Víkurfréttir - 12.04.2012, Síða 18
18 fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Það er yndislegt að vera ástfangin og við sem höfum upplifað það getum
líklega verið sammála um að það er fátt betra en að svífa um á bleiku
skýi eins og við gerum gjarnan í upphafi sambands.
Skilningarvitin þanin til hins ýtrasta og allt verður fal-
legra, skemmtilegra og betra og því fylgir útgeislun
sem kemur fram á mælum hjá Geislavörnum ríkisins.
Sjálfstraustið í toppi, öll samskipti auðveldari og stutt
í hláturinn. Fólk talar um glampa í augunum sem var
ekki áður. ÞETTA er málið og það sem fullkomnar
lífið! Búið að finna púsluspilið sem vantaði og gefur
okkur aukna merkingu og tilgang með lífinu!
En hvað gerist þegar við verðum ástfangin – af hverju
þessar breytingar? getur verið að hluti af ástæðunni
sé sú að við verðum hrifnari af okkur sjálfum? Okkur líður vel þegar aðrir eru
hugfangnir af okkur, sendum frá okkur jákvæða orku sem gerir það að verkum
að öðrum finnst meira til okkar koma. Þetta eykur á öryggi okkar, lífið verður
yndislegt og hversdagsleikinn fær á sig nýja mynd. En bíddu við, hvað ef ég er
ekki ástfangin eða finn ekki þessar tilfinningar sem ég fann fyrir í byrjun sam-
bandsins – er þá vonlaust að ætla sér að upplifa þessa vellíðan!
Það sem skiptir öllu máli er að við finnum tilgang og merkingu með lífi okkar.
Ástin getur að vissu leyti verið verðugur tilgangur með lífinu en aðeins að hluta
til. Ég get ekki lagt það á aðra manneskju að „gera“ mig hamingjusama – það
verkefni tilheyrir mér og ástin einungis hluti af því. Í upphafi ástarsambands
upplifum við að sjálfsögðu margt sem er eftirsóknavert en þegar spennunni
sleppir er fyrst grunnur að sannri ást og þá sitjum við alltaf uppi með okkur sjálf.
Við þurfum því að þekkja okkur sjálf nógu vel til að vita hvað það er sem færir
okkur gleði í lífinu í stað þess að setja þá ábyrgð yfir á einhvern annan – hvað
þarf ég að gera til að halda í sjálfstraustið og líða vel með mig.
Í stað þess að leita að rétta félaganum ættum við að stefna að því að vera sjálf
okkar besti félagi. Það sem við eigum flest sameiginlegt er hræðslan við höfnun.
Þrátt fyrir að vera á bleiku skýi í byrjun sambands líður ekki á löngu þar til við
tekur kastljós og kjötbollur með öllum sínum hversdagsleika og þá fyrst reynir
á. Þá þurfum við að muna hver við erum í raun og veru og hvaða hlutir það eru
sem gefa lífi okkar merkingu og tilgang. Við getum freistast til að gera tilgang
og merkingu hins aðilans að okkar (algjörlega óbeðin) og þegar það er ekki
að virka fyllumst við jafnvel óöryggi. Hugsanavillurnar banka upp á: þessu var
aldrei ætlað að endast, dæmigert að ég LEndi í þessu, finn aldrei rétta aðilann.
Eins og þetta leit vel út í byrjun – hvað gerðist eiginlega, þvílíkt vanþakklæti og
ég sem fórnaði öllu fyrir hann/hana!
Yfirleitt „fórnum“ við okkur óumbeðin. að elska einhvern skilyrðislaust og leyfa
einhverjum að elska okkur þannig til baka er líklega stærsta áskorunin í lífi
okkar. til þess að geta elskað einhvern skilyrðislaust verðum við að vera nógu
sterk til að uppfylla eigin þarfir fyrst til að eiga nóg eftir handa öðrum. Það sem
einkennir vel nærðan mann er hæfileikinn til að deila með öðrum.
En hvað gerum við þegar við finnum að óöryggið læðist aftan að okkur, örugga
manneskjan er horfin og við tekur léleg kópía af okkur sem er hvorki aðlaðandi,
skemmtileg né gaman að vera í kringum. Ég á ekkert eitt svar við því en hef
áttað mig á hvenær ég er í „hættuástandi“. Þá hef ég valið að hringja í vin og
tilkynna ÖL ástand (= öryggisleysi) eða hreinlega ná í öryggið með því að hunsa
þessar skaðlegu hugsanir (getur sett teygju um úlnliðinn á þér, togað í hana
og sleppt í hvert sinn sem skaðlegar hugsanir banka upp á ) og gera eitthvað
þannig að ég verð aftur sú manneskja sem mÉr líkar við. Þetta snýst yfirleitt
ekki um framkomu hins aðilans (ef viðkomandi hefur vanið sig á að koma illa
fram við þig þá ættir þú klárlega að enda sambandið) því í flestum tilvikum erum
við að lesa kolrangt í aðstæður og upplifum höfnun og vanlíðan út frá því.
Þrátt fyrir að í ævintýrunum sé okkur talin trú um að einhver önnur manneskja
hafi það vald að breyta svarthvítu lífi okkar í litríka og spennandi óvissuferð,
þá er staðreyndin yfirleitt önnur. Þegar við erum á bleiku skýi er það vegna
þess að að við erum að upplifa aðdáun annarrar manneskju sem finnst við
vera skemmtileg, sjarmerandi, kynþokkafull, klár og eftirsóknarverð. En það er
ekki nóg, okkur þarf sjálfum að finnast við vera allt þetta því annars er hætta á
að hamingja okkar sé bundin við aðdáun annarra og við vöðum úr einu sam-
bandinu í annað í þeirri von að upplifa „bleika skýið“ aftur.
Stundum erum við að bíða eftir hamingjunni í lífi okkar í stað þess að taka sjálf
ábyrgð á því að gera það tilgangsríkara og merkingarbærara. Ástin er yndisleg
og ekki verið að vanmeta hana hér en til að geta notið hennar til fulls verðum við
að muna að mikilvægasta sambandið í lífinu er alltaf við okkur sjálf!
Þangað til næst – gangi þér vel
Anna Lóa Ólafsdóttir
Mikilvægasta sam-
bandið í lífi þínu!
›› Í ELDHÚSINU með Elenoru Katrínu Árnadóttur:
Í Eldhúsinu að þessu sinni er Elenora Katrín Árnadóttir
skólaritari í Myllubakkaskóla en
hún er búin að vinna þar í fjögur
ár. „Þar er alltaf líf og fjör og
mikill erill. Frábært starfsfólk
og yndislegir nemendur. Það er
búið að vera mikið líf hjá okkur
að undanförnu vegna afmælis
skólans og starfsfólkið hefur
unnið sleitulaust til þess að gera
afmælið sem skemmtilegast fyrir
alla. Það er aldrei leiðinleg stund
í vinnunni og enginn dagur er
eins,“ segir Elenora en hún ætlar
að deila skemmtilegri og einfaldri
uppskrift með lesendum Víkur-
frétta.
- Hefurðu gaman af því að elda?
„Ég hef gaman af því að elda en
þar sem við mæðgurnar erum bara
tvær á heimilinu erum við ekki að
stressa okkur á því að vera alltaf
með heitan mat. Dóttir mín er sátt
ef hún fær grjónagraut eða soðna
ýsu. Um helgar höfum við eitt-
hvað fínna eins og kjúklingarétti
og oft er okkur líka boðið í mat
hjá foreldrum mínum, sérstaklega
þegar það er eitthvað sem móðir
mín veit að mér finnst gott eins og
svið eða kjöt í karrý. Ég er reyndar
mjög gjörn á að krydda matinn
alltof mikið sem ég elda þannig að
yfirleitt þarf að drekka vel af vökva
eftir máltíð hjá mér,“ segir hún létt
í bragði.
Uppskriftina sem Elenora deilir
með okkur hér fékk hún á sínum
tíma hjá systur sinni. Þær systur
gera þetta salat fyrir allar veislur í
fjölskyldunni og það er alltaf jafn
vinsælt hvort sem er í barnaafmæli
eða brúðkaupi. Það er ferskt, lit-
ríkt, bragðgott og það er eiginlega
ekki hægt að hætta þegar maður
byrjar að borða það segir Elenora
að lokum en uppskriftina má sjá
hér að neðan.
Ostasalat
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 gul paprika
1 rauðlaukur
1 blaðlaukur
½ Maribo ostur
½ Mexíco ostur
Grískt jógúrt og smá majones
Smá jalapeno mjög smátt skorið
(smakka sig til)
Allt skorið smátt og hrært saman,
borið fram með Doritos eða Ritz-
kexi
Litríkt og bragðgott ostasalat