Víkurfréttir - 26.04.2012, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
MANNGILDISSJÓÐUR
REYKJANESBÆR AUGLÝSIR TIL
UMSÓKNAR STYRKI ÚR
MANNGILDISSJÓÐI
Skólaþróunarsjóður fræðsluráðs
Hlutverk sjóðsins er að veita styrki og viðurkenningar
sem að stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi í leik-,
grunn- og tónlistarskólum Reykjanesbæjar. Styrkirnir
eru veittir í samráði við reglur fræðsluráðs um styrki til
þróunarverkefna frá 2006.
Sækja þarf um til Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar
fyrir 11. maí 2012.
Umhverfissjóður
Umsóknir sendist á usk@reykjanesbaer.is
fyrir 10. maí.
Fyrirspurnir sendist á usk@reykjanesbaer.is
LÚÐRASVEITA-
BÚNINGAR
Leynist lúðrasveitabúningur heima hjá þér?
T.d. anorakkur eða póló-bolur ?
Eða kannski vesti frá fyrri tíð?
Ef svo er, vinsamlegast skilaðu sem fyrst í
Tónlistarskólann, Austurgötu 13, Reykjanesbæ
Með kveðju,
skólastjóri
VORHREINSUN 2012
HVATNINGAR-
VERÐLAUN
FRÆÐSLURÁÐS
ER EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ HRÓSA?
Hin árlega vorhreinsun Reykjanesbæjar hefst
2. maí og stendur til 18. maí.
Íbúar eru hvattir til að hreinsa til í görðum sínum og
snyrta tré og runna sem snúa að gangstéttum og
gangstígum.
Sími Þjónustumiðstöðvar er 420-3200 ef þið óskið
eftir aðstoð við að fjarlægja það sem til fellur.
ATH. EINUNGIS VERÐUR TEKIÐ VIÐ LÍFRÆNUM
GARÐAÚRGANGI
Jarðvegslosunarstaður Reykjanesbæjar er á Stapa
Innri Njarðvík .
Einnig er hægt að fara með garðaúrgang
í KÖLKU á opnunartíma.
Fræðsluráð Reykjanesbæjar kallar eftir tilnefningum
til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs.
Allir bæjarbúar geta tilnefnt einstaklinga eða
skólaverkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar-
og nýbreytniverkefni eða önnur vel unnin störf sem
þykja til fyrirmyndar í starfsemi skóla á yfirstandandi
skólaári.
Tekið á móti tilnefningum á Fræðsluskrifstofu
Reykjanesbæjar fram til 11. maí 2012.
›› FRÉTTIR ‹‹
Fiskikör hrundu
á konu
Lögreglan á Suðurnesjum
var á mánudag
kvödd í Voga,
þar sem hafði
orðið vinnuslys
með þeim hætti
að fiskikör féllu
á konu. Konan hafði verið, ásamt
annarri konu, að flokka keilu
við vinnuborð þegar kör, full af
fiski, sem staflað hafði verið fyrir
aftan hana hrundu á hana. Hún
kastaðist á vinnuborðið, sem
kastaðist aftur á hina konuna
sem vann á móti henni. Kon-
urnar voru báðar fluttar með
sjúkrabifreið á bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi. Meiðsl
annarrar þeirra reyndust vera
minniháttar en grunur lék
á að hin, sú sem fiskikörin
féllu á, hafi axlarbrotnað.
Féll af þaki húss
Karlmaður féll af þaki húss í Reykjanesbæ um helgina.
Lögreglunni á Suðurnesjum
barst tilkynning um slysið og
fór hún á vettvang. Maðurinn
hafði verið við vinnu á þaki húss-
ins þegar atvikið átti sér stað.
Hann var fluttur á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja til skoðunar
og jafnframt var Vinnueftirliti
ríkisins tilkynnt um slysið.
Með dóp í
nærklæðum
Lögreglan á Suðurnesjum
fór í húsleit í
íbúðarhúsnæði
í umdæminu
um helgina, að
fengnum hús-
leitarúrskurði
Héraðsdóms Reykjaness. Í hús-
næðinu fundust meðal annars
fjórir pokar af meintu amfeta-
míni fyrir utan eldhúsglugga og
einn poki af meintu kannabisefni
í nærklæðum ungrar konu sem
þar var stödd. Konan kvaðst
eiga þessi meintu fíkniefni og
viðurkenndi að hafa kastað hluta
þeirra út um gluggann þegar hún
varð vör við að það var lögreglan
sem knúði dyra. Þá haldlagði lög-
reglan kylfu í húsnæðinu. Hús-
ráðandi veitti mikla mótspyrnu
við handtöku og brotnaði við það
hliðarspegill á lögreglubifreið.
Sumarið gengið í garð
Hin árlega skrúðganga skáta og tónlistarskóla Reykjanesbæjar var gengin á sumardaginn fyrsta. Sumarið er nú gengið í garð
og venju samkvæmt var því fagnað með því að skátar í Heiðabúum
fóru fyrir nokkrum fjölda fólks sem lagði leið sína að skátaheimilinu
við Hringbraut. Þaðan var gengið vænan spöl en áningastaður var við
Keflavíkurkirkju.
Pikkfastur
í glugga
Þau eru af ýmsum toga, verk-efnin, sem rekur á fjörur
lögreglunnar á Suðurnesjum. Um
helgina hafði samband við hana
karlmaður í umdæminu sem
óskaði eftir aðstoð hið snarasta.
Kvaðst hann hafa verið að reyna
að skríða inn um glugga á heimili
sínu en vera kominn þar í sjálf-
heldu. Þegar lögreglumenn komu
á staðinn reyndist húsráðandinn
vera pikkfastur í glugganum.
Lögregla losaði stormjárnið af
opnunarfaginu og náði þar með
að losa manninn. Lögreglumaður
stökk svo inn um gluggann og
opnaði fyrir húsráðandanum.
Mánudaginn 16. apríl kom Jón Ingi Hannesson for-
maður FEKÍ (Félags enskukenn-
ara á Íslandi) færandi hendi í
Myllubakkaskóla. Félagið hefur
ásamt sendiráðum Indlands og
Kanada haldið smásögusam-
keppni fyrir unglinga í grunn-
skólum landsins undanfarin ár.
Veitt eru þrenn verðlaun frá hvoru
landi og hafa þau verið afhent af
sendiherrum landanna hverju sinni.
Tveir nemendur Myllubakkaskóla
hlutu að þessu sinni verðlaun fyrir
smásögur sem tengjast Indlandi.
Jón Ingi tjáði nemendum að Ind-
land hefði ekki skipað nýjan sendi-
herra og því hefði hann fengið
umboð til að afhenda verðlaunin
að þessu sinni. Það voru þeir Bjarki
Freyr Ómarsson 9. ÞG sem hlaut 1.
verðlaun og Jón Ásgeirsson 8. IM
fékk verðlaun fyrir 3. sætið. Aðrir
verðlaunahafar voru úr Lauga-
lækjarskóla, Hagaskóla, og Hlíðar-
skóla í Reykjavík.
Þetta er í annað sinn sem nem-
endur skólans fá viðurkenningu
fyrir smásagnagerð á ensku og var
kennari þeirra, Hildur Ellertsdóttir
að vonum ánægð með árangurinn.
n
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum hafti afskipti
af allmörgum ökumönnum sem
ekið hafa yfir leyfilegum hámarks-
hraða í umdæminu. Flest brotin
áttu sér stað á Reykjanesbraut.
Sá sem hraðast ók reyndist vera
piltur um tvítugt og mældist bifreið
hans á 154 kílómetra hraða þar sem
hámarkshraði er 90 km. Hann þarf
að borga um 140 þúsund krónur
í sekt og á yfir höfði sér ökuleyfis-
sviptingu. Aðrir brotlegir ökumenn
mældust frá 116 kílómetra hraða
og allt upp í 143 km á klukkustund.
Þeir eiga einnig yfir höfði sér
sektargreiðslur upp á tugi þúsunda
og sumir þeirra ökuleyfissviptingu
að auki. Auk þessara ofangreindu
gerðust þrír ökumenn til viðbótar
brotlegir. Einn þeirra var ekki með
ökuskírteini meðferðis, annar var
með útrunnið ökuskírteini og hinn
þriðji, karlmaður nær þrítugu, hafði
aldrei öðlast ökuréttindi.
n
Tveir nemendur Myllubakka-
skóla verðlaunaðir
140 þúsund í sekt fyrir hraðakstur