Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 12.04.2012, Qupperneq 6
6 fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út miðvikudaginn 18. apríl 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Dýrt er ruslið Spennandi og skemmtilegt skólastarf í Stóru-Vogaskóla Eins og sjá má í frétt blaðsins í dag virðist sem Suðurnesja- menn séu að bregðast við nýrri gjaldtöku fyrir ýmis konar úr- gang sem áður var ókeypis að koma með í sorpeyðingarstöðina Kölku í Helguvík. Þessi viðbrögð birtast þannig að mikil aukning er í því að fólk hreinlega hendi úrgangi og hlutum sem það þarf að greiða fyrir með því að losa það hér og þar á víðavangi. Forstöðumaður hjá Reykjanesbæ segir að mikil aukning hafi orðið í framhaldi af gjalddtökunni og hafi náð nýjum hæðum í upphafi vikunnar eftir páskafrí þegar starfsmenn bæjarins hafi þurft að týna upp 8 tonn af úrgangi, aðallega frá jarðvegslosunarsvæði, svoköll- uðum jarðvegstipp, ofan við Innri Njarðvík, þar sem eingöngu er leyfilegt að losa garðúrgang og jarðveg. Í þessu tiltekna dæmi þurfti tvo starfsmenn og vörubíl til að koma úrganginum til Kölku með til- heyrandi kostnaði fyrir bæjarfélagið. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerir kröfu til bæjarfélagsins um að fjarlægja þann úrgang sem ekki er heimill á svæðinu og koma honum í lögmæta förgun. Víkurfréttir hafa fengið fleiri ábendingar um úrgang sem hefur verið losaður á öðrum svæðum, m.a. á gamla Patterson flugvell- inum á leið til Hafna. Einnig væri hægt að nefna fleiri dæmi um ólöglegar losanir eins og raftæki hvers konar og fleira. Nýlega kom hringing frá bæjarbúa sem benti á að rúmdýna væri á götunni nálægt heimili hans í Keflavík. Hluti af þessum vanda felst meðal annars í lítilli kynningu Kölku á þessari breytingu því vissulega er hægt að taka undir þá ákvörðun að hefja gjaldtöku að einhverju leyti. Eftir áratuga gjaldfrjálsa losun hefði mátt undirbúa betur þessa breytingu, til dæmis með aðlögun í einhverja mánuði og sá tími nýttur til að hvetja fólk til að losa sig við dót áður en til gjaldtöku kæmi. Í bæklingi frá Kölku sem átti að ber- ast inn á heimili nú í vikunni eru sýnd nokkur verðdæmi. Það kostar t.d. rúmlega 4 þús. kr. að henda sófasetti og 1750 kr. fyrir rúmdýnu eða baðkar. Eðlilegur heimilisúrgangur miðast við 3 plastpoka en gjaldskylt umfram það. Nú í kreppu þykir mörgum það eflaust hart að þurfa að greiða nokkur þúsund fyrir svona losun og grípa því sumir til leiðinlegra örþrifaráða og losa úrganginn þar sem ekki má losa hann. Stór hluti af misnotkun á losun í Kölku þegar gjald- taka var ekki til staðar var frá fyrirtækjum sem jafnvel óku úrgangi til brennslu í Kölku frá öðrum landshlutum. Eins var talsvert um að Suðurnesjamenn væru að aka úrgangi frá sumarbústöðum til Kölku. Þessi tvö atriði hefði mátt skoða nánar og taka á þeim en vægar á gjaldtöku fyrir losun hér á svæðinu. Í umræðu fyrr í vetur kom fram að rekstur Kölku hefur verið erfiður í mörg ár, sýnir þó batamerki en betur má ef duga skal. Bandarískt fyrirtæki vill kaupa stöðina og greiða upp milljarðs skuldir hennar gegn því að nýta hana betur og jafnvel stækka hana, til að brenna innflutt Kanasorp. Það hefur fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum og fram kom að lög banna líklega sorpflutning til landsins. Ameríku- tilboðið dettur því um sjálft sig. Við Suðurnesjamenn verðum því að standa saman í því að bæta rekstur stöðvarinnar og stjórnendur hennar þurfa að finna fleiri leiðir til að geta staðið við skuldbind- ingar Kölku. Hvort að ein leiðin sé sú að rukka eigendurna, þ.e. Suðurnesjamenn sem hér búa og greiða að auki næst hæsta sorp- hirðugjald á landinu, má örugglega deila um en öruggt er að hún er óvinsæl. Því er nauðsynlegt að finna nýjar tekjuleiðir fyrir Kölku því hægt er að nýta brennslugetu hennar verulega. Það hlýtur að vera forgangsverkefni stjórnar og eigenda Kölku. Í Stóru-Vogaskóla í Sveitar-félaginu Vogum eru tæplega 200 nemendur og um 40 starfs- menn sem hafa einkunnarorðin virðing, vinátta og velgengni að leiðarljósi. Í skólanum okkar eru nemendur eins misjafnir og þeir eru margir. Samkvæmt lögum erum við skóli án aðgreiningar og ber okkur að sinna þeim öllum. Námsver Fyrir utan að vera með eina bekkjardeild í hverjum árgangi eru hér starfrækt þrjú Námsver. Námsver fyrir yngsta stig er starf- rækt þannig að þar er snemmtæk íhlutun eða lestraraðstoð fyrir 1. - 4. bekk ásamt sérstakri námsaðstoð fyrir nemendur með sértækar þroskaraskanir. Námsverið okkar á mið- og ung- lingastigi hefur nokkra sérstöðu, en það er hugsað fyrir þá sem eru á eftir í námi, læra betur í minni hópum eða eru jafnvel á undan í sínu námi. Þar fá nemendur verk- efni og þrautir við sitt hæfi, bæði létt og erfið. Stundum fá þeir tíma einir með sínum kennara en oftast eru þar fleiri og allt upp í 8 í einu. Okkur hefur tekist að mynda mjög jákvætt viðhorf gagnvart Náms- verinu og nemendur sækjast eftir að komast þangað. Það er spenn- andi og nemendur upplifa það sem góðan og þægilegan stað, hvort heldur til þess að læra eða til að koma í heimsókn, því þar líður þeim vel. I-pad Á sama tíma og við leitumst við að mæta þörfum allra nemenda koma sífellt fram tækninýjungar, þar með talinn I-padinn sem við höfum verið að nýta til þess að koma til móts við þarfir þeirra. Nesbúegg og Lionsklúbburinn Keilir gáfu skólanum hvort sinn I-padinn fyrir jól og hafa þeir m.a. nýst í Náms- veri. Starfsfólk skólans hefur verið mjög áhugasamt um að kynna sér notkunarmöguleikana og stefnum við að því að geta nýtt okkur þessa nýju tækni í auknum mæli. I-padinn er afskaplega spennandi og gagnlegt kennslutæki fyrir kenn- ara og námstæki fyrir nemendur. Tveir kennarar nýta það oftast í sínum kennslustundum, í íslensku í 8. bekk og stærðfræði í 9. bekk. Kennslubækur eða verkefni eru þá í tækjunum og þeim er varpað á vegginn með skjávarpa. Nemendur nota I-padana m.a. þannig að þeir lesa rafbækur og bækur á pdf, vinna verkefnabækur á pdf-formi, nýta alls kyns „app” til að auka skilning, læra stærðfræði, lestur, tungumál, nota myndræna glósutækni m.a. með hugtakakortum, nýta dagbók í skipulagningu og „app” sem þjálfa fínhreyfingar. Líkamsrækt og hreyfing Í vetur buðum við upp á valgreinina Líkamsrækt og hreyfing og er þetta þriðji veturinn sem við bjóðum upp á slíkt val á unglingastigi. Við erum svo heppin að hafa áhuga- saman landfræðing og útivistar- mann í kennaraliðinu og greinin er skipulögð þannig að nemendur fara nokkrum sinnum á vetri í fjallgöngur og hafa meðal annars gengið á Þorbjörn, Esju og nú síð- ast á Keili. Þetta hafði kennarinn að segja eftir síðustu göngu 23. mars: „Farið var á Keili í fínu, hlýju veðri. Í miðju fjalli var smá vindstrengur sem ýtti á eftir hópnum upp. Þegar upp á topp var komið var vindur mun hægari. Nestið var borðað og skrifað í gestabók Helga Guð- mundssonar, en geta má þess að hann hefur haldið úti gestabók á Keili frá árinu 1984 eða í tæp 30 ár. Eftir nestið voru teknar nokkrar myndir en útsýnið varð að bíða betri tíma sökum hitamisturs. Á leiðinni niður fengum við vindinn í fangið og þurftu sumir að taka á honum stóra sínum. Mæting var góð og komu tveir foreldrar með”. Við höfum undanfarin ár lagt aukna áherslu á tjáningu. Nem- endur koma reglulega fram á Sam- veru á sal og sýna leikrit og syngja fyrir og með hvert öðru. Við erum með fasta tíma á Samverunni, á föstudagsmorgnum. Þessi vinna hefur skilað mjög góðum árangri, nemendur læra að koma fram, standa uppi á sviði og þeir sem ekki sýna læra hvernig þeir eiga að haga sér í „leikhúsi“ sem lýsir sér í frábærri frammistöðu þeirra á árshátíð skólans. Árshátíð Stóru-Vogaskóla Árshátíð Stóru-Vogaskóla var haldin með pompi og prakt fimmtudaginn 29. mars. Þar komu fram allir nemendur skólans frá 1. - 10. bekk. Árshátíðinni er skipt í tvær sýningar. Á fyrri sýningunni voru sýnd atriði nemenda í 1. - 5. bekk. Þar sungu nemendur 1. - 2. bekkjar um líkam- ann og litina. Að því loknu fengu áhorfendur að kynnast yngingar- vélinni, hlutverki alvöru þjóna og sjónvarpsútsendingu í beinni eins og hún gerist best. Ekki má gleyma yndislegum söng Melkorku, nem- anda í 10. bekk og sigurvegara Samfestingsins, söngkeppni Sam- fés, en hún söng sigurlag sitt bæði fyrir yngri og eldri nemendur. Atriði seinni sýningarinnar voru í höndum nemenda í 6. - 10. bekk. Þar fengu áhorfendur að kynn- ast ruglingi á kynjahlutverkum, frægum persónum á rauða dregl- inum og ævintýraruglingi þar sem aðalpersónur ævintýranna karpa um hvaða leikrit sé verið að leika. Þá fengu áhorfendur að kynnast stráknum sem kunni ekki að skjálfa og að lokum sýndu elstu nemendur skólans leikritið Dúkkulísurnar. Hefð er fyrir því að nemendur 9. bekkjar krýni elstu nemendur skól- ans. Þá fá allir 10. bekkingar krýn- ingu fyrir það sem telst jákvætt í fari þeirra. Krýningarinnar er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu og veitir þeim sem hana fá jákvæða athygli og ekki er að sjá annað en að elstu nemendunum líki það vel. Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla tók saman.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.