Víkurfréttir - 12.04.2012, Side 8
8 fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
ÖSPIN, BREKKUSTÍGUR 11,
REYKJANESBÆR
VIÐBYGGING 2012
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf, fyrir hönd Reykjanesbæjar, óskar eftir
tilboðum í verkið: „Öspin, Brekkustígur 11, Reykjanesbær – Viðbygging 2012“.
Verkið felst í að byggja 176 m² viðbyggingu við Öspina, Brekkustíg 11, Reyk-
janesbæ. Einnig eru endurbætur á núverandi byggingu sem er 160 m² að stærð.
Húsinu skal skilað fullfrágengnu að utan og innan.
Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2012.
Útboðsgögn (geisladiskur eingöngu) verða seld á skrifstofu Verkfræðistofu
Suðurnesja ehf, Víkurbraut 13, Reykjanesbæ, á kr. 10.000,- frá og með
mánudeginum 16. apríl 2012. Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn
30. apríl 2012, kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Aðalfundur
Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Kea-
víkur og nágrennis verður haldinn í Krossmóa 4,
5. hæð, þriðjudaginn 24. apríl nk. kl. 20.00.
Dagskrá
Stjórnin
Keflavíkurkirkja
AÐALSAFNAÐARFUNDUR
KEFLAVÍKURSÓKNAR
verður sunnudaginn 29. apríl kl. 17:00 í kirkjunni.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýr geisladiskur kórs Keflavíkurkirkju verður kynntur.
Allir velkomnir.
Sóknarnefnd
Gærur, glimmer og gaddavír er yfirskrift hátíðartónleika
Ljósanætur í ár og halda þeir fé-
lagar Arnór Vilbergsson og Krist-
ján Jóhannsson tímaferðalaginu
áfram þar sem frá var horfið á
síðasta ári en nú skulu tekin fyrir
lög og tíðarandi áratugarins 1970
- 1980.
„Sýningin Með blik í auga hlaut
frábærar viðtökur áhorfenda á síð-
ustu Ljósanótt en við ætlum að gera
enn betur núna,“ segja þeir Arnór
og Kristján sem bera hitann og
þungann af öllum undirbúningi.
Flutt verður tónlist áratugarins og
má þar nefna Ríó tríó, Mána, Loga,
Magnús og Jóhann, Brunaliðið og
Brimkló og verður umgjörð sýn-
ingarinnar öll hin glæsilegasta.
Þátttakendur komu saman í And-
rews leikhúsinu í vikunni til þess að
hefja undirbúning en alls taka yfir
30 söngvarar og hljóðfæraleikarar
þátt í sýningunni, allir af Suður-
nesjum. Meðal flytjenda má nefna
Valdimar Guðmundsson, Fríðu Dís
Guðmundsóttur og sigurvegara
söngvakeppni Samfés, Melkorku
Rós Hjartardóttur.
Arnór mun stjórna hljómsveitinni
af sinni alkunnu snilld en Kristján á
heiðurinn af handriti og mun leiða
gesti í gegnum áratuginn í tali og
myndum.
Að þessu sinni verður riðið á vaðið
í upphafi Ljósanætur og verður
frumsýning miðvikudaginn 29.
ágúst. Alls verða haldnir fernir
tónleikar en þeir félagar lofa mikilli
upplifun.
Miðasala verður á midi.is og hægt
verður að fylgjast með viðburð-
inum frekar á facebook.
Föstudaginn 13. apríl, kl. 13:00 verður opinn fyrirlestur um
loftslagsbreytingar í Andrews
Theatre á Ásbrú. Sigurður Eyberg,
umhverfis- og auðlindafræðingur
flytur erindi og forseti Íslands, Hr.
Ólafur Ragnar Grímsson, setur
viðburðinn með frásögn af ferð
sinni með Al Gore til Suðurheim-
skautslandsins fyrr á árinu.
Loftslagsbreytingar
- vísindaskáldskapur
eða raunveruleiki
Eru loftslagsbreytingar raunveru-
legar? Eru þær af mannavöldum?
Af hverju er ekki verið að gera neitt
í málunum ef þær eru raunveru-
legar? Koma þær okkur við hér á
Íslandi? Hvað get ég gert?
Viðburðurinn er samstarfverkefni
Climate Reality Project, samtaka
Nóbelsverðlaunahafans Al Gore
sem helgar sig upplýstri umræðu
um loftslagsbreytingar, Garðars-
hólms sem er miðstöð sjálfbærni
sem er í smíðum á Húsavík, Stofn-
unar Sæmundar Fróða, rann-
sóknar- og þjónustustofnunar á
sviði sjálfbærrar þróunar og þver-
faglegra viðfangsefna innan Há-
skóla Íslands og Keilis - miðstöðvar
vísinda, fræða og atvinnulífs.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
– á hátíðartónleikum í Andrews á Ljósanótt
Með blik í auga ii
Gærur, glimmer og gaddavír
Fyrirlestur um
loftslagsbreytingar
Sumarið kemur í næstu viku!
Þar sem sumardagurinn fyrsti er næstkomandi fimmtudag
munu Víkurfréttir koma út miðvikudaginn 18. apríl.
Skilafrestur auglýsinga er á mánudaginn.
Auglýsingasíminn er 421 0001
Póstfang auglýsingardeildar er gunnar@vf.is