Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.04.2012, Síða 14

Víkurfréttir - 04.04.2012, Síða 14
14 MIÐVIKUdagUrInn 4. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. að mistakast „Mér varð á og þungan dóm ég hlaut, er ég villtist af réttri braut“ þetta söng Jóhann G. Jóhannsson um árið, en ég raulaði þessar línur í huga mér um helgina. Mér varð nefninlega á. Mér tókst að sofa yfir mig á morgunæfingunni síðasta laugardag. Svona fer þegar krakkarnir eru ekki heima til að vekja mann í skrípó klukkan 7.30 um helgar. Ég hlaut nú kannski ekki svo þungan dóm, en við í liðinu höfum ákveðnar reglur og ef þær eru brotnar borgar maður sekt í svonefndan sektarsjóð. Þessi sjóður rennur svo til góðs málefnis eftir tímabil. Langþreyttir knattspyrnu- menn hafa fengið að njóta góðs af honum síðustu ár, þar sem við splæsum í veglegt skemmtikvöld fyrir þá. Það sem var hins vegar öllu verra en sektin voru allir skemmtilegu brandararnir og skotin sem ég fékk beint í æð frá liðsfélögunum. Þess má til gamans geta að lagið hans Jóhanns heitir Traustur vinur, en þegar ég vaknaði loksins og leit á símann var ég ekki með eitt ósvarað símtal frá órólegum liðsfélaga yfir því að ég væri ekki mættur tímanlega á æfingu. Öllum verða víst á mistök og það á ekki síður við í íþróttum en hverju öðru. Meir að segja bestu leikmenn í heimi í sinni íþrótt gera mistök. Vissulega gera þeir færri mistök en sá lélegasti en þeir gera engu að síður mistök. Á Íslandi stunda þúsundir krakka fótbolta. Flestir af þeim æfa við mjög góðar aðstæður, hafa góða þjálfara og stunda sína íþrótt af áhuga og alúð. Hvernig stendur þá á því að sumir verða miklu betri en aðrir. Sumir eru heppnir frá náttúrunnar hendi að vera vel skapaðir fyrir sína íþrótt. Aðrir eru svo duglegri að æfa aukalega. Svo er það hugarfarið. Á endanum er það yfirleitt hugarfarið sem sker úr um hverjir ná lengst. Íslendingar eru einmitt mjög vinsæl útflutningsvara í íþróttum vegna hins fræga hugarfars okkar. Í fótboltanum erum við frægir fyrir að vera duglegir og vinnusamir. Bætum við það að sífellt fleiri leikmenn eru að verða tæknilega færari með tilkomu betri aðstöðu og þjálfunar hér á landi. Það er engin tilviljun að við lesum um það annan hvern dag að ungur leikmaður sé að fara í atvinnumennsku. Þá komum við aftur að mistökunum því eins og ég segi þá gera allir mistök, góðir og slakir leikmenn. Góður leikmaður er hins- vegar ekki hræddur við að gera mistök. Hann hefur alltaf trú á því að næsta sending heppnist, að næsta skot verði mark, að hann vinni næstu tæklingu jafnvel þó að hann hafi klikkað stuttu áður. Lakari leikmaðurinn verður hræddur eftir að hafa gert mis- tök. Hann hikar við að skjóta eða hættir við sendingu af ótta við að mistakast aftur. Lið eru í auknum mæli að skoða og fara yfir þennan andlega þátt, því oft er það þetta sem sker úr um sigur og tap hjá jöfnum liðum. Hver er sterkari andlega. Ég hef séð marga leikmenn ná langt á hugarfarinu og trúnni á sjálfan sig. Ég hef líka séð leikmenn hafa oftrú á eigin getu og ekki lukkast þess vegna. Ég hef hinsvegar aldrei séð góðan leikmann sem ekki hefur haft trú á sjálfum sér. Njarðvíkingar taka á móti Haukum í fyrsta leik úrslitanna í Iceland Express- d e i l d k v e n n a klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkinga er spenntur og tilbúinn í slaginn. Njarðvíkingar sigruðu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna á tímabilinu og í bikarnum þurfti að framlengja þegar liðin áttust við. Það má því búast við hörku leikjum. Annað árið í röð í úrslitum hjá Njarðvík, hvað er í gangi hjá grænum? „Já, það er bara búið að vera mikill metnaður í þessu og góður andi í liðinu. Við erum með gott lið og engin tilviljun að við séum búin að tryggja okkur inn í úrslitin aftur. Það er mikil tilhlökkun í hópnum og hjá stuðningsmönnum að mæta þessu sterka Hauka liði.“ Bjóstu við að Haukar myndu sópa Keflavíkingum út? „Ég bjóst ekki við að þeir myndu sópa þeim út en ég bjóst alveg við að Haukar færu áfram. Þær eru með það öflugt lið en það kom mér alveg rosalega að óvart að þær myndu taka þetta 3-0 og það verður virkilega gaman að fá að takast á við þær“. Hvað er svona helst að varast hjá Haukunum? „Eins og sást í leikjunum á móti Keflavík eru báðir útlendingarnir þeirra gríðarlega góðir og íslensku stelpurnar líka virkilega öflugar, þær eru með stelpur eins og Margrét Rósu og Gunnhildi sem eru að koma sterkar inn hjá þeim. Íslensku stelpurnar hjá þeim eru barráttuglaðar og duglegar og þær hafa gaman af þessu. Þær eiga bara algjörlega skilið eins og við að vera þarna í úrslitaeinvíginu.“ Hvernig eru málin í þínu liði eru allar stelpurnar heilar og eruð þið búnar að gera eitthvað skemmtilegt til að hita upp? „Já, Það eru bara allar heilar og mikil tilhlökkun í hópnum. Við hittumst heima hjá mér á sunnudeginum í mat áður en að við fórum á leikinn Njarðvík - Grindavík í karlaboltanum. Svo æfðum við í gær og fórum í hús og seldum happdrættismiða. Svo er bara æft meira og beðið eftir því að fjörið hefjist.“ Ingibjörg Elva er búin að koma sterk inn í liðið hjá ykkur, er ekki mikill plús að fá svona sterkan leikmann inn rétt fyrir úrslitakeppni? „Jú, það er alveg frábært að hún hafi tekið þessa ákvörðun að taka fram skóna af hillunni. Hún er búin að styrkja okkur alveg gríðarlega mikið bæði inná vellinum og móralslega, hún hefur rosalega góð áhrif á hópinn og hún er bara frábær leikmaður og við vonum bara að hún eigi eftir að vera að spila með okkur í mörg ár í viðbót. Hún er bara kornung ennþá. Ef hún heldur áfram eins og hún er búin að vera undanfarið er það mikið fagnaðarefni fyrir Njarðvík. Hún er uppalinn Njarpvíkingur og sennilega ein af tveimur bestu stúlkunum sem Njarðvík hefur alið af sér.“ Eru einhverjar breytingar í kortunum eða haldiði bara áfram að spila ykkar leik? „Við einblínum bara á okkar leik og hugsa um hvað við ætlum að gera og við þurfum að framkvæma hlutina okkar vel bæði í okkar sókn og spila frábæra vörn til þess að vinna þetta Haukalið.“ Má búast við skemmtilegri rimmu þegar þessi tvo lið mætast? „Já ég held að það sé alveg pottþétt mál og vonandi verður bara alveg stútfullt uppí stúkunni hjá okkur í fyrsta leiknum í kvöld. En hvað með þessi meiðsli hjá þeim, hefur það einhver áhrif á liðsheildina? „Auðvitað er slæmt að missa stelpur út og Írisi sem er búin að vera með betri leikmönnum í deildinni í vetur en þær unnu Keflavík með tuttugu og eitthvað stigum í þriðja leik án þessara tveggja sem eru meiddar en kannski minnkar þetta breiddina hjá þeim. En þær eiga góðar stelpur sem hafa verið að koma inn fyrir þessar tvær.“ Njarðvík í úrslit annað árið í röð Grindavík áfram eftir erfiðan leik í Njarðvík - verðum ekki meistarar með svona spilamennsku segir Þorleifur Ólafsson Grindvíkingar unnu sigur á Njarðvík í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta á sunnudag, 76-87 urðu lokatölur í hörkuleik. Njarðvíkingar börðust hvað þeir gátu en ekki tóks þeim að vinna bug á sterku Grindavíkurliði. Þorleifur Ólafsson fann fjölina sína í leiknum og hann steig upp þegar Grindvíkingar þurftu hvað mest á því að halda undir lok leiksins. Sigur Grindvíkinga kom ekk í hús fyrr en í 4. leikhluta en jafnt hafði verið á flestum tölum fram að því. „4. leikhluti var mjög góður hjá okkur og við þurfum að byggja á því,“ sagði Þorleifur Ólafsson að leik loknum. „Við bættum varnarleikinn hjá okkur og boltinn fór að ganga vel á milli manna. Ef við gerum það þá erum við hvað bestir.“ Þorleifur er á því að það besta sé enn ókomið frá Grindvíkingum. „Klárlega. Við verðum ekki Íslandsmeistarar ef við ætlum að spila svona. Við verðum að halda áfram að bæta okkur.“ Keflvíkingar knúðu fram oddaleik gegn Stjörnunni - leikir liðanna verið afar fjörugir Keflvíkingar knúðu fram oddaleik eftir æsispennandi rimmu gegn Stjörnunni í Sláturhúsinu á mánudagskvöld en lokatölur urðu 88-82. Keflvíkingar innsigluðu sigurinn á línunni en Valur Orri Valsson gerði líklega út um vonir Stjörnunnar með mikilvægri körfu skömmu fyrir leikslok. Charles Parker var með 24 stig en Jarryd Cole var með 22 og 14 fráköst í leiknum en auk þeirra var Valur Orri drjúgur. Næsti leikur fer fram í Garðabæ á fimmtudaginn en þar verður barist allt til síðasta blóðdropa. „Þetta er ótrúlega gaman og gott að koma þessu í oddaleik. Nú verðum við bara að halda ævintýrinu áfram og sigra í Garðabænum,“ sagði Valur Orri í samtali við Víkurfréttir að leik loknum. Valur var svellkaldur í lokinn og setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar rétt innan við mínúta var til leiksloka. „Ég varð að skjóta og mig langaði til þess. Ég hélt reyndar að skotið væri ekki að rata rétta leið en sem betur fer hitti ég. Það er ekkert berta en að sjá svona skot detta.“ Til þess að sigra oddaleikinn segir Valur að liðið þurfi að halda stöðuleika í 4. leikhluta og halda sínu striki. „Svo er bara að sjá hvort liðið mætir tilbúið til leiks í oddaleiknum,“ sagði leikstjórnandinn ungi að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.