Víkurfréttir - 12.04.2012, Síða 24
Ljómi
fortíðar
Það er margt sem kemur í ljós á
háaloftinu þegar
maður byrjar að
gramsa. Dótið og
draslið sem fylgt
hefur búslóðinni á
milli staða er nátt-
úrulega ómetanlegt.
Síðar meir. En að nenna að drösla
þessu á milli húsa er eiginlega
bilun. Henti samt heilum bílfarmi
í þar síðasta flutningi. Sé fram á
að þurfa að fara eina ferð á næst-
unni enda hefur þetta ekkert að
gera þarna uppi á lofti. Annað en
að safna ryki og vera byrði. En svo
leynast gullmolarnir innan um sem
ekki er hægt að henda, jafnvel þó
þú viljir ekki hafa þetta framstillt
inni í stofu eða uppi á hillu.
Einn kassinn hafði að geyma heimilisbókhaldið frá árunum
sem við hjónakornin hófum bú-
skap. Fyrstu launaseðlarnir stíf-
pressaðir og fínir. Varð grátklökkur
að sjá hvað kallinn hafði verið
duglegur í yfirvinnu í fraktinni hjá
Flugleiðum. Kominn með heimili
að sjá fyrir. Eða næstum því. Konu-
kaupið kom úr Klippóteki. Hafði
notað öll sparimerkin, sem safnast
höfðu árin á undan í sumarhýrunni,
til þess að festa kaup á fyrstu íbúð-
inni. Nýi bíllinn, Mazda 1986, GTi
1600, eldrauður með topplúgu og
lituðu gleri, samlituðum speglum
og „low profile“ dekkjum, fékk að
fara líka. Tók hæsta boði í gripinn.
Gat ekki sungið lengur frasann „...
með mynd af bílnum í vasanum“!
Heppinn kaupandi.
Fletti í gegnum margar möppur enda ævisagan sögð í prentuðu
máli. Allir reikningar geymdir. Í
skipulagðri röð, ár eftir ár. Slétt-
fullar möppur af innkomum og
útgreiðslum. Sérlega útgreiðslum.
Bensín á lága verðinu. Sennilega
alltof dýrt í minningunni engu að
síður. Heimilisinnkaup úr Kaup-
félaginu, mjólk, mikið af skyri og
jógúrti, bleyjur, nautahakk. Rim-
lagardínur í metravís úr Álnabæ,
jólaskraut úr Stapafelli, málning úr
Dropanum. Hljómplötur úr Hljóm-
vali, eyrnapinnar úr Apótekinu,
frystikista frá Sigga Símens. Allt
hafði þetta sína þýðingu og lagði
grunninn að velferð heimilisins.
Á spottprís, jafnvel eftir að núllin
voru tekin af krónunni nokkrum
árum áður.
Hef það ekki í mér að henda þessum æviágripum. Grasa-
Leifi hefði bannað mér það, án efa.
Frúin leit mig undrunaraugum
þegar ég mændi á hana og bað
griða. „Hentu þessu helvítis drasli
og hættu að burðast með for-
tíðina með þér“, sagði hún ísköld.
Kassinn góði endaði tilveru sína í
Kölku. Lífið okkar liggur nú innan
um minningabrot annarra í gámi
merktum heimilisúrgangur. Ljómi
fortíðar bíður brennslu. Ókeypis.
vf.is
Fimmtudagurinn 12. apríl 2012 • 15. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
FIMMTUDAGSVALS
VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr
Gefðu sparnað
í fermingargjöf
Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja
gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna
mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira
inn á Framtíðargrunn.
Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að � árhag framtíðarinnar.
Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn