Víkurfréttir - 12.04.2012, Qupperneq 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012
Það er vinna sem okkur bíður á þessu ári
að fara í samninga við lánadrottna og finna
lausn sem verður ásættanleg fyrir okkur og
viðsemjendur okkar.
Vera okkar í Fasteign er eitt af þeim málum
sem við erum að skoða í dag og við erum að
ræða við stjórn Fasteignar núna“.
Ljós við enda ganganna
Ólafur Þór segir að þó baráttan sé erfið þá sé
bjartari tíð framundan.
„Það sem má aldrei gleymast er að það er
ljós við endann á göngunum. Við teljum að
það sé hægt að ná skuldum sveitarfélagsins
í ásættanlega stöðu. Nýju sveitarstjórnar-
lögin segja að skuldir megi vera 150% af
tekjum sveitarfélagsins. Við náum því ekki í
bráð. Við höfum hins vegar sett stefnuna á
að komast niður fyrir 250% markið en séu
sveitarfélög fyrir ofan það mark þá mega
þau ekki skuldbinda sig frekar. Ef allt gengur
upp hjá okkur þá erum við að gera okkur
vonir um að komast niður fyrir 250% markið
fyrir árslok. Á næstu 10 árum ættum við að
ná skuldum og skuldbindingum niður í eða
niður fyrir 150% af árstekjum.
Ef við náum settum árangri í ár, þá er strax
komin allt önnur skuldastaða í sveitar-
félaginu auk þess sem við erum að ná betri
árangri í rekstrinum hjá okkur. Það kemur
reyndar fram í skýrslu Haraldar að það er
ekki af miklu að taka í rekstrinum og sveitar-
félagið vel rekið að mörgu leyti.
Fræðslumálin í mjög ásættanlegum
málum
Í fræðslumálunum, sem eru langstærsti út-
gjaldaliður sveitarfélagsins erum við í mjög
ásættanlegum málum og með betri rekstur
en mjög víða. Við höfum einnig verið að
gera hluti sem eru umfram það sem venjuleg
sveitarfélög hafa verið að gera.
Ég get nefnt tvö dæmi. Við rákum upp-
lýsingaskrifstofu ferðamála í Leifsstöð sem
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa nú tekið
yfir en við greiðum ennþá til. Svo er það
stuðningur okkar við fræðastarfsemi sem
er meiri en nokkurs annars sveitarfélags á
landinu og þar er ég að tala um starfsemina í
Fræðasetrinu. Við höfum gert þetta af því að
Sandgerðisbær er tekjuhátt sveitarfélag og í
því liggur einnig okkar von, sveitarfélagið er
tekjuhátt og tekjustreymið til okkar er hátt.
Ef við náum utan um skuldavandann og ef
við náum að laga reksturinn til þá náum við
sveitarfélagi sem verður heilbrigt og gott á
mjög skömmum tíma“.
Óspennandi tímar í pólitíkinni
- Er ekki óspennandi að vera í pólitík við
þessar aðstæður?
„Þú getur rétt ímyndað þér það. Sem betur fer
hefur bæjarstjórnin verið samhent í þessum
málum sem snúa að rekstri og skuldum
sveitarfélagsins. Við höfum ekki verið að
skipta okkur á meirihluta- og minnihluta-
borð í þessum málum. Vissulega takast menn
á um einstaka málefni og ekki er alltaf eining
um einstaka smáatriði. Við höfum ákveðið
að þetta sé stóra verkefnið. Um það eru allir
sammála og við gerum þetta saman.
Þetta er ekki gaman og það er enginn meira
meðvitaður um það en við sjálf. Ég á tvö
börn á leikskóla hérna og hef þurft að takast
á við hærri leikskólagjöld. Ég keypti mér hús
rétt fyrir hrun og hef horft á fasteignagjöldin
hækka. Það er ekkert gaman þegar bæjar-
stjórnin er í aðgerðum sem minnkar vinnu
hjá fólki og dregur saman starfskjör þeirra og
þyngir tilveruna.
Ég skil það vel þegar fólk blótar okkur og því
sem við erum að gera. Ég hef fullan skilning
á því. Ég hef áhyggjur af því að við fáum ekki
dugmikið og kraftmikið fólk til að halda
áfram þessu starfi í bæjarstjórninni í næstu
kosningum. Fólk hefur sagt við mig í bæjar-
stjórninni, bæði í minni- og meirihluta og
sérstaklega þeir sem komu nýir inn, að þetta
verkefni, að sitja í bæjarstjórn og taka á svona
málum, sé miklu erfiðara en þau hafi gert sér
grein fyrir.
Skil fólk þegar það segist ætla að
nota tíma sinn í eitthvað annað
Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, utan
Grindavíkur, eru að fara í gegnum eða hafa
farið í gegnum erfið mál tengd fjármálum
sveitarfélaganna, skuldbindingum og rekstri.
Auðvitað hef ég áhyggjur af því að fólk vilji
varla koma nálægt þessu, því þetta er tíma-
frekt og krefjandi ef fólk ætlar að sinna þessu
vel. Ég skil fólk þegar það segist ætla að nota
tíma sinn í eitthvað annað“.
Ólafur segir að bæjarbúar séu aðeins að
skammast í bæjarfulltrúum en þeir sem hafi
lesið skýrslu Haraldar eða komið á borgara-
fund í vetur þar sem efni hennar var kynnt,
sýni málinu skilning.
„Ég skil hins vegar þegar þetta er farið að
snerta veskið eða budduna hjá fólki og
hefur áhrif á þess eigin líf, að fólki er ekkert
skemmt“.
- Er doði í samfélaginu?
„Það koma tímabil sem manni finnst það.
Fólk er hins vegar furðu hresst. Við erum
að horfa á erfið mál hér í bæjarfélaginu,
atvinnuleysi á Suðurnesjum og þyngsli í
atvinnumálum. Ég er hins vegar bjartsýnni
nú í upphafi árs 2012 en ég var í fyrra. Ég
er bjartsýnni á að við förum að sjá niður-
stöðu í Helguvík. Við finnum fyrir vilja til
fjárfestingar og framkvæmda í kringum
sjávarútveginn. Mér finnst vera að færast
aukinn kraftur í samfélagið. Það á að skila
aukinni vinnu og trú fólks á að það sé hægt
að vera hér áfram“.
n