Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.2012, Side 4

Víkurfréttir - 26.04.2012, Side 4
4 FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 3. maí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Breytt verkalýðsbarátta Tækifærin hjá Keili Keilir er orðinn þekktur skóli sem býður nýjan valkost í námi, skóli sem fer ótroðnar slóðir í námsbrautum og kennslu- háttum. Á fimm árum hefur Keilir náð að koma sér fyrir í eigin húsnæði á Ásbrú, hefur útskrifað yfir 1000 manns, ræður yfir fimm glænýjum flugvélum, öflugri rannsóknaraðstöðu og sérlega áhugasömu starfsfólki. Verkalýðsbaráttan og starfsemi verkalýðsfélaga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Félögin hafa færst frá því að vera í grjótharðri verkalýðsbaráttu yfir í þjónustustofn- anir við félaga sína. Stærsta verkalýðs- félagið á Suðurnesjum, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, hefur einnig glímt við það að mikið atvinnuleysi hefur verið á meðal félags- manna. „Félagið hefur verið með stærsta hópinn á Suðurnesjum sem hefur verið án atvinnu. Við höfum séð atvinnuleysið fara upp undir 23% hjá félaginu en um þessar mundir sjáum við það minnka mikið og vera um 11%. Það hefur verið auglýst mikið af störfum hér nú á vordögum við afleysingar. Flugvöllurinn og flugið er að taka til sín nokkur hundruð störf í sumarafleysingar. Það hefur munað mest um það,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður félagsins í viðtali við Víkurfréttir í dag. Í dag eru 342 félagsmenn í VSFK án atvinnu og Kristján segir Suðurnes vera grátt leikin af atvinnuleysi og það kemur víða fram í minnkandi tekjum, minni viðskiptum og verkalýðs- félagið finnur verulega fyrir því þar sem atvinnuleysið kemur við sjóði félags- ins. „Við höfum ekki botnlaust fé til að hallareka okkur á móti þessari stöðu,“ segir Kristján. Hann segir að VSFK hafi verið að ráðstafa meira fé úr sjúkrasjóði út af þessu ástandi á svæðinu en áður hefur verið gert. Þá segir hann félagið aldrei hafa sett eins mikla fjármuni í fjárhagsaðstoð eins og á síðasta ári til matarlítilla félaga sinna. Í viðtalinu við Víkurfréttir leggur Kristján áherslu á að atvinnuverkefnum á Suðurnesjum verði þokað áfram. Hann segir flugtengda starfsemi gríðarlega mikilvæga fyrir félagsmenn VSFK en meira þurfi til. Þar horfir Kristján til Helguvíkur en finnst bagalegt hvað hlutir þar gangi hægt fyrir sig. Álversframkvæmdir séu í hægagangi og bygg- ing kísilvers ætlar að tefjast enn um sinn. Þar hafa verið gerðir nýir samningar um framkvæmdir. Kristján segist hins vegar hættur að fagna, enda margar skóflustungur, borðaklippingar og annað gert án þess að það hafi leitt til atvinnutækifæra. Viðtalið við Kristján er í miðopnu VF í dag. Keilir fagnar fimm ára afmæli sínu þann 7. maí nk. Á þessum árum hefur margt gerst. Keilir er orðinn þekktur skóli sem býður nýjan valkost í námi, skóli sem fer ótroðnar slóðir í náms- brautum og kennsluháttum. Á fimm árum hefur Keilir náð að koma sér fyrir í eigin húsnæði á Ásbrú, hefur útskrifað yfir 1000 manns, ræður yfir fimm glæ- nýjum flugvélum, öflugri rann- sóknaraðstöðu og sérlega áhuga- sömu starfsfólki. Keilir er kom- inn til að vera. Sem stendur eru stoðir Keilis fjórar: Háskólabrú, Íþróttaakademía, Flugakademía og tæknifræði. Um þær má lesa á heimasíðunni: www.keilir.net. Hér verða sérstaklega nefndar tvær stoðir: Mikil þörf á tæknifræðingum Atvinnulífið hreinlega æpir eftir fólki með tæknimenntun á háskóla- stigi. Daglega má sjá auglýsingar þar um, Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld að efla tæknimenntun í landinu jafnt á framhaldsskóla- og háskólastigi og öflug fyrirtæki taka undir þetta ákall. Keilir svarar þessu ákalli með námi í tæknifræði. Tæknifræðinám Keilis er 214 ECTS eininga nám sem uppfyllir kröfur Tæknifræðingafélagsins og veitir starfsheitið tæknifræðingur. Nám Keilis í tæknifræði er skipulagt þannig að hægt er að ljúka því á þremur árum. Námið er hagnýt verkfræði þar sem mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu og raunhæf verkefni. Miðað er við að nem- endur séu tilbúnir til að vinna sem tæknifræðingar strax eftir útskrift. Síðari hluti námsins er skipulagður þannig að kennsla fer að mestu leyti fram seinni hluta dagsins. Er það til þess að nemendur geti unnið með náminu og sinnt þar jafnvel loka- verkefni sínu. Við hvetjum iðnaðarmenn til að nota þetta tækifæri. Við tökum vel á móti þeim og finnum þeim réttan stað til að byrja námið á. Stúdentar eiga þarna líka góða möguleika. Lifandi og skemmtilegt nám með mikla atvinnumöguleika. Þarna er sannarlega tækifærið fyrir fólk á öllum aldri. Háskólabrúin skapar ný tækifæri Keilir er leiðandi skóli á sviði Há- skólabrúar. Hún er viðurkennd af öllum háskólum landsins og einnig erlendis. Við erum að ljúka fimmta árinu með Brúna. Kennslan þar er öðruvísi en í hefðbundnu námi. Ein námsgrein kennd á degi hverjum, mikil áhersla á hópavinnu og þjónustu við nemendur. Besta umbunin eru ánægðir nemendur. Fyrstu nemendur af Háskólabrú hafa nú þegar lokið námi við ýmsa háskóla sem þeir sóttu eftir námið á Háskólabrú. Okkur finnst notalegt að heyra jákvæða umsögn þess- ara fyrrum nemenda okkar úr há- skólum sínum og ekki síður hversu vel þeim gengur almennt. Ummæli nemendanna er líklega besta um- sögnin um þetta nám. Þeir sem ekki uppfylla inntökuskil- yrði á Háskólabrú geta byrjað eina önn í Menntastoðum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Mjög gott samstarf er milli Keilis og MSS. Nemendur sem koma af Mennta- stoðum inn á Háskólabrú virðast almennt standa sig mjög vel. Mór- allinn á Háskólabrú er mjög hress og skemmtilegur þar sem hópurinn stendur mjög vel saman. Nú er innritun í allar deildir Keilis fyrir næstu önn byrjuð. Kennt er bæði í fjarnámi og staðnámi. Fólk getur skráð sig á heimasíðunni: www.keilir.net. Ekki hika við að hafa samband. Þá bendum við á námsráðgjafann okkar, hana Sig- rúnu. Þið getið bókað viðtöl hjá henni: namsradgjafi@keilir.net. Gleðilegt sumar. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.