínum þekkingu og sterka undirstöðu í klassískum ballett og nútímalistdansi á heimsvísu. Skól- inn er viðurkenndur af Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu til kennslu í listdansi á grunn- og framhaldsskólastigi samkvæmt aðalnámskrám listdansskóla og framhalds- skóla í listdansi. BRYN er eini listdansskólinn á landsbyggðinni sem er viðurkenndur til að veita þetta námsframboð, aðeins þrír aðrir listdansskólar á landinu eru viðurkenndir og eru þeir allir í Reykjavík. Heimavist er í boði fyrir nemendur BRYN á framhaldsskólastigi í nágrenni skólans. INNTÖKUPRÓF 29. APRÍL 2012 Inntökupróf munu fara fram sunnudaginn 29. apríl í BRYN fyrir skólaárið 2012-2013. Fram- haldsskólastig 16 ára og eldri kl. 14:00-15:30 og grunnskólastig 12-15 ára kl. 12:00-13:00. Inn- tökuprófsgjald er kr. 2000 og gengur það upp í skólagjöld. Skráning í prófin er hafin á bryn@ bryn.is. Hver sá er hugar að framtíð innan list- dansins getur skráð sig í inntökupróf. Æskilegt er að nemendur er hyggja á inntökupróf í list- dansnám hafi lokið grunnnámi í listdansi eða sambærilegu námi. VIÐURKENNT NÁMSFRAMBOÐ Framhaldsskólastigið skiptist í tvær brautir á kjörsviði, annars vegar sem klassískur listdans og hins vegar sem nútímalistdans. Þegar nemendur þreyta inntökupróf 29. apríl á framhaldsstigi fyrir næsta skólaár þá velja þeir hvora brautina þeir vilja einbeita sér að. Nemendur stunda list- dansnámið í allt frá 14-17 tímum á viku í BRYN að loknum námsdegi í sínum framhaldsskóla. Einnig geta nemendur á öðrum kjörsviðum í FS stundað nám í valáföngum í klassískum- og nútímalist- dansi eða djass og fengið það nám metið til eininga. Listnámsbraut er þriggja ára námsbraut og með skil- greindu viðbótarnámi má ljúka stúdentsprófi af henni. Með þessu er nemendum veittur kjarngóður grunnur að frekara námi í listdansi, í sérskólum eða skólum á há- skólastigi hérlendis sem og erlendis. Meginmarkmið listdans- skólans er að mennta list- dansara og efla færni og þekkingu þeirra sem vilja starfa sem atvinnudansari í klassískum- eða nútímalist- dansi eða starfa sem dans- höfundur, dansfræðingur, rannsakandi á sviði danslista, dansgagnrýnandi, listdanskennari og svo mætti lengi telja. Námið er krefjandi þar sem dansgleði ræður ríkjum og andleg og félagsleg vellíðan blómstrar. SKÓLINN STÆKKAR Bryndís Einarsdóttir er eigandi og skólastjóri skólans. Hún hefur kennt dans víða um heim t.d. Ameríku, Englandi og Japan. Hún opnaði listdansskólann í Reykjanesbæ árið 2008 og er hann staðsettur á Ásbrú, í fyrrverandi skotfæra- geymslu varnarliðsins. Nýverið hefur skólinn stækkað og bætt við sig þriðja danssalnum. Opnunarhátíð til þess að fagna því fer fram föstu- daginn 30. mars kl. 16:00 og eru allir velkomnir. Kennslan fer fram í þremur danssölum sem eru með sérútbúnu dansgólfi og dansdúk, ballett- stöngum, speglum og hljómflutningstækjum. Í skólanum er búningsaðstaða með sturtum, verslun með dansfatnað, biðstofa, dansbóka- safn, æfingastúdíó fyrir styrktaræfingar, skrif- stofa, kennara- og starfsmannaaðstaða. Forskóli er starfræktur við skólann fyrir 3-8 ára og einnig almenn braut fyrir þá sem vilja stunda dans- nám sem tómstund. Nemendasýningar skólans fara fram á vor- og haustönn og einnig Dans- bikar BRYN sem er danskeppni nemenda innan skólans í Andrews leikhúsinu á Ásbrú, sem er 500 sæta leikhús. Þetta árið fer Dansbikarkeppni BRYN fram laugardaginn 24. mars kl. 14:00 og er öllum boðið að koma að sjá hæfileikaríka dansara sýna listir sínar. Miðaverð er kr. 1500 en frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Listdansskól- inn setur upp fleiri sýningar og listaviðburði sem opnir eru almenningi. Hverja önn stunda hátt í tvö hundruð nemendur nám við skólann. Síðastliðnu þrjú ár hafa nú þegar á milli 350-450 nemendur í allt stundað nám við skólann árlega. Skólinn leggur sérstaka áherslu á að túlka dans- inn sem listform og er hlutverk skólans að efla menningu og örva nýsköpun á sínu sérsviði í Reykjanesbæ, á Íslandi og erlendis. Nánari upp- lýsingar um námsframboð er að finna á www. bryn.is og á feisbúkksíðu skólans Bryn Ballett Akademían. Bryndís Einarsdóttir, skólastjóri Bryn Ballett Akademíunnar, tók saman. Leik- og sönglist á List án landamæra í Reykjanesbæ Nú er að fara af stað leik- og sönglistarnámskeið á vegum fullorðinsfræðslu fatlaðra hjá MSS og sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum, þar sem listrænir kennarar ætla að aðstoða áhuga- sama við að koma upp sýningu í Frumleikhúsinu. Fyrsta æfingin verður haldin laugardaginn 17. mars nk. í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17, frá kl. 11 – 15. Þessi sýning verður hluti af listahá- tíðinni List án landamæra sem er hátíð fjölbreytileikans þar sem horft er á tækifæri en ekki takmarkanir. List án landamæra vill koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu, í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það er því ánægjulegt að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hlotið styrk frá Menningar- sjóði Suðurnesja til verkefnisins. Ég vil hvetja alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, sem hafa áhuga á söng og leiklist og eru tilbúnir að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni að hafa samband við undirritaða í síma 848 3995 eða með tölvupósti á jenny@mss.is. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Bæjarstjórnarfundur unga fólksins í maí Bæjarstjórnarfundur unga fólksins í Grindavík verði haldinn í byrjun maí í samræmi við 8. gr. reglugerðar um verkefni Ungmennaráðs Grindavíkurbæjar. Þetta var samþykkt samhljóða á síðasta bæjarstjórnarfundi í Grindavík og þar var sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að undirbúa fundinn. LISTDANS TIL STÚDENTSPRÓFS Í fyrsta sinn í sögu Suðurnesja er hægt að útskrifast í listdansi af listnámsbraut til stúdentsprófs í námunda við sveitarfélagið sitt. Kennslan á kjörsviði listnámsbrautar fer fram í BRYN Ballett Aka- demíunni í faglegu samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og við Keili um nemendaráðgjöf. Hvað einkennir Suðurnes? Þetta er heiti og fyrsta spurning af þremur sem Heklan, atvinnuþróunarfélag Suður- nesja hefur lagt fyrir íbúa þessa svæðis og vonast til að fá svör við. Hverjir eru okkar styrkleikar, veikleikar og tækifæri og fyrir hvað ættum við að standa? Þetta eru ágætar spurningar hjá Heklunni en hvað er það í raun sem einkennir svæðið í dag? Í örfáum orðum má segja að á Suður- nesjum sé náttúrufegurð, stutt í góð fiskimið en ef fólk utan svæðisins væri spurt myndi það eflaust svara: Þar er flugvöllurinn og Bláa lónið og alltaf rok! Jákvætt eða nei- kvætt? Ekki gott að segja og fer kannski eftir því hvernig á málin er litið. Í dag er svæðið að mestu leyti þjónustu- svæði þar sem stærsti atvinnurekandinn er Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þar og í fyrir- tækjum tengdum stöðinni starfa um tvö þúsund manns. Hvar væru Suðurnesjamenn ef ekki væri flugstöðin og flugvöllurinn. Við getum þakkað Varnarliðinu það að með „innrás“ þess fyrir um 60 árum hafi alþjóða- flugvöllur orðið til. Og í dag er hann kjöl- festan í atvinnu á Suðurnesjum. Það jákvæða í þessu sambandi er að verulegri aukningu er spáð í flugi og ferðaþjónustu sem er gott fyrir Suðurnesin. Ferðaþjónustan er í sókn en það hefur oft verið kvartað yfir því að ferðamennirnir eru oftast fljótir að fara beint til Reykjavíkur. Þeir stoppa ekki nógu mikið hér. Hvað eigum við Suðurnesjamenn að segja þegar hugmyndir um hraðlest frá Keflavík til Reykjavíkur eru komnar upp á borðið. Er það gott fyrir svæðið? Varla. En kannski er erfitt að standa í vegi fyrir bættum samgöngum á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Svæðið var fiskimannasvæði frá því byggð fór að þróast hér og lengi vel lifðum við góðu lífi á því sem kemur úr sjónum. Á miðri síðustu öld kom Kaninn. Hann var ásamt sjávarútvegi burðarás í atvinnulíf- inu. Hingað flutti fólk utan af landi og gat auðveldlega fengið vinnu í fiski eða uppi á Velli. Þegar spurt er um veikleika, styrkleika og tækifæri er ljóst að það þarf að styrkja sam- stöðu svæðisins. Samstöðuleysi er án efa veikileiki. Frekari sameining sveitarfélaga myndi örugglega styrkja þann þátt. Þar eru tækifæri. Fólkið okkar í sveitarstjórnunum er með þann bolta og ábyrgð. Með sam- stöðu og hagræðingu í stjórnsýslunni er hægt að gera betur í þjónustu við bæjarbúa á Reykjanesi. Það er auðvitað hægt að nefna fleiri þætti. Nánd við höfuðborgarsvæðið er bæði veikleiki og styrkleiki. Veikleiki fyrir verslun og þjónustuaðila hér en góðir fyrir bæjarbúa ef þeir þurfa að fara á sjúkrahús, leita til stofnana á höfuðborgarsvæðinu eða í verslun sem er ekki hér. Sem sagt, bæði gott og slæmt. Tækifærin eru auðvitað mörg en liggja líklega meira á ferðaþjónustusvið- inu en annars staðar. Bláa lónið dregur hér að en það vantar einhverja samstöðu á þessu sviði. Af hverju hefur ekki tekist að búa til ferðamannahring á Reykjanesi með glæsi- lega náttúru allt um kring og Víkingaskip við Reykjanesbrautina? Líklega vantar sam- stöðu þarna líka. Einn risastór þáttur í þessum orðum er þó hvort álver rísi hér eða ekki. Með álveri fer allt á fleygiferð. Álverið á Grundartanga á Vesturlandi er með um 400-500 manns í vinnu og kaupir vörur eða þjónustu af 300 fyrirtækjum þar og á höfuðborgarsvæðinu fyrir 10 milljarða á ári. Fyrir hvað ættum við að standa er því spurning sem gæti staðið í mörgum í þessari könnun atvinnuþróunarfélagsins. Hér eru góðir skólar frá leikskólum til framhalds- skóla, menning á mikilli uppleið og veðrið hefur líka verið að batna þó þessi vetur sé orðinn langur. Eitt svar gæti verið gott mannlíf. Eina í raun sem vantar almenni- lega til að uppfylla þá ósk okkar er meiri atvinna. 12,6% atvinnuleysi var í janúar á Suðurnesjum á móti 7,9% í Reykjavík og aðeins 2,9% á Norðurlandi. Ísköld stað- reynd sem þarf að breyta strax. Páll Ketilsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.